Austurglugginn - 01.07.2004, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. júlí
AUSTUR • GLUGGINN
3
Hátt verð á verslunarhúsnæði á Egilsstöðum:
Einungis Kringlan dýrari
Samkvæmt könnun Austur-
gluggans á verði verslunar- og
skrifstofuhúsnæðis er það mun
hærra á Egilsstöðum en annars-
staðar á landsbyggðinni og það var
einungis í miðbæ Reykjavíkur og
Kringlunni sem það var hærra.
Reiknað verð á fermetra á Egils-
stöðum er frá sléttum 100.000
krónum upp í 175.000 krónur þar
sem borið var niður á fasteignasíðu
Morgunblaðsins og meðalverð
þeirra átta eigna sem skoðaðar
voru er kr. 145.000 á fermetra.
Nær allt verslunarhúsnæði sem er
til sölu á Egilsstöðum virðist vera í
Níunni svokölluðu að Miðvangi 1-
3. Annarsstaðar á Austurlandi
virðist verð vera mun lægra en tek-
ið skal fram að ekki fundust marg-
ar fasteignir í þessum flokki á
fjörðum en þar virðist fermetraverð
vera á bilinu frá 40.000 - 60.000
krónur.
A Akureyri er verð mun lægra og
dýrasta verslunarhúsnæðið sem þar
fannst var verðlagt á kr. 108.000 á
fermetra en það ódýrasta kostaði
kr. 25.500. Tekið skal fram að ekki
fannst auglýst til sölu húsnæði í
Glerártorgi. Til þess að finna sam-
bærilegt verð, þarf að fara til
Reykjavíkur en í miðbænum er það
svipað og sett er upp fyrir Níuna.
Við Laugaveg er verðið innan við
150.000 krónur á fermetra en það
er eilítið hærra í Austurstræti. í
Kringlunni er verðið hæst eða allt
að 270.000 krónur.
Samkvæmt heimildum Austur-
gluggans er leiguverð í verslunar-
miðstöðinni að Miðvangi 2-4,
Kleinunni svonefndri, um 1100
krónur á fermetra og munu nokkrir
leigjendur vera á leiðinni þaðan út
vegna þess. Einn viðmælenda taldi
að til þess að standa undir slíkri
leigu, þyrfti veltu upp á a.m.k. tvær
og hálfa milljón á mánuði en hann
segist halda að fáir nái þeirri veltu
í smásöluverslun eða þjónustu.
Aðrir heimildamenn segja verslun-
arhúsnæði á Egilsstöðum standa
tómt vegna hás verðlags og þeir
óttast um afdrif litilla fyrirtækja
heimamanna. Svo vill til að mörg
þeirra eru í eigu kvenna og benda
margir á að flest ný störf sem nú
eru að verða til á Austurlandi séu
fyrst og ffemst hefðbundin karla-
störf og því sé slæmt ef konur í at-
vinnurekstri verði undir í þeirri
samkeppni sem nú er farin af stað.
Ólafía Herborg Jóhannsdóttir hjá
Fasteignasölunni Hóli á Egilsstöð-
um sem er með Miðvang 1 - 3 til
sölu, segir eigendur hafa verðlagt
húsnæðið og þeir telji það vera allt
að 170.000 króna á fermetra virði
en það er að flestra mati of hátt.
Helga Björg Ragnarsdóttir, at-
vinnu- og jafnréttisráðgjafi í Norð-
austurkjördæmi segir að miðað við
stöðuna í dag, sé það illmögulegt
fyrir smáfyrirtæki með staðbund-
inn markað að kaupa eða leigja í
miðbæ Egilsstaða. Hún óttast að
þessi fýrirtæki muni flytjast út í í-
búðarhverfin á Egilsstöðum.
Að sögn kunnugra, tók verð að
hækka þegar ný verslunarmiðstöð í
eigu Þyrpingar opnaði á Egilsstöð-
um i vor og samkvæmt upplýsing-
um frá fyrirtækinu er leiguverð þar
á bilinu frá 1120 til 1170 krónur á
fermetra. Einhver eftirspum mun
vera eftir húsnæði þar en í þe^sari
miðstöð eru m.a. Bónus, BT,
Landssíminn og Office 1. Bónus,
Síminn og BT voru áður til húsa í
Níunni en fluttu sig yfir í vor.
Erla Jónsdóttir sem rekið hefur
verslunina Hjá Erlu er að hætta í
núverandi húsnæði í Níunni vegna
þess að það hefur verið selt undir
aðra starfsemi og við leit hefur
komið í ljós að það húsnæði sem er
í boði kosti 1175 krónur á fermetra
í leigu og kaupverð er of hátt. Hún
Djúpavogsbúar vilja sameinast Héraði
- fáir vilja sameinast Breiðdalshreppi
Fram kemur á heimasíðu Djúpa-
voghrepps að samhliða forseta-
kosningu á laugardaginn fór fram
óformleg könnun í sveitarfélaginu
um hvaða sveitarfélagi kjósendur
vildu helst sameinast, kæmi til
slíks. Gefnir voru nokkrir valkost-
ir og var niðurstaðan eftirfarandi:
61% íbúa vildu sameinast Héraðs-
svæði, 14% vildu enga samein-
ingu, 8% vildu ganga í eina sæng
með Hornfirðingum, 7% þóttu
Breiðdælingar fýsilegastir, 2%
leist best á Fjarðabyggð og auðir
og ógildir seðlar vom 9%.
Það sem vekur mesta athygli er
að Austurbyggð var ekki gefin
sem valkostur og hve fáir vilja
sameinast Breiðdalshreppi en
þreifingar um sameiningu eru í
gangi á milli þess ágæta hrepps og
Djúpavogs. 199 tóku þátt í könn-
uninni og séu niðurstöður hennar
marktækar er ljóst að hugur íbúa á
Djúpavogi stendur til Héraðs.
Austur-Hérað
UMHVERFISSVIÐ
Auglýsing
tillögu að endurskoðun á deiliskipulagi svæðis fyrir
frístundabyggð í landi Úlfsstaða á Völlum, Austur-Héraði
Með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst tillaga að
endurskoðuðu deiliskipulagi svæðis fyrir frístundabyggð í landi Úlfsstaða á Völlum, Austur-
Héraði.
Deiliskipulagstillagan er endurskoðun á deiliskipulagi á sama stað, sem samþykkt var 1.8.1990,
en við það bætast 8 lóðir austan við svæðið sem fyrir var. Stærð svæðisins samkvæmt tillögunni
er tæplega 21 ha.
Skipulagstillagan ásamt greinargerð, verður til sýnis í anddyri bæjarskrifstofu Austur-Héraðs að
Lyngási 12 á Egilsstöðum frá og með 7. júlí til og með 4. ágúst 2004.
Þeir sem hafa athugasemdir fram að færa við framangreinda skipulagstillögu skulu skila þeim
skriflega til Umhverfissviðs Austur-Héraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, eigi síðar en 20. ágúst 2004.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við skipulagstillöguna innan framangreinds frests skoðast
samþykkur henni.
Egilsstöðum 24. júm'2003
Þórhallur Pdlsson
skipulagsfulltrúi
hefur ekki hugsað sér að flytja út í
íbúðahverfi en ekkert húsnæði á
skikkanlegu verði er laust henni
vitanlega í miðbæ Egilsstaða. Erla
segir fleiri eiga við sömu vandamál
að glíma, auk þess sem einhver
fyrirtæki úti í hverfum vilja komast
í miðbæinn. Henni þykir undarlegt
að verð lækki ekki við aukið fram-
boð. Erla spyr hvort framkvæmdir
á Austurlandi ætli að ganga frá
verslunar- og þjónustufyrirtækjum
í íjórðungnum og hún vill boða til
firndar með rekstraraðilum og yfir-
völdum til að ræða þessi mál á
breiðum grundvelli því þetta sé
ekki einkamál fárra heldur snerti
það flesta í fjórðungnum.
Vilhjálmur Baldursson hjá
Byggðastofnun segir að þar á bæ
ætli fólk að skoða fasteignamarkað
á Austurlandi aðallega til að kanna
áhrif hans á stofnunina og hennar
fjárfestingar i fjórðungnum. Vil-
hjálmur gat ekki svarað hvort
stofnunin gæti haft einhver áhrif á
þessa þróun né heldur hvort frá
henni kæmi ráðgefandi álit um
málið.
Tryggvi Þór Herbertsson for-
stöðumaður Hagfræðistofnunar
Háskóla Islands segir að það séu
væntingar markaðarins sem séu
þess valdandi að verð lækki ekki.
Hann telur þetta vera tímabundið
ástand því á meðan þensla er á
markaði lendi fyritæki sem ekki
eigi mikið undir sér í erfiðleikum.
Tryggvi telur að þetta muni jafna
sig út þegar framboð á húsnæði
eykst og eftirspum minnki.
Hvað sem því líður er ljóst að
mörg smáfyrirtæki eru í erfiðleik-
um vegna þessarar þenslu og óvíst
um afdrif þeirra. Flestir sem Aust-
urglugginn ræddi við, töldu þessa
þróun óæskilegan fylgifisk „góð-
ærisins” sem nú hellist yfir Austur-
land og margir spytja hvort það sé
eingöngu ætlað körlum.
bvg
Formaður bæjarráðs
ráðinn hafnarvörður
Umsækjendur um stöðu hafn-
arvarðar á Seyðisfirði em óá-
nægðir með að formaður bæjar-
ráðs hafi verið ráðinn til starfans.
Ellefú sóttu um stöðuna og í bók-
un hafnarmálaráðs um málið
segir meðal annars: „Farið var
yfir umsóknir og allir umsækj-
endur taldir hæfir. Hafnarstjóra
falið að ráða í stöðuna.” Jón
Guðmundsson sem var einn um-
sækjenda segist vera ósáttur við
ráðninguna og hyggst hann kæra
málið vegna þess að ekki hafi
verið talað við alla umsækjendur
og þeir metnir á þann hátt. Hann
telur að þeir sem gegni oddvita-
stöðum fyrir bæinn eigi ekki að
sækja um svona stöður einfald-
lega vegna þess að enginn sé
hæfur til að velja þá. Þeir um-
sækjendur sem Austurglugginn
talaði við, kváðu ekki hafa verið
rætt við sig og töldu sumir póli-
tíska lykt af málinu.
Vilhjálmur Jónsson formaður
hafnarmálaráðs vildi ekki tjá sig
um málið að öðru leyti en því að
bæjarstjóra hafi verið falið að
ráða í stöðuna. Þetta staðfesti
Adolf Guðmundsson en hann sat
fúnd ráðsins fyrir rninni hluta og
segir ráðið einungis vera urn-
sagnaraðila þegar ráðið er í und-
irmannsstöður. Hann segir ó-
heppilegt að formaður bæjarráðs
sæki um þessa stöðu því hann sé
yfirmaður hafnarstjóra sem aftur
er yfirmaður hafnarvarðar. Adolf
segir að bæjarstjóri hafi réttilega
sagst hafa ráðningarvald í þessu
tilviki en hann segist ekki vilja
ætla honum eitt né neitt. Cecil
Haraldsson forseti bæjarstjómar
segir að formaður bæjarráðs hafi
ekki verið ráðinn, heldur einstak-
lingurinn Jóhann Hansson.
Ráðningin hafi ekki verið póli-
tísk heldur hafi hafnarstjóri met-
ið Jóhann hæfastan.
Jóhann P. Hansson, formaður
bæjarráðs og nýráðinn hafnar-
vörður segir ráðninguna alls ekki
vera pólitíska. Hann segist hafa
sótt um stöðuna eins og allir aðr-
ir af því hann hafi fullnægt þeim
skilyrðum sem sett vom um það
og vill trúa því að hann hafi ver-
ið ráðinn vegna þess að hann var
hæfastur. Jóhann segist hafa rek-
ið netagerð í mörg ár og hafi því
meiri reynslu af viðskiptum við
skip en flestir aðrir umsækjend-
ur. Aðspurður hvort ekki væri
erfitt að vera bæði yfir- og und-
irmaður hafnarstjóra, sagði Jó-
hann að svo hefði einnig verið
þegar hann var kennari á Seyðis-
firði.
Ekki náðist í Tryggva Harðar-
son bæjar- og hafnarstjóra sem er
í sumarleyfi.