Austurglugginn - 12.08.2004, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 12. ágúst
AUSTUR • GLUGGINN
9
EFNIÐ y ANDINN
Þar sem matgæðingurinn barst ekki í tæka tið, hleypur
Björgvin Valur Guðmundsson blaðamaður Austurgluggans i skarðið.
ACatgæðingur
VIKUNNAR
ofnbaíaðar tíjúfifínaabrínaur
1‘B‘BO^sósu
4 kjúklingabringur
1 flaska Hunt's BBQ sósa að eigin vali
1 poki Kasjú hnetur
Kjúklingabringurnar eru brúnaðar á pönnu og í lok steikingar eru þær
penslaðar með BBQ-sósu og steiktar i tvær mínútur til viðbótar.
Síðan er þær lagðar í eldfast mót og afgangurinn af BBQ-sósunni þynntur
til helminga með vatni og hellt yfir. Steikist i 200° heitum bakarofni í um
það bil eina klukkustund en 15 mínútum fyrir lok steikingar er hnetunum
stráð yfir (ekki nauðsynlegt að nota allan pokann og minnt er á að
sumir þjást af hnetuofnæmi en þá ber að sleppa hnetunum).
íPönnusteíliturpastaréttur
meðgrœnmetí
1 poki tortellini pastakoddar (með osti)
grænmeti að eigin vali - tilvalið að nota afganga úr ísskápnum.
4 msk. matarolía
slatti af rifnum osti (tvær lúkur ca.)
Sjóðið vatn og látið pastað út í þegar suðan kemur upp. Slökkvið undir
pottinum eftir fimm mínútna suðu, látið standa í heitu vatninu í tíu mínútur
og látið síðan vatnið renna af í sigti. Hitið olíu á pönnu og steikið
grænmetið þar til það mýkist. Bætið pastanu út í og steikið áfram
uns pastað brúnast. Stráið síðan rifnum osti yfir og látið bráðna.
‘Djúpsteífitar
franskar liartöffur
ca. 600 gr, franskar kartöflur
Djúpsteikið kartöflurnar þar til þær verða stökkar.
Með þessu má drekka nær hvað sem er - vatn, mjólk, gos bjór eða rauðvín.
Ef ekki væri um að ræða íhlaupamatgæðing að þessu sinni, myndi ég skora á
Jónas Ólafsson skólastjóra og meistarakokk á Stöðvarfirði að vera næstan.
hagyrðinga
Heil og sæl í Hagyrðingahom-
inu.
Teitur J. Hartmann var búsettur á
Norðfirði um árabil. Hann orti
svona um áramótin í áramótabæn
sinni:
A kyrrlátu gamlárskveldi
kraup ég og úthellti tárum,
ég þakkaði góðum guði,
hans gjafir á liðnum árum.
En svo varð ég hræddur og
hissa,
Ég hafði þá steingleymt því
besta
i þessari þakkargjörð minni,
en það var að minnast á presta.
Egill Jónasson frá Húsavík yrkir
svo um stuttu tískuna:
Stutta tískan steðjar að,
Stafar af henni ljóminn.
Forðum dugði fíkjublað,
Fyrir helgidóminn.
Teitur Hartmann var mikill
skákmaður. Sat hann eitt sinn að
tafli við lækni. Læknirinn var að
verða mát en gat dregið það með
því að fórna manni. Þá sagði Hart-
mann:
Þig hefur offrun þessi blekkt,
það verð ég að segja.
Mikið var það læknislegt,
að láta manninn deyja.
Blindskák
Vonda ástandið versnar óðum,
— það villast margir af landsins
sonum -
Ég tæmi glasið og tala í ljóðum
Og tefli blindskák í fjármálon-
um.
Hartmann hafði dottið í á, kom-
ist upp úr en sofnað á bakkanum:
Þetta höfuð þungt sem blý,
þræðir krókavegi.
Maður dettur ekki í
ána á hverjum degi.
Óskctr Björnsson Neskaupstað
Jónas Þór Jóhannsson er sveitarstjóri Norður-Héraðs en ákveðið hefur verið að sameina sveitarfélagið Austur-Héraði og
Fljótsdalshreppi. Ekki eru allir þar í sveit sáttir við það og miklar deilur hafa risið manna á meðal vegna þess. Því er Jónas
kannski ekki öfundsverður af starfi sínu þessa dagana. Jónas var eitt sinn framkvæmdastjóri ÚÍA en hefur einnig starfað
sem vörubílaútgerðarmaður og tekið sér fleira fyrir hendur. Hann þykir liðtækur harmónikuleikari og hefur leikið með fjölda
hljómsveita á Héraði.
Nafn: Jónas Þór Jóhannsson.
Aldur: Ég er fæddur 11. júlí 1949
Fjölskylduhagir: Ég er giftur og
konan mín heitir Alda Hrafnkelsdóttir.
Ætt og uppruni í stuttu máli: Ég
er fæddur á Egilsstöðum og foreldrar
mínir eru Jóhann Magnússon bóndi
og móðir mín var Guðlaug Þórhalls-
dóttir en hún er látin.
Starf: Sveitarstjóri Norður-Héraðs.
Uppáhalds
- bókin: íslandsklukkan.
- platan: Ætli það sé ekki Machine
Head með Deep Purple. Uppáhals
lagið mitt er hinsvegar Child in Time
með sömu hljómsveit.
- kvikmyndin: Dansað við úlfa er
ein skemmtilegasta mynd sem ég hef
horft á.
Mottó: Það er alltaf gaman.
Hvað er það neyðarlegasta sem
þú hefur lent í? Ég læt þessu ó-
svarað.
Kostir: Ég held ég sé yfirleitt nokkuð
duglegur og glaður.
Gallar: Minn stærsti galli er að taka
hlutina of nærri mér stundum.
Grafskrift að eigin vali: Hann
gerði ávallt sitt besta.
n
' | ií