Austurglugginn - 12.08.2004, Side 12
Heimasíða Hitaveitu Egilsstaða og Fella
www.hef.is
Leyfðu okkur að þjóna þér
Ferðaskrifstofa Austuriands
Sími 471 2000 - www.fatravel.is
Stoltenberg til Seyðisfjarðar
Sækir kraft í kosningabaráttu til austfirskra fjalla
Svo gæti farið að Jens Stolten-
berg fyrrum forsætisráðherra
Noregs og Ieiðtogi norskra jafn-
aðarmanna muni verða gestur
Norskra daga á Seyðisfirði
næsta sumar. Össur Skarphéð-
insson, formaður Samfylkingar-
innar, hafði milligöngu um
heimboðið til Stoltenbergs eftir
beiðni frá Tryggva Harðarsyni,
bæjarstjóra á Seyðisfirði.
„Við erum héma á ferðalagi við
Einar Már Sigurðarson og ætlum
að heimsækja fólk á Héraði, Reyð-
arfirði og Scyðisfirði,“ sagði Össur
Skarphéðinsson í samtali við Aust-
urgluggann. Hann var þá staddur á
Seyðisfirði þar sem hann færði
Tryggva Harðarsyni fréttirnar af
hugsanlegri heimsókn Jens Stol-
tenbergs á Norska daga að ári.
„Stoltenberg kom oft til íslands á
árum áður, m.a. með föður sínum
sem var á þeim tíma utanríkisráð-
herra og lét vel af þeim ferðum sín-
um svo hann tók vel í að koma hér
að ári ásamt konu sinni og heilsa
upp á Seyðfirðinga á Norskum
dögum,“ sagði Össur þá tiltölulega
nýkominn af fundi úr Viðey ásamt
forystumönnum jafnaðarmanna-
flokka á Norðurlöndunum.
Bestu vinir í Viðey
í grein í DV á mánudag var fjall-
að um fundinn og ekki síst hversu
vel hefði farið á með „krötunum“ í
Viðey og það meðal annars haft
eftir þeim að „þeir yrðu allir for-
sætisráðherrar von bráðar“. Stol-
tenberg var eins og kunnugt er for-
sætisráðherra í Noregi og segir
Össur heimsókn Stoltenbergs til
Fimmtudags-
SPURNINGIN
Björgólfur Jóhannsson
- forstjóri Síldarvinnslunnar I
Neskaupstað
Björgólfur, ertu á leiðinni
á sjóinn?
„Nei, ég er ekki leiðinni á sjó-
inn."
Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar
verzlunar eru skipstjórar á skipum
Sildarvinnslunnar með hærri laun
en forstjórinn. Ekki er þó víst að
laun Björgólfs myndu hækka við
að fara á sjó, þvi kannskiyrði hann
ekki skipstjóri - kannski bara
kokkur.
1 1 1 I 1 í
Seyðisfjörður Jens Stoitenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, hefur boðaða komu sina á Norska daga að ári. Norsk-
ir dagar hefjast nú í vikunni.
Jens Stoltenberg Sækir kraft i kosn-
ingabaráttu til seyðfirskra fjalla að ári
sem gestur Norskra daga.
Bæjarstjórinn á Seyðisfirði Hafnfirski kratinn er hæstánægður með að fá heim-
sókn gamals vinar sins Stoitenberg
Seyðisfjarðar að ári vera lið í því
að safna kröftum fyrir kosninga-
baráttu sem hann og flokkur hans
fara haustið eftir.
„Já, hann ætlar að sækja sér
kraft til seyðfirskra fjalla áður en
hann fer í slaginn og vinnur þar
vonandi stórsigur,“ segir Össur
sigurviss fyrir hönd félaga síns.
Gamall vinur
bæjarstjórans
„Já hann er búinn að boða komu
sína hingað,“ sagði kampakátur
Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri á
Seyðisfirði, aðspurður um hvort
rétt væri. Tryggvi og Jens Stolten-
berg eru ekki alls ókunnir hver
öðrum enda sátu þeir um tveggja
ára skeið saman í stjórn ungra
jafnaðarmanna á Norðurlöndum,
„fyrir of mörgum árum síðan,“ að
sögn Tryggva. Þar var og með
þeim í stjórn Anna Lindh heitin,
sem myrt var í Stokkhólmi fyrr á
þessu ári - þá utanríkisráðherra -
sem þótti þá vonarstjarna jafnaðar-
manna í Svíþjóð. Tryggvi segir
endanlega dagsetningu þingkosn-
inga hjá frændum vorum Norð-
mönnum geta sett strik í reikning-
inn með för Stoltenbergs hingað,
hann muni þá koma ári seinna. „Þá
vonandi orðinn forsætisráherra,“
segir Tryggvi eins sigurviss og
Össur fyrir hönd síns manns.
Ekki á leið í framboð
Tryggvi segist aðspurður um
hvort Össur sé með þessu að bæta
honum upp tapið, sem hann hlaut í
formannskosningu gegn Össuri
SAMKAUP
EGILSSTÖÐUM
Opið
mánud. - föstud. 9-19
laugardaga 10-18
sunnudaga 12-18
Verslið þar sem
úrvalið er...
...allt í einni ferð
mjissmmmi
Anna Lindh heitin Líka vinkona Tryggva.
Össur Skarphéðinsson Rígmontinn
með að hafa náð að landa Stoltenberg
til Seyðisfjarðar.
um árið þegar Samfylkingarfólk
kaus sér formann, svo ekki vera
enda sé hlýtt með þeim Össuri.
„Við erum vinir við Össur og höf-
um verið til margra ára svo það er
nú frekar þess vegna,“ segir
Tryggvi sem ítrekar að hann muni
ekki taka slaginn gegn Össuri og
Ingibjörgu Sólrúnu í næsta sinn
sem Samfylkingin kýs sér for-
mann. „Nei það biða mín næg
verkefni hér á Seyðisfirði og hér
líður mér vel,“ segir Tryggvi Harð-
arson.
Ekki náðist í Adolf Guðmunds-
son fulltrúa sjálfstæðismanna í
minnihluta bæjarstjórnar Seyðis-
íjarðar til að fá viðbrögð hans við
þessari sósíaldemókratísku heim-
sókn Stoltenbergs.
helgi@agl.is
fyrir fjölskylduna einfaldan og hagkvæman hátt.
v<r>'
www.tmhf.is | ÖRYGGI