Austurglugginn - 15.01.2004, Side 12
Heimasíða Hitaveitu Egilsstaða og Fella
ÉHEF www.hef.is
Austur»glugginn
Fimmtudagur 15. janúar X 477 1750
Munið heimasíðuna
okkar www.asa.is
STARFSGREINAFÉLAG AUSTURLANDS
Hugmyndasamkeppni um nýtt skipu-
lag miðbæjarsvæðisins á Egilsstöðum
Austur-Hérað hefur hrundið af
stað hugmyndasamkeppni um nýtt
skipulag miðbæjarsvæðisins á Egils-
stöðum, í samvinnu við Arkitektafé-
lag Island. Austur-Hérað er fyrsta
sveitarfélagið af þessari stærð-
argráðu hér á landi, sem efnir til
slíkrar samkeppni. Hugmyndasam-
keppnin er öllum opin og fer fram
samkvæmt ítarlegri keppnislýsingu
sem þegar hefur verið gefin út. Fyrst
og ffemst er lýst eftir grundvallar-
hugmyndum sem geta komið að not-
um við deiliskipulag og uppbygg-
ingu miðbæjarsvæðisins á Egilsstöð-
um í framtíðinni. Verðlaunafé er
samtals 5 milljónir króna og verða
veitt fyrstu, önnur og þriðju verð-
laun. Fyrstu verðlaun eru kr.
2.500.000, önnur verðlaun kr.
1.500.000 og þriðju verðlaun kr.
1.000.000. Auk þess er fyrirhugað að
veija kr. 500.000 til innkaupa á at-
hyglisverðum tillögum.
Egilsstaðir miðbær
Austurlands
Fram kom í kynningu bæjarstjóra
Austur Héraðs, Eiríks B. Björgvins-
sonar, á blaðamannafundi sem hald-
inn var til að kynna hugmyndasam-
keppnina að „markmið hugmynda-
samkeppninnar er að miðbær Egils-
staða verði miðbær Austurlands með
öflugt framboð verslunar og þjón-
ustu á sem flestum sviðum og mið-
bærinn geti þjónað öllu Austurlandi.
Miðbærinn verði vettvangur mann-
lífs og laði til sín fólk og sameini
manneskjuvænt og hlýlegt umhverfi,
með skilvirkum samgöngum og hag-
kvæmni fyrir rekstraraðila sem þar
eru. Miðbærinn verði miðkjami Eg-
ilsstaða, sem eigi ríkan þátt í að
styrkja sjálfsímynd bæjarins. Hann
verði byggður upp á þeim forsendum
sem fyrir eru, út frá legu, tengingum
innan- og utanbæjar, atvinnustarf-
semi innan hans og þörfum hvers og
eins fyrir þjónustu og afþreyingu.”
Skeljungur segir upp samningum
á Seyðisfirði og Reyðarfirði
„Verið að endur-
skoða starfsemina"
Skeljungur hefur ákveðið að end-
urskoða rekstur á bensínafgreiðsl-
um félagsins á Seyðisfirði og á
Reyðarfirði frá og með l. mars
næstkomandi. Að sögn umboðs-
manna félagsins á báðum stöðum
hefur samningum við þá verið sagt
upp frá og með 1. mars næstkom-
andi. Óvissa rikir nú um eldsneytis-
afgreiðslu á Seyðisfirði en Skelj-
ungur rekur einu eldsneytisaf-
greiðsluna á staðnum. Reyðfirðing-
ar munu þó enn hafa aðgang að
tveimur afgreiðslum eftir lokun
Skeljungs.
Fimmtudags-
SPURNINGIN
Aðalheiður Borgþórsdóttir
- ferða- og menningarmálafulltrúi
Alla, eru Færeyingar að
bjarga okkur líkt og
Norðmenn gerðu áður?
„Jú, eigum við ekki bara að
segja það. Þetta er allavega
gott mál."
Norræna hefur hafið siglingar til
Seyðisfjarðar aftur eins og kun-
nugt er. Það er alltaf gott að eiga
góða að eins og við Austfirðingar
vitum. Einu sinni kenndu Norð-
menn okkur að veiða og verka
hval. Svo munaði litlu að þeir
björguðu okkur aftur fyrir stuttu
en þá klikkuðu þeir. Það kom ekki
að sök þvi þá kom kaninn,
þaninn...
Ekkert ákveðið
með framhaldið
Að sögn Þórarins Hávarðssonar,
rekstraraðila bensínafgreiðslu
Skeljungs á Reyðarfirði, var samn-
ingum við hann sagt upp nú á dög-
unum og honum því gert að loka frá
og með 1. mars næstkomandi, en
Þórarinn hefur með bensínaf-
greiðslunni rekið söluskála í hús-
næði félagsins. Sama er að segja
um bensínafgreiðsluna á Seyðis-
firði sem ísak Ólafsson hefur rekið.
Hjá Skeljungi fengust þær upplýs-
ingar að ekkert væri ákveðið með
framhald reksturs á stöðvunum
tveimur en breytingarnar væru liður
í endurskoðun starfsemi á stöðun-
um. „Við höfum ekkert ákveðið
hvað verður en getum fúllvissað
fólk um að það mun áfram fá elds-
neyti frá okkur á þessum stöðum
þetta er eingöngu spurning um í
hvaða mynd afgreiðslan verður,”
sagði Margrét Guðmundsdóttir hjá
Skeljungi. Aðspurð um hvort
minnka ætti þjónustu við bíleigend-
ur á stöðunum í kjölfarið sagði hún
ekkert ákveðið varðandi breyting-
arnar og því væri í raun ekkert hægt
að segja um með hvaða móti þjón-
ustan yrði veitt. helgi@agl.is
Norræna er komin nokkrum mánuðum fyrr en venjulega. Þetta eru
sannkölluð gleðitiðindi fyrir Seyðfirðinga og reyndar fyrir Austurland
í heild sinni. Einn Seyðfirðingur sem Austurglugginn náði I á
þriðjudaginn sagðist þó vera ruglaður í riminu. „Fyrir mér er
Norræna vorboði þannig að mér liður soldið skringilega. Ætli maður
gleymi ekki að fara á skíði vegna þessa..."
Á miðbæjarsvæðinu á Egilsstöð-
um eru helstu krossgötur Austur-
lands og umferðarmestu gatnamót
þjóðvega í fjórðungunum. Þar tengj-
ast leiðir innan fjórðungsins og til
annarra landshluta og þangað sækir
fólk verslun og þjónustu víða að af
Austurlandi. Nærri lætur að miðbær-
inn þjóni i dag rnilli 6 og 8 þúsund
manna svæði og við það bætist mik-
ill ferðamannastraumur á sumrin, ná-
lægðin við Egilsstaðaflugvöll og
fjölsótta ferðamannastaði. Vænta má
mikillar þungaumferðar um miðbæ-
inn á framkvæmdatíma Kárahnjúka-
virkjunar og Reyðaráls.
Skilafrestur tillagna er til 24. mars
2004, en áætlað er að dómnefnd ljúki
störfum í apríl 2004. Við fyrsta tæki-
færi verður efnt til sýningar á öllum
keppnistillögum á Egilsstöðum og á
höfuðborgarsvæðinu. sigad@agl. is
Fólskuleg líkamsárás í Neskaupstað:
„Man ekki eftir
öðru eins"
- segir Steinar Gunnarsson, varðstjóri í Neskaupstað
Fólskuleg líkamsárás átti sér
stað fyrir utan útibú Landsbanka
íslands í Neskaupstað í hádeginu
sl. mánudag. Árásarmennirnir
sem eru um tvítugt veittust að
þriðja manni og börðu hann illa.
Klukkan var tiu mínútur yfir tólf
þegar fórnarlambið gekk út úr Lands-
bankanum og um leið réðust menn-
imir á hann. Austurglugginn hefúr
eftir vitni að atburðinum að mannin-
um hafi verið hent í jörðina með
þeim afleiðingum að höfuðið skall á
stéttinni. Mennirnir spörkuðu í hann
þar sem hann lá varnarlaus og vank-
aður á götunni og rifu hann síðan upp
og héldu áfram að sparka í hann
standandi. Barsmíðunum lauk ekki
fyrr en bíll kom keyrandi og flautaði
á árásarmennina sem við það slepptu
manninum sem notaði tækifærið og
hljóp inn í bankann og beið þar þang-
að til lögregla kom. í fyrstu virtist
sem maðurinn væri töluvert slasaður
og kvartaði hann undan höfúðverk.
Meiðslin reyndust minniháttar. Hann
hefur kært árásina.
Harkan í fíkniefna-
heiminum fer vaxandi
Samkvæmt heimildum Austur-
gluggans kom maðurinn, sem er um
átján ára gamall, sl. fimmtudag til
Norðfjarðar og hóf störf í frystihúsi
SVN. Kvöldið fyrir árásina hafði ver-
ið gerð húsleit hjá honum og við
hana fundust nokkur grömm af hassi
auk tækja til neyslu fíkniefnanna.
Maðurinn hafði áður komist í kast
við lögin vegna frkniefnamála.
Steinar Gunnarsson, varðstjóri í
lögreglunni í Neskaupstað, staðfesti í
samtali við Austurgluggann að þessi
mál þ.e. húsleitin á sunnudagskvöld-
ið og árásin á mánudag, væru tengd
en vildi þó ekki gefa upp hvemig.
Hann sagði þó alveg ljóst að harkan í
fíkniefnaheiminum færi harðnandi
hér sem og annars staðar.
Aðspurður hvort hann muni eftir
samskonar máli í Neskaupstað sagði
hann svo ekki vera. “Ég man ekki
eftir öðm eins,” sagði hann.
Austurglugginn hefúr eftir örugg-
um heimildum að ástæðan fyrir á-
rásinni hafi verið sú að maðurinn
sem fyrir árásinni varð hafi bent á á-
rásarmennina daginn áður og sagt þá
hafa selt sér fíkniefnin sem fundust í
hans fórum. Svo reyndist ekki vera
en árásarmennirnir hafi fyrir vikið
reiðst með fyrrgreindum afleiðing-
um. . , _ ,.
jonknutur@agl. is
SAMKAUP Verslið þar sem
EGILSSTÖÐUM úrvaUó er...
Opið ...aUt í einni ferð
mánud. - föstud. 9-19
laugardaga 10-18
sunnudaga 12-18 EBILSSTÖBUm