Austurglugginn - 12.08.2004, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. ágúst
AUSTUR • GLUGGINN
3
íbúafundur á Norður-Héraði
Skorar á félagsmála-
ráðuneyti að ógilda
Frá ibúafundi á Norður-Héraði
Fjörugur íbúafundur var
haldinn á Norður-Héraði s.l. laug-
ardag. Sameining Norður-Héraðs,
Fellahrepps og Austur-Héraðs
kynnt og rædd. Fundurinn sam-
þykkti loks áskorun til félags-
málaráðuneytis um að ógilda sam-
eininguna.
Um ijörutíu manns mættu á íbúa-
fund á Norður-Héraði s.l. laugardag
þar sem sameining þriggja sveitarfé-
laga á Héraði var kynnt. Níutiu og
þrír kjósendur á Norður-Héraði
höfðu skrifað undir áskorun til sveit-
arstjómar þess efnis að haldinn yrði
íbúafundur og í kjölfar hans yrði
kosið á Norður-Héraði um hvort
sveitarfélagið ætti að sameinast
Austur-Héraði og Fellabæ. A kjör-
skrá eru 218 manns en íjögurra
sveitarfélaga sameining var sam-
þykkt í sumar með 97 atkvæðum
gegn 87. Boðað var til fundarins í
kjölfar síðasta sveitarstjórnarfundar
en ekki voru allir fundargestir á-
nægðir með dagskrá þessa fundar.
Ekki sá fundur sem
óskað var eftir
Aðalsteinn Jónsson kvaddi sér
hljóðs og taldi þetta ekki vera þann
fund sem níutíu og þrír íbúar óskuðu
eftir og vildi að haldinn yrði annar
fúndur um þau málefni sem krafist
var að yrðu rædd. Aðalsteinn var
ekki ánægður með afgreiðslu sveit-
arstjórnar á erindi þessara íbúa og
hafði eftir Guðjóni Bragasyni í fé-
lagsmálaráðuneytinu að ef tekin
væri ákvörðun um að mál færi í tvær
umræður, teldist það ekki afgreitt
fyrr en eftir þá siðari. Sem kunnugt
er, hafnaði sveitarstjórn bón íbúanna
á þeim forsendum að málið hefði
verið afgreitt endanlega við fyrri
umræðu.
I kynningu Asmundar Þórarins-
sonar á sameiningunni kom m.a.
fram að sjötíu og sex prósent íbúa
þessara þriggja sveitarfélaga hafi
samþykkt sameiningu fyrr í sumar
og því hafi samstarfsnefndin ákveð-
ið að þau skyldu sameinast. Hug-
myndir komu fram um skoðana-
könnun eða kosningu í ljósi þess að
Fljótsdalshreppur felldi þann 26.
júní en ekki hafi verið talið rétt að
kjósa aftur því á Norður-Héraði hafi
verið meiri hluti fyrir sameiningu í
bindandi kosningu þann 26. júní.
Hann sagðist ekki hafa heyrt að fólk
teldi forsendur breyttar og að í hinu
nýja sveitarfélagi sem verða mun til
þann 1. nóvember n.k. verði níutíu
og sjö prósent íbúa á Héraði. As-
mundur sagði að hugsa yrði til lengri
tíma þegar svona skipulagsbreyting-
ar ættu sér stað, eða tuttugu til þrjá-
tíu ára. Hann taldi eðlilegt að taka
þátt í þessari þróun því hún myndi
ekki stöðvast.
Alfarið á valdi sveitar-
stjórnar
Hafliði Hjarðar varaoddviti Norð-
ur-Héraðs sagði það alfarið á valdi
sveitarstjórnar að ákveða hvort farið
yrði í sameininguna eða ekki og að
sameining hafi verið á stefnuskrá
allra lista fyrir síðustu sveitarstjórn-
arkosningar og þvi hafi kjósendur
mátt vita að hverju þeir gengu. Hann
taldi sér ekki stætt á því að hafa
mælt með sameiningu í eitt og hálft
ár en kjósa svo á móti henni. Hafliði
ítrekaði að samkvæmt 91. grein
sveitarstjórnarlaganna bæri sveitar-
stjóm að meta þetta og ákveða.
„Konungur Norður-Héraðs hefur
talað,“ sagði Aðalsteinn Jónsson
þegar hann sté aftur í pontu og bætti
síðan við að viku eftir sameingar-
kosningar hafi N-listinn (sem a.m.k.
fór með meiri hluta í sveitarstjóm
þar til tveir fulltrúa hans tóku sér frí
frá störfum - insk. blaðamanns)
fundað og þar hafi fólk verið nokk-
uð sátt við að fram skyldi fara skoð-
anakönnun. Aðalsteinn benti á að
skatttekjur Norður-Héraðs hafi auk-
ist úr 46 milljónum króna í 126
milljónir á milli áranna 2002 og
2003 og taldi að þessar áttatíu millj-
ónir mætti alveg nota í sveitarfélag-
inu. Hann segist hafa trú á Norður-
Héraði.
Tillaga samþykkt
I kjölfarið spunnust Ijörugar, al-
mennar umræður þar sem samein-
garsinnar höfðu sig meira í frammi
en síðan lagði Aðalsteinn fram eftir-
farandi tillögu: „Ibúafundur á Norð-
ur-Héraði haldinn laugardaginn 7.
ágúst 2004 skorar á félagsmála-
ráðuneytið að hafna sameiningu
Norður-Héraðs, Fellahrepps og
Austur-Héraðs þar til fram hefur far-
ið á Norður-Héraði, almenn bind-
andi atkvœðagreiðsla um samein-
ingu þessara þriggja sveitarfélaga. “
Þar sem fundurinn hafði ekki ver-
ið auglýstur ályktunarbær, lét fund-
arstjóri greiða atkvæði um hvort
taka ætti tillöguna fyrir og var það
samþykkt með tuttugu atkvæðum
gegn þrettán. Fram kom frávísunar-
tillaga en hún var felld með tuttugu
og tveimur atkvæðum gegn þrettán.
Því var tillagan borin upp og sam-
þykkt með tuttugu og Ijórum at-
kvæðum gegn þrettán.
bvg
Jón á hjólinu?
- Fyrstu hjólin í Neskaupstað finnast
Hann var reffilegur kappinn
hann Jón Björn Hákonarson þeg-
ar Ijósmyndari hitti á hann árla
dags í Neskaupstað á dögunum.
Jón var að tæma geymslupláss í
Steininum, gömlu húsi í miðbæ
Neskaupstaðar, þar sem meðal
annars þessi tvö hjól var að finna.
„Mér er sagt af kunnugum mönn-
um að þetta séu fyrstu reiðhjólin
sem komu til Neskaupstaðar," sagði
Jón Björn og ljómaði allur við fund-
inn enda gamall sagnfræðinemi þar
á ferð. Hjólin og forláta kerrukjálkar
sem í geymslunni voru eru raunar
hluti af minjasafni Neskaupstaðar
sem safnað var í á árum áður þó
safninu hafi aldrei verið fundið hús-
næði undir gripina. En meðal ann-
arra muna eru munir tengdir sjósókn
og landbúnaði sem væntanlega
munu sóma sér vel í nýju safnahúsi í
miðbæ Neskaupstaðar á næstu árum.
„En funduð þið eitthvað tengt
gömlu kommunum, gleraugun hans
Lúðvíks Jósepssonar til dæmis,“
spyr blaðamaður.
„Nei þau voru ekki þama, því
rniður," svarar Jón og hlær.
„Hjólin Jón, voru þau af Möve-
gerð,“ spyr blaðamaður minnugur
þess að hafa þurft að læra kvæði um
þessa Austur-þýsku reiðskjóta sem
barn, gegn eigin vilja.
„Nei enda eru þau eldri en Austur-
þýskaland þessi. Eg er ekki klár á
Ekki Möve Jón Björn með hjólin.
Kampakétur við stýrið.
tegundinni,“ svarar Jón Björn og
þvertekur ekki fyrir að hjólin verði
jafnvel gerði upp fyrir bæjarstjóran
og frú í náinni framtíð, enda eflaust
ódýrara að gera þau upp en Packard
Bell bíl forsetaembættisins sem nú
er að verða tilbúin.
helgi@agl.is
Starfsfólk óskast
Upplýsingar veitirÁsvaldur
ísíma 4771609
Við leitum að;
hressum áskrifendum!
Áskriftarsíminn er ® 477 1571
Frá grunnskólum
Fjarðabyggðar
Foreldrar og forráðamenrt grurtnskólabarna sem eru
nýflutt, eða eru að flytja, til Fjarðabyggðar eru hvattir
til að skrá börn sín í skólana sem allra fyrst.
Símanúmer og netföng hjá skólunum eru:
Grunnskóli Eskifjarðar 476 1355 og hilmar@skolar.fjardabyggd.is
Grunnskóli Reyðarfjarðar 474 1247 og
thoroddur@skolar.fjardabyggd.is
Nesskóli 477 1124 og oliskoli@skoiar.fjardabyggd.is .
Þeir foreldrar sem ætla sér að nýta Skóladagheimilin eru einnig
hvattir til að skrá börn sin á þau. Sömu símar og netföng eru til
þess. Auglýsing með frekari upplýsingum um skólabyrjun verður
birt í næstu viku.
Skólastjórar grunnskólanna i Fjarðabyggð
Nýr Eurotrailer - Hardox malarvagn
astoðim.
3ja öxla tunnuvagn, diskabremsur, sjálfvirk og handvirk
lyftihásing, utanáliggjandi gafl, seglayfirbreiðsla, sjálfvirk
bremsa fyrir malbikunarvélar, o.fl.
Verð kr. 3.150 þús.
Nýjir og notaðir 2ja öxla vagnar væntanlegir.
Th.fldolfssonehf.
sími 898 3612
fyrir fréttaþyrsta
ferðamenn
Austur»glugginnj