Austurglugginn - 01.07.2004, Qupperneq 2
2
AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 1. júlí
stuttar
FRÉTTIR
FRÉTTIR
HÆGRI
dálkurinn
Héraðsprent kaupir í Níunni
f ... I
'X-
Vilji til sameiningar
hjá Austur-Héraði
og Fellahreppi
Bensínokur á
landsbyggðinni
Það eru kannski engar fréttir
en bensínverð er mun hærra á
Austurlandi en á höfuðborgar-
svæðinu samkvæmt könnun
sem Neytendasamtökin gerðu
á dögunum. Samkvæmt henni
er algengt að lægsta verð á
landsbyggðinni sé 108,9 kr.
fyrir líterinn en lægsta bensín-
verð á landinu er í Hafnarfirði
99,7 kr.
Nýr framkvæmda-
stjóri hjá Markaðs-
stofunni
Katla Steinsson, 43 ára við-
skiptafræðingur, er nýr fram-
kvæmdastjóri hjá Markaðs-
stofu Austurlands en Gunnar
Hermannsson, sem verið hefur
framkvæmdastjóri sl. ár, sagði
starfi sínu lausu í maíbyrjun.
Nýráðinn framkvæmdastjóri
tekur við starfinu síðsumars.
Alls bárust 13 umsóknir.
Katla er 43 ára viðskipta-
fræðingur og hefur yfir 20 ára
starfsreynslu hjá Flugleiðum,
meðal annars sem vakthafandi
stöðvarstjóri Flugleiða á
Keflavíkurflugvelli og síðast
við kostnaðareftirlit og -grein-
ingu á flugrekstrarsviði. Hún
er gift Ársæli Þorsteinssyni
verkfræðingi og eiga þau tvö
börn.
„Héðan er allt gott að
frétta,” segir Emil Thoraren-
sen, útgerðarstjóri Eskju á
Eskifirði, en hann var að hjóla
heim til sín í mat þegar blaða-
maður Austurgluggans náði
honum á línuna á dögunum.
„Það er kraftur í kolmunna-
veiðunum hjá okkur og stans-
laus vinnsla og mér sýnist að
við verðum með næg verkefni
í kolmunnanum út árið,” segir
Emil. Hann segist yfir höfuð
ánægður þessa dagana enda
„sé líf að kvikna alls staðar.”
Emil fylgist að sjálfsögðu
með Evrópuboltanum þessa
dagana en hans lið, lið Eng-
lands, féll þó úr keppni eins og
flestir vita. „Ætli Tékkarnir
taki þetta ekki bara,” segir
hann. Emil viðurkennir þó að
hann fylgist ekki vel með bolt-
anum hér eystra. „Þetta var
skemmtilegra í gamla daga
þegar Þróttur, Austri og Valur
voru að keppa.”
Austur-Hérað og Fellahreppur
vilja að þau sveitarfélög sem
samykktu sameiningu klári verkið.
Oddviti Norður-Héraðs vill bíða
eftir tillögu ríkisvaldsins um skip-
an sveitarfélaga á næsta ári.
Fljótsdælingar vilja meiri tíma til
að vinna sín mál áður en þeir sam-
einast öðrum.
Sem kunnugt er felldu íbúar
Fljótsdalshrepps tillögu um samein-
ingu fjögurra sveitarfélaga á Héraði
s.l. laugardag. íbúar Austur-Héraðs,
Fellahrepps og Norður-Héraðs sam-
þykktu hinsvegar tillöguna og nú
geta sveitarstjómir þessara sveitar-
félaga ákveðið sameiningu þeirra.
Ekkert liggur þó fyrir um að það
muni gerast þótt vilji sé til þess
a.m.k. i tveimur þeirra.
Að sögn Sofflu Lámsdóttur for-
seta bæjarstjórnar Austur-Héraðs
er vilji til þess að skoða samein-
ingu þeirra sem samþykktu en
fyrst verði að finna sameiginlegan
snertiflöt. Hún kveðst vera nokkuð
jákvæð í garð niðurstöðu kosning-
arinnar því út úr henni hafi komið
næst besti kosturinn þótt að sjálf-
sögðu hefði hún viljað að allir
samþykktu. Þorvaldur P. Hjarðar
oddviti Fellahrepps er sáttur við
söguleg úrslit í sínu sveitarfélagi
því í fyrsta sinn hafi Fellamenn
sagt já við sameiningu. Hann telur
vilja íbúa á svæðinu hafa komið
vel fram því meirihluti Héraðs-
manna hafi viljað sameiningu.
Þorvaldur segir að sér þætti ekki
slæmt ef talið hefði verið úr einum
potti á heildstæðu atvinnu- og
þjónustusvæði ef fyrir því væri
lagagrundvöllur. Hann segir það
vera skyldu sveitarstjórnarmanna
að virða vilja íbúa og vinna málið
áfram og að ekki megi guggna á
þessu. Þegar Þorvaldur er spurður
hvort það skipti máli að grundvöll-
ur sjóðsins sem styrkja hefði átt at-
vinnuuppbyggingu í dreifbýli væri
brostinn, sagði hann að málið
snerist um meiri hagsmuni en
sjóðinn og nefnir hann t.d. skil-
virkari stjórnsýslu og viðtöku
verkefna frá ríkinu.
Oddviti Fljótsdalshrepps, Gunn-
þórunn Ingólfsdóttir segir niður-
Talsvert hefur verið rætt um það
eystra hvaða starfsemi muni fara í
Níuna á Egilsstöðum en þar hefur
verið hálf tómlegt síðan Bónus og
BT yfirgáfu húsið. Nú hefur Hér-
aðsprent keypt neðstu hæðina, 513
fermetra, fyrir starfsemi sína en
fyrirtækið hefur einnig fest kaup á
nýrri prentvél sem skýrir að
nokkru leyti að fyrirtækið sé farið
í nýtt húsnæði - stærðarinnar vél
með öðrum orðum. Meðfylgjandi
mynd er tekin við undirritun kaup-
samnings milli Héraðsprents og
Sjóvá-Almennra. Á myndinni eru:
Gunnhildur Ingvarsdóttir og Þrá-
inn Skarphéðinsson eigendur Hér-
aðsprents og Helgi Kjærnested
fulltrúi Sjóvá-Almennra.
stöðuna ekki hafa komið sér á ó-
vart og kjörsókn meiri en hún
hafði gert ráð fyrir. Hún segir að
sveitarstjórn Fljótsdalshrepps hafi
ekki verið sátt við þann hraða sem
settur var á málið og telur að m.a.
það hafi hrætt kjósendur frá því að
jánka sameiningu. Sveitarfélagið
sé undirlagt af framkvæmdum sem
snerti hagsmuni fólks náið og það
óttast um þessa hagsmuni sína í
stærra sveitarfélagi.
Á Norður-Héraði var sameining
samþykkt naumlega og Guðgeir
Ragnarsson segist hafa vænst ann-
arar niðurstöðu. Hann segir það
hvergi hafa komið fram í undir-
búningi kosningar að þeir sem
samþykktu gætu klárað málið upp
á eigin spýtur og að sér hafi fund-
ist eðlilegra að slíkt hefði legið
fyrir áður en kosið var. Hann segir
framhaldið ekki hafa verið rætt í
sveitarstjórn Norður-Héraðs og
því of snemmt að tjá sig um hvort
reynt verði að sameina sveitarfé-
lögin þrjú. Guðgeir bendir á að
innan skamms muni ríkisvaldið
leggja fram tillögu um hvernig það
sjái fyrir sér sveitarfélagaskipan í
framtíðinni og telur ef til vill rétt
að bíða eftir henni. Hann segist
ekki viss um að sú tillaga muni
verða eins og sú sem kosið var um
nú og sér jafnvel fyrir sér að fleiri
sveitarfélög verði með, s.s. Breið-
dals-, Djúpavogs-, Borgarfjarðar-,
Vopnafjarðar- og Skeggjastaða-
hreppur auk Seyðisfjarðarkaup-
staðar.
Austurglugganum er ekki kunn-
ugt um hvenær boðað verður til
fundar um málið en ef marka má
ummæli forsvarsmanna Austur-
Héraðs og Fellahrepps, verður
þess ekki langt að bíða.
bvg
Er ekki allt í lagi á
Eiðum!?
Fjölmiðlaflóran á Austur-
landi verður sífellt fjölbreytt-
ari og nú á dögunum bættist
við nýr netmiðill sem kallast
Gluggi.net. Á síðunni má
finna spjallþráð en margir
sakna þess konar umræðu
enda getur hún verið hressi-
lega hispurslaus, tala nú ekki
um ef menn fá að njóta nafn-
leyndar. Þann 27. júní sl. skrif-
aði Benedikt V Warén litla
færslu undir yfirskriftinni
„Skandall á Eiðum” en þar
veltir hann vöngum yfir
„væntanlegum” menningar-
húsum á Austur-Héraði sem
Austurglugginn fjallaði reynd-
ar um í síðasta blaði. Hann
segir:
„Það er ljóst að hér eru bæj-
arstjórnarmeirihlutinn, (und-
anskilin íris Lind), komin á
skrið að „leika” sér við Sigur-
jón Sighvatsson og félaga og
tilbúnir að fórna menningar-
húsi á Egilsstöðum til að
þóknast auðhyggjunni í
Reykjavík. Það er ekki nóg að
nú er búið að „gefa” land og
húsnæði Eiðastaðar heldur á
að færa þeim félögum Gröf á
silfurfati og gjaldið??? - að
fórna menningarhúsi á Egils-
stöðum.”
Þorbergur forseti
farinn
Þorbergur Hauksson er ekki
lengur forseti bæjarstjórnar
Fjarðabyggðar. Þessi sorgar-
frétt barst inn á borð umsjón-
armanna Hægri dálksins fyrir
stuttu. Við þessu var samt að
búast enda samið um það á
sínum tíma að framsóknar-
menn og Fjarðalistinn skiptu
með sér embættinu þegar
flokkarnir gengu í eina sæng
eftir síðustu sveitarstjórnar-
kosningar. Er það mál manna
að fjörið sé þó hvergi nærri
búið því Þorbergur tekur við
bæjarráðinu og því óþarfi fyrir
umsjónarmenn að væla. Sumir
vilja jafnvel meina að Þorberg-
ur verði mun hressari í bæjar-
stjórn þegar hann losnar úr
forsetaembættinu enda þurfi
hann þá ekki að eyða orku í að
stjórna þessu liði sem situr
ineð honum í bæjarstjórn sem
er víst afar þreytandi og slít-
andi...
Endalokin nálgast...
í því ágæta riti, Dagskránni
er auglýst eftir bréfbera í fram-
tíðarstarf hjá íslandspósti á
Stöðvarfirði. Það er í sjálfu sér
ekki í frásögur færandi og
reyndar gleðiefni að auglýst sé
eftir fólki til framtíðar en að
þessu sinni virðist framtíðin
enda þann 31. ágúst n.k. því
neðar í auglýsingunni er tekið
fram að starfið sé frá 19. júlí
til 31. ágúst.
-