Austurglugginn


Austurglugginn - 01.07.2004, Blaðsíða 10

Austurglugginn - 01.07.2004, Blaðsíða 10
10 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 1. júlí MENNING \ LISTIR Umsjón: jonknutur@agl.is Humarhátíð í 11. sinn Humarhátíð á Hornafirði hefst í kvöld kl.20:00 með tónleikum i Nýheimum og svo er bara stanslaust ijör fram á sunnudagskvöld. Jón Krist- jánsson, heilbrigðisráðherra setur hátíðina formlega kl. 20:00 á föstudagskvöld en allt of langt mál yrði að telja upp hér hvað er í boði en hægt er að fullyrða að allir finna eitt- hvað við sitt hæfi. Römm er sú taug... ...nefnast skáldakvöld á Vopnafirði sem verða haldin miðvikudagskvöldið 7. júlí og fimmtudagskvöldið 15. júlí næstkomandi í Kaupvangi. Fyrra kvöldið er tileinkað þeim Jónasi og Jóni Múla Arnasonum og Kristjáni Jóns- syni fjallaskáldi. Djasskvartett með Ragnheiði Gröndal inn- anborðs leikur og syngur en meðlimir hans eru allir nýút- skrifaðir úr djassdeild FÍH sem Jónas átti einmitt þátt í að stofna. Ragnheiður Asta Pét- ursdóttir segir frá, Halldóra M. Pétursdóttir og Unnar G. Unn- arsson leiklesa úr handrimm Kristjáns fjallaskálds og leika þátt úr síðasta leikriti Jónasar sem sett var á fjalirnar. Seinna skáldakvöldið verð- ur til nánari umfjöllunar í næsta Austurglugga. Sól á rauðum kjól Myndverkamaðurinn „gjess” eða Guðjón Sigvalda- son, betur þekktur sem leik- stjóri sýnir myndverk sín í Pakkhúsinu á Höfn á Humar- hátíð um helgina og stendur sýningin „Sól í rauðum kjól” uppi fram til 25. júlí. Guðjón er Hornfirðingum að góðu kunnur, hefúr leikstýrt þeim mörgum og m.a. farið fyrir götuleikhúsi staðarins. Hann nam myndlist við Myndlistar- skóla Reykjavikur á sínum yngri árum en verk hans að þessu sinni eru öll unnin í ol- íupastel á dagblaðapappír sem gulnar og stökknar með tíman- um og eru þessi verk því í stöðugri þróun án frekari af- skipta listamannsins. Lúta og fleira óvenju- legt í Nýheimum í kvöld kl. 20:30 flytja sænskir tónlistarmenn tónlist frá endurreisnartimanum i Nýheimum, Höfn í Horna- firði. Þessi tegund tónlistar heyrist ekki ofit á Austurlandi en þau Annette Taranto, messosópran, Sven Aberg sem spilar á lútu og vihuela og Björg Ollén sem spilar á þver- flautu spila fyrir austfirðinga af lífi og sál en reynt er að hafa hljóðfærin sem líkust uppruna sínum og tekur því tónlistin mið af því og verður mun persónulegri en ella. Súellen á Southfork á ný Söguleg ferð er að heljast hjá þeim félögum í hljómsveitinni Súellen frá Neskaupstað, sem vonandi verður ekki ferð án enda eins og nýjasta plata þeirra heitir. Meðlimir hljómsveitarinnar þeir; Guðmundur R. Gíslason, Steinar Gunnarsson, Jóhann Geir Árna- son, Bjami Halldór Kristjánsson og Jón Hilmar Kárason ætla að heimsækja borgina Dallas i Texasíylki í Bandaríkjunum og fara út á þjóðhátíðardaginn sjálf- an 4. júlí. Með í for verða makar þeirra sem og myndatökumaður sem ætlar að skrá ferðina frá upp- hafi til enda og úr því efni verð- ur til heimildamynd sem sýnd verður á Skjá einum í haust. Að sögn Guðmundar verður farið að Southfork „heimili” gömlu Dallas-þáttanna og til stendur jafnvel að hitta Lindu Gray sem lék Sue Ellen í þáttunum, en við- ræður standa nú yfir við umboðs- mann hennar. Einnig spila þeir sem gestahljómsveit á „einhverj- um stórtónleikum” þann 10. júlí. „Þetta verður svona skemmti- og tónlistarferð” segir Guðmundur aðspurður um væntingar þeirra til fararinnar. „Við förum í stúdíó og tökum upp tvö lög með upptöku- stjóra sem hefur unnið með heimsfrægum nöfnum, meðal annarra hljómsveitinni King Di- amond, gítarleikara Guns’N’ Roses ofl.” Segist Guðmundur Eins og sést á þessari mynd tóku þeir félagar upp ameríska háttu um 1990 en þá haettu þeir að nota hamar og sigð i nafninu sínu. Jón Hilmar Kárason var ekki kominn í sveitina þarna en fyrir- rennari hans sem komst því mið- ur ekki með þeim til Dallas heitir Ingvar Lundberg. Talið frá vinstri: Bjarni Halldór, Guðmund- ur, Ingvar, Jóhann og Steinar. vonast til að lögin verði þar af leiðandi með amerísku rokksándi frekar en íslensku poppsándi eins og svo algengt er þessa dagana. Við ákváðum að trufla ekki leng- ur þar sem allt er á fullu við æf- ingar á tónlist og samningu sjón- varpshandrits en komum því að að lokum að leit stendur yfir að kostunaraðilum vegna sjónvarps- þáttarins en þeir Qármagna ferð- ina annars alfarið sjálfir. Suðræn sveifla á Djasshátíð Djasshátíð Egilsstaða fór vel fram að venju en mæting nú var mun meiri en í fýrra. Að sögn Garðars Harðarsonar, blúsara á Stöðvarfirði sem tók virkan þátt í hátíðinni, voru skemmtikraftarnir ánægðir með austfirska áhorfend- ur. „Þetta gekk bara vel upp í alla staði og mér sýndist áhorfendur hafa skemmt sér konunglega líka. Það er alveg klárt mál að það verð- ur hátíð að ári,” sagði hann. Austurglugginn var viðstaddur tónleika Tómasar R. Einarssonar og hljómsveitarinnar Havana og leyndi sér ekki að suðræn sveifla fer vel ofan í Austfirðinga. Þessi sjö manna hljómsveit tók lög af síðustu tveimur skífum Tómasar, Kúbanska og Havana, í lok tón- leikanna misstu áhorfendur stjórn á sér og dönsuðu af miklum krafti enda spilagleðin smitandi. Tryggvi Ólafsson á spjöld sögunnar Helgi Guðmundsson er um þessar mundir að skrifa ævisögu Tryggva Olafssonar listmálara og lífskúnstners frá Norðfirði. Við hringdum í Helga og forvitnuð- umst um hvemig gengi. „Já, ég er búinn með handritið og það er í prentvinnslu en stefnt er að því að gefa bókina út þann 18. september næstkomandi” segir Helgi og lætur vel af samvinnu þeirra Tryggva enda þekkjast þeir úr uppvextinum á Norðfirði sem er einmitt grunn- ur bókarinnar að mörgu leyti, en í henni eru minningar Tryggva úr bernsku stór hluti. Farið er aðeins út í líf foreldra Tryggva og þeirra aðstæður, aðdraganda þess að Tryggvi gerist listmálari í Kaup- mannahöfn og margt fleira sem allt of langt mál yrði að rekja hér. Helgi segist oft fá spurninguna „hvernig bók er þetta?” og besta svarið við því sé einfaldlega að hún sé „þjóðlegur fróðleikur þegar allt kemur til alls”. Bókin verður hátt á þriðja hundrað síður, þar af Mikil innlifun á sviðinu og stutt var i rommflöskuna hjá þessum. Þessi mynd kom frá Vilhjálmi á Brekku og hefur það framyfir margar aðrar myndir hjá okkur að líklega er búið að nafngreina einn á myndinni en það er Karl Long sem stendur lengst til hægri. Ekkert er þó öruggt í þessum málum og biðjum við alla þá sem geta lagt okkur lið að hafa samband við Dfsu hjá Héraðsskjalasafni Austurlands í síma 471-1417 eða okkur hjá Austurglugganum í síma 477-1750. Einnig mættu nokkrir suður-evr- ópskir verkamenn frá Kárahnjúk- um á tónleikana og fór ekki milli mála að heimþráin kviknaði í hjörtum þeirra þegar þeir hlustuðu á tónlistina. Árni isleifs, guðfaðir djassins á Austur- landi. um 140 ljósmyndir og um 30 lit- myndir af verkum Tryggva frá upphafsárum hans sem listamanns en gaman er að geta þess að í ár á hann 50 ára starfsafmæli sem list- málari ef miðað er við elstu mynd- ina í Tryggvasafni í Neskaupstað sem er frá fermingarárinu hans. Þeim sem vilja kaupa bókina í for- sölu og þar með láta skrá sig á spjöld hennar er bent á að hafa samband við Mál og Menningu sem gefur bókina út.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.