Austurglugginn


Austurglugginn - 01.07.2004, Side 4

Austurglugginn - 01.07.2004, Side 4
4 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 1. júlí Austur* glugginttl PALLBORÐ www.austurglugginn.is Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. Umbrot & prentun: Héraðsprent Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Jón Knútur Ásmundsson 477 1750 - 895 9982 - jonknutur@agl.ís Blaðamaður: Björgvin Valur Guðmundsson 477 1755 - 869 0117 - sludrid@simnet.is Framkvæmda- og auglysingastjóri: Erla Traustadóttir 477 1571 - 866-2398 - erla@austurglugginn.is Auglýsingar: Rut Hafliðadóttir 477 1571 - 693 8053 - rut@agl.is Auglýsingasími: 477 1571 - Fax 477 1756 Skrifstofa Austurgluggans er opin 8-4 alla virka daga. Póstfang: Hafnarbraut 4, 740 Fjarðabyggð Sími 477 1755 - 477 1750 - frett@austurglugginn.is GREINAR Austurglugginn birtir aðsendar greinar. Greinarnar skal senda á netfangið jonknutur@agl.is ásamt mynd af höfundi. Austurglugginn áskilur sér rétt til að velja og hafna og stytta greinar. Steinar og glerhús . 11 .i.in.i. Með þessu er ég ekki að segja að mér finnist forsetaembættið ó- spennandi heldur eingöngu að það vissu allir hver myndi vinna. Kjósendur höfnuðu í þessari kosningu þeirri hugmynd að embættið ætti að vera til skrauts en það virtist vera helsta mark- mið þess mótframbjóðanda sem var trúverðugarri. En sum sé, úr- slitin komu ekki á óvart og ekki heldur viðbrögð leiðtoga Rikis- stjórnarflokksins. Þau komu ekki á óvart en þau voru svo heimskuleg að það er ekki ann- að hægt en að staldra við og hneykslast örlítið. Reyndar ótrú- legt að maður sé enn þá fær um að hneykslast á þessum síðustu og verstu tímum. Byrjum á Dao formanni. Hann sagði þetta aðspurður um úrslit kosninga í Mogganum: „Þetta hlýtur að vera reiðarslag fyrir hann (Ólaf Ragnar), því það hefur myndast hyldýpisgjá á milli hans og þjóðarinnar.” Þetta átti sennilega að vera brandari því þarna vísaði hann í orðalag sem forsetinn okkar notaði þeg- ar hann rökstuddi notkun sína á málskotsréttinum fyrir stuttu. Honum hefur eflaust fundist þetta ofboðslega fyndið og líkast til hafa viðhlæjendur hans líka sprungið úr hlátri en málið er einfaldlega að þetta var svo íjarri því að vera fyndið að það hálfa væri helmingi meira en nóg. Það hefði kannske mátt flissa að þessu ef sannleikurinn væri ekki sá að það hefur enginn verið jafn duglegur að tvístra þessari þjóð undanfarin ár og Davíð Oddsson. Honum hefur tekist hvað eftir annað að reita þjóðina til reiði og þjóðin sýndi í síðustu alþingiskosningum að hún er búin að fá nóg af honum. Þetta vita allir nema formaður- inn sjálfur og litlu kallarnir i kringum hann. Og svo er það hann Halldór Ásgrímsson. Hann lét hafa eftir sér á sunnudagsmorgun að hann hefði áhyggjur af því að það væri tæpur helmingur þjóðar- innar sem vildi hafa Ólaf á for- setastóli. Jahérnahér. Hvað á maður eiginlega að segja við þessu? Þetta kemur frá manni sem situr í forsvari hjá næst- minnsta flokki landsins og hann verður forsætisráðherra eftir þrjá mánuði eða svo! Ólafur Ragnar Grímsson er forseti íslands og hann hlaut af- dráttarlausa kosningu í ljósi þess sem á undan er gengið. Og svo maður minnist nú ekki á það þá nýtur hann meiri stuðnings held- ur en Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson. Annars er ég með böggum hildar þessa dagana vegna rað- vonbrigða í Evrópumótinu. Það virðist ekki skipta máli með hverjum ég stend - það lið sem nýtur stuðnings undirritaðs fell- ur úr keppni. Fyrst Þýskaland, svo England, þá Svíþjóð og loks Danir. Ég hef því ákveðið að halda með því liði sem ég hef minnst álit á. Það virðist vera eina leiðin til að koma sínum vilja fram. Ég segi því hérmeð: Áfram Holland! JKÁ Eitt sinn las ég þá kenningu að þörf mannsins til að hafa grasflatir í kringum hýbýli sín, mætti rekja aftur til þess tíma er forfeður okk- ar lifðu á gresjum, væntanlega í Afríku. Graslendisþörfin hafi m.ö.o. stimplast inn í genamengið og brjótist nú fram í túnblettum við hvert hús með tilheyrandi sláttuvélaleiðindum. Þessi kenning á sér litla systur og snertir íslensk stjórnmál. í árdaga íslenskra stjórnmála, léku gjár stór hlutverk. Á Þing- völlum eru til að mynda margar gjár, Almannagjá, Flosagjá og Nikulásargjá svo dæmi séu tekin og velti ég því nú fyrir mér hvort þessar gjár hafi lagt sig inn á gena- banka íslenskra stjórnmálamanna og því snúist stjórnmál í dag að mestu um andlegar gjár manna í millum. Forsetinn talaði nefnilega um gjá á milli þings og þjóðar, for- sætisráðherrann hefur komið auga á hyldýpisgjá á milli forsetans og þjóðarinnar og skv. skoðanakönn- un Fréttablaðsins er líka gjá á milli þjóðarinnar og Halldórs Ásgríms- sonar. Gott ef ekki er gjá á milli þings og forseta líka. Fólk leggur mismunandi skiln- ing í hugtök og túlkar þau eftir því úr hvaða umhverfi það kemur. Ég er t.d. ekki viss um að ég skilji öll þau hugtök rétt sem notuð eru inn- an íþróttageirans eða heilbrigðis- þjónustunnar, hvað þá innan nýjasta málaflokksins á Austur- landi - áliðnaðarins. Hugtakanotk- un í málefnum fatlaðs fólks er sér- hæfð rétt eins og í mörgum öðrum málaflokkum samfélagsins. I þess- ari stuttu grein ætla ég að fjalla lít- illega um tvö þeirra - sambýli og þjónustuíbúð og útskýra muninn á þeim. Sambýli eru heimili fámenns hóps fatlaðs fólks, 16 ára og eldra, sem þarfnast að jafnaði aðstoðar starfsmanns. Venjulega búa ekki fleiri en 5-6 íbúar á hverju sam- býli. Hver um sig leigir eitt her- bergi með eða án baðs og íbúar deila svo sameiginlegri aðstöðu í eldhúsi, stofu og stundum einnig baðherbergi. Persónulegt rými fyr- ir hvern ibúa er því frekar lítið en sameiginlegt rými er mikið. Eðli málsins vegna er rekstrarkostnaður sambýlis sameiginlegur og greiða ibúar því yfir 50% af sínum tekj- um í sameiginlegan heimilissjóð. Heimilissjóðnum er ætlað að standa undir kostnaði vegna ým- issa sameiginlegra útgjalda s.s. fæðis, rafmagns, hita og trygginga. Þjónustuíbúðir eru félagslegar leiguíbúðir og má nefna Bakka- Gjár Tuttugu og eitt komma fimm prósent þjóðarinnar vilja að Hall- dór taki pokann sinn þegar Fram- sókn fer í stólaleikinn í haust en það er álika hlutfall og skilaði auðu í forsetakosningunum. Það er einungis greyið hún Siv sem fleiri vilja burtu en e.t.v. er það vegna þess að allir telja sig vita að henni verði fórnað fyrir Stólinn. Meira að segja Guðni Ágústsson er vin- sælli en Halldór og hlýtur forsætis- ráðherraefnið að þurfa að hugsa sinn gang þegar hirðfífl flokksins skýtur honum ref fyrir rass. Það er svosem rétt hjá Davíð Oddssyni að forsetinn sé einungis með atkvæði rúmlega fjörutíu pró- sent „atkvæðabærra manna” á bakvið sig en það er álíka hlutfall og kaus ríkisstjórnarflokkana fyrir rúmu ári síðan. Ef við forum í frekari svona talnaleiki getum við lesið úr könnun Fréttablaðsins að mínus tuttugu og eitt prósent þjóð- arinnar styðji Halldór Ásgrímson en sú niðurstaða hlýtur reyndar að kæta Davíð. Menn hafa nefnilega farið út í vafasamar reikningskúnstir í kjöl- bakka 15 sem dæmi um þjónustuí- búðir. Þeir sem þar búa fá þjónustu sem er sniðin er að þörfum hvers og eins. Hver sem er getur leigt slíka íbúð hvort sem hann þarf á aðstoð að halda eða ekki. I hverri þjónustuíbúð er eldhús, baðher- bergi, þvottahús, svefnherbergi og stofa. Sameiginlegt rými er eins og gengur og gerist í öðrum fjölbýlis- húsum þ.e. inngangur og geymsla. Hver íbúi fjármagnar sitt heimili með tekjum sínum og greiðir t.d. leigu til eiganda íbúðarinnar sem í þessu tilfelli er sveitarfélagið. Af framansögðu má sjá að það er grundvallar munur á þessum tveimur hugtökum. Á sambýli er veitt þjónusta sem tekur mið af hópi en í þjónustuíbúð er þjónust- an sniðin að þörfum einstaklings. Þeir sem búa í þjónustuíbúðum far forsetakosninganna því nú er Auður Davíðsdóttir skyndilega orðin frambjóðandi með fimmt- ung atkvæða. Aldrei fyrr hefur téð Auður verið talin með og hlutfall af atkvæðabærum íslendingum hefur ekki verið notað til saman- burðar fyrr. Davíð gefur sér líka að þeir sem ekki mættu á kjörstað hafi verið að mótmæla embættis- færslum forsetans en slíkt er væg- ast sagt hæpið - það er líklegra að þeir sem heima sátu hafi talið úr- slitin liggja ljós fyrir og ekki nennt að ómaka sig. Þessar reiknings- kúnstir andstæðinga forsetans eru byggðar á sömu hugmyndafræði og vildi gera sjötíu og fimm pró- sent kjörsókn að skilyrði í kom- andi þjóðaratkvæðagreiðslu og við fengum núna smjörþefinn af um- ræðunni sem orðið hefði ef þær hugmyndir hefðu hlotið náð fyrir augum lögfræðinganefndarinnar. Þar sem ljóst er að þessi gjáa- kenning mín stenst öll rök og er því rétt, velti ég því fyrir mér hvort verið hafi mikill sandur á Þing- völlum til forna. Björgvin Valur Guðmundsson búa því við meira sjálfræði og hafa meiri möguleika á að ráða yfir eig- in lífi en þeir sem búa á sambýl- um. Auk þess hafa þeir sem búa í þjónustuíbúð meira Ijárhagslegt sjálfstæði. En er þessi skilningur á hugtök- um eitthvað sem á að gera mál út af? Er þetta ekki bara viðkvæmni hjá þeim sem starfa í málaflokki fatlaðs fólks? Ég tel að allar starfs- stéttir ættu að leggja áherslu á rétta hugtakanotkun, hver í sínu fagi til að koma í veg fyrir óþarfa mis- skilning. Þetta á einnig við um þær starfsstéttir sem vinna að málefn- um fatlaðs fólks og var það kveikj- an að þessum skrifum. Eftir Svanhvíti Aradóttur, for- stöðuþroskaþjálfa hjá Svœðisskrif- stofu málefna fatlaðra á Austur- landi. Misskilningur: Það er ekkert sambýli í Neskaupstað

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.