Austurglugginn


Austurglugginn - 01.07.2004, Page 12

Austurglugginn - 01.07.2004, Page 12
Heimasíða Hitaveitu Egilsstaða og Fella www.hef.is www.sparnor.is SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR - fyrir þig og þína - Ekki er ráð... Framsýni Fáskrúðsfirðinga lætur ekki að sér hæða því í Ijós hefur komið að ástæða þess að nýja bæjarbryggjan stendur næstum því á þurru landi, er sú að búist er við hækkandi yfirborði sjávar á næstu árum vegna bráðnunar jökla. Þvf tók hafnarnefnd þá á- kvörðun að bryggjan skyldi standa að mestu á þurru því eftir tuttugu ár mun verða við hana tíu metra dýpi. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum, mun næsta bryggja á Fáskrúðsfirði verða byggð áföst við félagsheimiiið Skrúð. Fimmtudags- SPURNINGIN Pétur Óskarsson - smiður Pétur, kaust þú Ólaf Ragnar Grímsson forseta? „Já, hann stóð við það sem hann lofaði og þá stend ég við mitt." Pétur Óskarsson í Neskaupstað er annálaður ihaldsmaður en sögu- sagnir hafa verið á kreiki um að hann sé að breytast úr Davíðs- manni i Ólafsmann. NÚ ER TÆKIFÆRIÐ SUMARFATNAÐUR Bolir frá 990,- Gallabuxur frá 4.490 Jakkar frá 4.990 Jakkaföt frá 18.990 Reiðhjól. Tilboð VERSLUNIN iSKÓGAR: Sími 471 1230 Dynskógum 4 Egilsstöðum Frímúrarar á Austurlandi byggja á Egilsstöðum: Iðnaðarmönnum ekki fjölgað í reglunni Þenslan á Austurlandi virðist ná inn í öli skúmaskot og frí- múrarar á Austurlandi byggja sér nú nýtt félagsheimili að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum sem verður tekið í notkun á næsta ári. Einar Rafn Haraldsson sem er í forsvari fyrir regluna segir þetta ekki tengjast þenslunni. Iðnaðarmönnum hefur t.d. ekki fjölgað þó þeir þyki góðir til sjálfboðavinnu. Frímúrarar á Austurlandi voru áður með heimili að Miðási 11 á Egilsstöðum og deildu þar hús- næði ásamt Malarvinnslunni. Ein- ar Rafn þvertekur fyrir það að flutningur í nýtt húsnæði tengist hinni margumtöluðu þenslu eystra. „Ekki nema þá kannski þannig að Malarvinnslan þurfti meira pláss og keypti okkar hluta sem hentaði okkur vel því við vildum vera í sérbýli,” segir hann í samtali við Austurgluggann. Eins og þekkt er eru húsakynni frímúrara oft á tíð- um stórfengleg og fullyrðir Einar Rafn að engin undantekning verði þar á hér eystra. „Þetta verður verulega glæsilegt,” segir hann. „Við reiknum með að taka húsið í notkun einhvern tímann á næsta ári og verðum að vinna í þessu í vetur.” „Það eru þá væntanlega ein- hverjir múrarar í reglunni?” spyr blaðamaður. „Jújú,” svaraði Einar Rafn og bætti við að í reglunni séu menn úr öllum stéttum. Tveir fyrir einn? Eins og áður sagði tengist þessi húsasmíði frímúraranna ekki þenslu á Austurlandi og hefur ekki orðið nein veruleg aukning í fé- lagsskapnum á Austurlandi en stúkan heitir Vaka. „Ég get ekki sagt þér hvað við erum margir en þetta eru nokkrir tugir og það fjölgar ekki hrattút- skýrði Einar Rafn. Einn heimildar- manna blaðsins fullyrti að iðnaðar- mönnum hefði fjölgað hratt og ör- ugglega í reglunni á Akureyri þeg- ar þar var byggð ný stúka fyrir nokkrum árum. „Þeir þóttu góðir í sjálfboðavinnunni,” sagði hann. Þetta mun þó ekki vera raunin hér á Austurlandi að sögn Einars Rafns, þ.e. að fjölgun hafi orðið á iðnaðarmönnum í reglunni eystra. Annar heimildarmaður blaðsins í Neskaupstað sem vildi heldur ekki láta nafns síns getið af ein- hvetjum ástæðum taldi, ólíkt Ein- ari, að það hefði verið fjölgun und- anfarið. „Mér hefur fundist það allavega hér í bæ,” sagði hann. „Enda er það svo að í svona félags- skap vilja menn yngja upp og und- anfarin ár hefur mér þótt vera svo- lítill tveir fyrir einn bragur á þessu hjá þeim.” Engin samfélagsvöktun Kjörorð stúkunnar á Austurlandi er „Höldum vöku vorri”. Blaða- maður spurði því Einar Rafn hvort frímúrarar á Austurlandi myndu stunda einhvers konar samfélags- Einar Rafn Haraldsson: „Við skiptum okkur ekki af stjórnmálum eða lands- málum yfirleitt." vöktun í fjórðungnum á meðan þessar miklu framkvæmdir standa yfir. Svaraði hann því neitandi: „Við skiptum okkur ekki af stjórn- málum eða landsmálum yfirleitt. Það er þá bara persónulegt framtak einhverra sem eru í reglunni. Við höfum lagt fé til góðgerðarmála í formi styrkja en við erum ekkert að auglýsa það.” Margir eru þó tortryggnir út í regluna og skýrist það vafalítið af þeirri leynd sem hvílir yfir fund- um hennar. Ef maður slær inn orð- ið “freemasons” á leitarvélum á internetinu kemur orðið “con- spiracy” eða samsæri hvarvetna NYKOMIÐ Lego stuttbuxur og bolir ELEMENT EOMkSt DIESEL í i * þ) sími 477 1224 Hafnarbraut 4, Neskaupstað Glæsilegt verður nýtt hús frimúrara. Eins og sést eru engir gluggar á viðbygging- unni enda viija þeir vera soldið út af fyrir sig. Einar Rafn segir að það sé ekkert leyndarmál hverjir séu í reglunni. Við tökum hann þvi á orðinu... Ágúst Ármann Þorláksson, skólastjóri í Neskaupstað Þorgrímur Þorgrímsson, rennismiður í Neskaupstað Steinar Gunnarsson, varðstjóri í Neskaupstað Ásmundur Ásmundsson, fasteignasali á Reyðarfirði Vilhelm Benediktsson, framkvæmdastjóri á Egilsstöðum Jónas Þór Jóhannsson, sveitarstjóri Norður-Héraðs Sigurður Aðalsteinsson, óðalsbóndi á Vaðbrekku Jóhann Sæberg Helgason, vélvirki á Reyðarfirði og faðir Helga Seljan blaðamanns. Vitaskuld eru þeir miklu fleiri og taka skal fram að umsækjandi I Frímúrara- regluna á l'slandi þarf að hafa náð 24 ára aldri, játa kristna trú, vera sjálfráð- ur eigna sinna og hafa óflekkað mannorð. Og siðast en ekki sist þarf hann að vera kall. upp. Með öðrum orðum: Sumir telja frímúrara þátttakendur í því á mörgum sviðum. Einar Rafn haf- nar þessu: „Það er af og frá,” segir hann. „Við leggjum áherslu á mannrækt sem byggð er á kristi- legum grunni. Við eigum auðvitað okkar stundir og þær viljum við eiga í einrúmi. Þetta er ekki leyni- félag og það er ekkert leyndarmál hverjir eru þarna.” „Sumir hafa viljað tengja þetta djöfladýrkun og svo eru uppi hug- myndir um alls kyns skrítna siði sem tengjast innvígslunni s.s. flengingar,” sagði blaðamaður þá. „Neinei,” sagði Einar Rafn poll- rólegur en kannaðist þó við þessa umræðu. „Þetta eru bara bábiljur. Hvar heldur þú að svona lagað myndi þrífast í nútímasamfélagi? Ég er allavega ósár á afturendan- um.” jonknutur@agl. is SAMKAUP Verslið þar sem EGILSSTÖÐUM úrvaUð er... Opið ...allt í einni ferð mánud. - föstud. 9-19 wz/jmmm laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 EGILSSTÖ9UM TM-Öryggi Sameinaðu allar tryggingar á fyrir fjölskylduna einfaldan og hagkvæman hátt. www.tmhf.is ÖRYGGI Heildarlausn íflutningum EIMSKIP GREIÐ LEIÐ - á rértrí leíð Eskifjörður 476 1800 • Neskaupstaður 477 1190 • Egilsstaðir 471 1241 Seyðisfjörður 472 1 600 • Reyðarfjörður 474 1255 www.eimskip.is www.flytjandi.is

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.