Austurglugginn


Austurglugginn - 01.07.2004, Side 5

Austurglugginn - 01.07.2004, Side 5
Fimmtudagur 1. júlí AUSTUR • GLUGGINN 5 Bein lína Afhverju geta flugur ekki bara flogið í beinni línu á milli staða án þess að vera alltaf með þetta vesen? Nú hljóta þær að þreytast meira á þessu og eyða alveg ó- takmörkuðu magni af orku I vitleysis- gang. Einhverntímann var maður (sem að ég man ekki alveg hvað hét, skiptir engu) sem að sagði einn daginn eftir mikla um- hugsun: "Stysta vegalengd milli tveggja punkta er bein lína". Ég var nebblega að spá hvort að mannfólkið hafi einhvern- tímann verið eins og blessaðar flugurnar eru núna, labbað bara hring eftir hring og út og suður, þangað til að þessi snill- ingur fattaði þetta með beinu línuna. Kannski vantar bara einhverja mjög gáf- aða flugu til að segja hinum flugunum frá þessu.. Arnar Pétursson, a.k.a. Arnar Dahmer Péturs. http://www.dahmer.blogspot.com/ 23. júní - 20:47 Og svoooona... Lárus Guðmundsson hlýtur að vera leið- inlegasti maður ( heimi. Ég er að taka einhverja skítapest. Vildi bara láta ykkur vita. Vaknaði í morgun með þrútinn háls, fór til tannlæknis með þurran háls og fór svo í vinnu eftir hádegi með sáran háls. Núna er hálsinn frekar þrútinn, nokkuð þurr og mjög sár. Haus- verkur fylgir þessu og þó nokkrir bein- verkir virðast vera að myndast. Svona er þetta. Forsetakosningar eru á laugardaginn og er ég að spá í að taka þá stóru ákvörðun að nýta ekki kosningarrétt minn og mæta því ekki á kjörstað. Það er nokkuð langt frá því að ég fari að kjósa heigulinn hann Ólaf Ragnar og enn lengra frá því að ég veiti Baldri eða Ástþóri atkvæði mitt. Ég ætla reyndar ekki að gera eins og sumir, að fara og skila auðu, vegna þess að það er nálægt því að vera það asnalegasta sem ég veit. Mér finnst það að mæta ekki vera meiri fratyfirlýsing yfir framboðskosti heldur en að bambast á kjörstað og krossa ekki við neitt, eyða þar með ó- þarfa pappír og bleki. Það er ekki gott. Ólafur Björnsson, a.k.a. Óli Bjöss. http.Hwww.simnet. is/jeremy/ ÉG KOMST INN. 26. júní 2004 - 14:23 ÉG KOMST INN t MAI!!! :):):):) Ég er svo ánægð!!!!!!! Það er ekki eðlilegt! Pabbi hringdi á föstudaginn í MA og spurði bara því það var ekki komin nein tilkynn- ing eða neitt!!! En það kemur held ég á mánudaginn eða þriðjudaginn! 11 En kon- an sagði pabba bara að ég hefði komist inn..! ég er svo ánægð!! I! Og líka ógeðslega þreytt!!! Sko það voru gestir hjá mér í gærkvöldi og langt fram á nótt...Það voru Maggi Palli, Maggi og Tommi! Við vorum að horfa á hryllings- mynd!!! Og það var svo fyndið hvað Maggarnir voru hræddir..;);) hehe en svo ætlum við Agnes að horfa á margar myndir í kvöld og borða mikið af nammi til að fagna því að ég hafi komist inn í MAMI! Hún er líka að reyna að fá mig í sund núna en ég nenni ekki!!!! En alla- vega þá ætla ég að fara á fætur...skrifa meira seinna ef þið skrifið í gestabók- ina...:) Erna Valborg Björgvinsdóttir h ttp://www. folk. is/gella88/ Herbergi óskast FSN óskar eftir að leigja herbergi fyrir ljósmóður þriðju hverja helgi. Upplýsingar gefa Regína rekstrarstjóri í síma 470 1444 eða Guðrún hjúkrunarstjóri í síma 470 1451. Hús Gunnars Gunnarssonar skálds Ceiltre of Clllture ■ Kulturzentrum ■ MAL - opnuð lau. 3. júlí og stendur til 25. júlí Sýning um Gunnar Gunnarsson skáld og Svavar Guðnason listmálara, Austfirðingana tvo sem sigruðu heiminn, hvor með sinni listsköpun. Sýningin er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar og Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og nýtur styrks frá Menningarráði Austurlands og Nýsköpunarsjóði námsmanna. I skuggsjá fortíðar — valdir munir frá Þjóðminjasafninu Merkir gripir úr austfirskum kirkjum, s.s. róðukross frá Klyppstað. Petra Gimmi - sýnir í gallerí Klaustri 1.7. - 14.7. Jón Hnefill Aðalsteinsson — „Táningur utan úr Tungu“ - fyrirlestur um Hrafnkelssögu laugardaginn 3. júlí kl. 17.00 Fornleifauppgröftur klausturrústa á Kirkjutúni Opið alla daga kl. 10-18 til kl. 22 mið. og lau. í júlí Annars eftir samkomulagi Aðgangseyrir kr. 500 Leiðsögn innifalin Veitingastofan Klausturkaffi • Hádegisverðarhlaðborð alla daga • Kaffihlaðborð alla eftirmiðdaga • Kvöldverðarhlaðborð mið. og lau. í júlí Hópar geta pantað þjónustu utan hefð- bundins opnunartima. Sími 471-2992. Frítt fyrir 16 ára og yngri ------mi GUNHARSSTOFNUN www.skriduklaustur.is Stofnun Gunnars Gunnarssonar Sími 471 2990 • Fax 471 2991 Veitingastofa/Café 471 2992 klaustuK«)skriduklaustur.is Sameinuð nú stöndum vér! Nú mun það vera fremur ljóst að ekkert verður af sameiningu þeirra ijögurra sveitarfélaga á Héraði, er hugmyndir voru uppi um að sam- eina í eitt sveitarfélag, það land- mesta á Islandi öllu, og kosið var um samhliða títtneíndum forseta- kosningum er fram fóru s.l. laugar- dag. Eitt af þessum ijórum sveitar- félögum, nánar tiltekið Fljótsdals- hreppur, hafnaði sameiningu við hin þrjú, Austur-Hérað, Norður-Hérað, og Fellahrepp. Sumum kannski til einhverrar gremju verður að þessu sinni ekki hægt að draga Fellamenn til ábyrgð- ar og kenna þeim um að sameining- arhugmyndir þessar gengu ekki eft- ir. Er mér enn í fersku minni, sú angist og sá múgæsingur er skapað- ist þegar Fellamenn felldu áform þau, er hljóðuðu upp á sameiningu Austur-Héraðs og Fellahrepps sam- fara seinustu alþingiskosningum. í kjölfar þeirra úrslita upphófst dramatísk orrahríð, leidd áfram af þröngum hópi fólks, sem átti það sameiginlegt að vera biturt út í lífið og sitt nánasta umhverfi einhverra hluta vegna. Sýndist manni af við- brögðum þessa fólks að hrepparíg- urinn forni réði að stórum hluta gjörðum þess og rændi það al- mennri skynsemi og mannasiðum í þokkabót. Þá læddist einnig að manni sá grunur, að reiðin vegna höfounar Fellamanna væri einungis yfirskyn, og væri í raun áratuga uppsafnaður biturleiki út í nágrann- ana vestan fljóts, sem jafnvel hefði gengið í erfðir mann fram af manni. Fóru menn mikinn í yfirlýsingum sínum og gengu svo langt að beina hnjóðsyrðum sínum gegn börnum og gamalmennum, sem síður en svo varð mönnum til framdráttar. Ymsar hugmyndir komu fram um hvernig árangursríkast væri að hefna fyrir forheimsku Fellamanna. Ein þeirra hljóðaði meðal annars upp á það að sprengja í loft upp Lagarfljótsbrúna, svo útiloka mætti Fellamenn frá þeirri þjónustu er þeir að venju að einhverju leyti sækja austur yfir fljót ásamt svo mörgum fleirum allt frá Djúpavogi, norður að Langanesi. Láðist mönnum þó að taka það með í reikninginn að upp- haf verslunar- og þjónustu í kaup- stað þeim er Egilsstaðir heitir á ræt- ur sínar að rekja yfir í Fellin. Hvern- ig má það vera kunna einhverjir að spyrja og er sjálfsagt að rekja það hér til gamans í stuttu máli. Maður að nafni Sigurður Jónsson bóndi í Hrafnsgerði í umræddri Fellasveit, hreppstjóri Fellamanna frá 1899-1920, mun hafa verið upp- hafsmaður þeirrar hugmyndar er leiddi til þess að Kaupfélag Héraðs- búa var stofnað þann 19. apríl 1909, að Skeggjastöðum í Fellum. Arið 1945 hóf kaupfélagið síðan bygg- ingu verslunarhúss í landi Egils- staða, sem leiddi síðan eðlilega af Austfjarðaleið 477 1713 sér þá þróun að þéttbýli tók að myndast á því svæði sem í dag við þekkjum öll sem Egilsstaðakauptún. Ber mönnum því að nokkru leyti að skammast sín og þakka Fellamann- inum, Sigurði bónda Jónssyni í Hrafnsgerði, fyrir hluta af þeirri þjónustu er menn njóta góðs af í dag. Langsótt, en satt engu að síður. En nóg um það. Víkjum nú aðeins að niðurstöðum kosninganna er fram fóru á laugardaginn var. Eins og fram kom hér að framan, voru það Fljótsdælingar sem höfnuðu sameiningunni með 36 atkvæðum á móti 23. Málalok þau, voru glögg- skyggnir menn sumir búnir að sjá fyrir, í ljósi þess auðs er Fljótsdæl- ingar fá í sinn hlut, í tengslum við Kárahnjúkavirkjun. Hvort fégræðgi hafi að einhverju leyti ráðið gjörð- um þeirra á kjörstað, eða önnur há- leitari sjónarmið skal ósagt látið, en víst verðum við að trúa því að þeir hafi kosið samkvæmt sinni bestu sannfæringu. Verterþóaðþessir36 Fljótsdælingar hafi það hugfast í framtíðinni, að margur verður jú, af aurum api. A Austur-Héraði voru tillögurnar samþykktar með miklum meiri- hluta, 892 sögðu já á móti 165, sem sögðu nei. Afgerandi úrslit, en samt leiðir maður hugann ósjálfrátt að þessum 165 einstaklingum sem voru á móti. Það voru fleiri Austur- Héraðsmenn á móti sameiningu en t.d. Fellamenn sem samþykktu til- lögurnar með 151 atkvæði á móti 100. Var biturleikinn enn með helj- artak á fólki síðan Fellamenn felldu siðustu áform um sameiningu, eða bjuggu aðrar hvatir að baki? Voru þessir 100 Fellamenn sem höfnuðu þessum hugmyndum of stoltir í hjarta sínu til að samþykkja samein- ingu, og eiga kannski á því von að missa ffá sér þau fríðindi að fá ó- keypis kaffi og kökur í boði hrepps- ins á 17. júní. Fannst mönnum jafn- vel eins og seinast, að undirbúning- urinn væri ekki nægur og ekki lægi það fullkomlega ljóst fyrir hvernig ýmsum málum yrði lyktað við sam- einingu þessa. Þá samþykktu Norð- ur-Héraðsmenn með naumum meirihluta tillögurnar, 97 sögðu já, og 87 sögðu nei. Þar virtust menn skiptast í nokkuð jafnar fylkingar og erfitt að gera sér í hugarlund hvað bjó þar að baki. Mörgum spurning í þessu sambandi er ósvarað og seint munu finnast svör við þeim. En eitt liggur þó fyrir, að það er nú í höndum sveitarstjórna Fella- hrepps, Norður-Héraðs og bæjar- stjórnar Austur-Héraðs að hefja við- ræður um sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga er samþykktu hugmyndir um sameiningu. Frá mínum bæjardyrum séð er það án nokkurs vafa stórkostlegt sóknar- færi fyrir Fellamenn að sameinast hinum tveim, og stækka með því móti til muna stór-Fellasvæðið. En hvað kemur hið nýja samein- aða sveitarfélag, ef af verður til með að heita í framtíðinni? Gera má ráð fyrir því að seint verði sátt um það eins og annað í máli þessu. Ekki er t.d. hægt að kalla sveitarfélagið Fljótsdalshérað, því Fljótsdælingar eru utan við þessar þreifingar eins og staðan er í dag og sá kostur er því ekki inni í myndinni, þótt nafnið sé æði gott. Ekki finnst mér heldur vera stætt á því að hafa bæði Fljóts- dalshrepp og Fljótsdalshérað á sama svæði. En ef horft er til landfræðilegrar legu sveitarfélaganna þriggja liggur það í raun ljóst fyrir hvaða naín hentar best, og er eðlilegast af öllu. Eg útskýri það í stuttu máli á eftir- farandi hátt. Fellahreppur er mið- svæði þessara þriggja sveitarfélaga, og er mikilvægur hlekkur í því sam- bandi að skapa heild þessa svæðis. Því legg ég óhikað til að hið nýja sveitarfélag, ef samningar nást um sameiningu, eigi að heita Fella-Hér- að. Hef ég á því fulla trú að það þurfi ekki frekari útskýringa við. Góðar stundir! Eftir Huga Guttormsson, Fellaskáld. Auglýsing um starfsleyfistillögu fyrir fiskimjölsverksmiðju Síldar- vinnslunnar h.f., Neskaupstað. í samræmi við 6. gr. í I. kafla laga nr. 7/1998 um hollustu- hætti og mengunarvarnir, liggur starfsleyfistillaga fyrir fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar h.f., Hafnarbraut 6, 740 Neskaupstað, frammi til kynningar á afgreiðslutíma í Bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar, Egilsbraut 1, 740 Nes- kaupstað, á tímabilinu frá 2. júlí til 27. ágúst 2004. Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillögurnar skulu hafa borist Umhverfisstofnun fyrir 27. ágúst 2004. Einnig má nálgast starfsleyfistillögurnar á heimasíðu Umhverfis- stofnunar, http://www.ust.is/ UST Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun, stjómsýslusvið, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.