Austurglugginn


Austurglugginn - 06.05.2005, Side 1

Austurglugginn - 06.05.2005, Side 1
„Það þýðir ekkert að væla endalaust Katla Steinsson fram- kvæmdastjóri Markaðs- stofunnar í viðtali. Sjá bls. 6 Austurglugginn gerir úttekt á jafnrétti hjá sveitar- félögunum Sjá bls. 7 Tónleikasumarið eystra: Valgeir Guðjóns heimsækir Austurland Sjá bls. 8 Neisti stefnir á sigur í boltanum Sjá bls. 11 Austur*glu.ggmn 17. tbl. - 4. árg. -2005 - Föstudagur 6. maí Verð í lausasölu kr. 350 Áskriftarverð kr. 1.140 á mánuði (kr. 285 eintakið) ISSN 1670-3561 Sjummöi ámæðradaginn OpiðU-16 Blómabúðin Laufskálinn Norðfirði Simi 477 1212 Austur«gluggirm LUKK'ðpOTTINN Hægt er að gerast áskrifandi í símum 477 1571 477 1750 og á www.austurglugginn.is 1962-2002 Austfjarðaleið 477 1713 Landflutningar - Samskip Kaupvangi 25 700 Egilsstaóir Sími 471 3080 Fax 471 3081 Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frá kl. 08:00-16:00 íþróttahús á Reyðarfirði: Umdeild framkvæmd Mikil andstaða er á Reyðarfirði við byggingu knatt- spyrnuhallar í bænum. Margir vilja frekar sjá hefðbundið hús rísa. Bæjarfulltrúi segir húsið opna nýja möguleika í fjórðungnum. Jón Grétar Margeirsson sem sit- ur í hverfaráði á Reyðarfirði segir tímasetningu framkvæmdarinnar vera ranga. „ Það þarf fyrst að gera bæinn byggilegan, t.d. hér á Reyð- arfirði þar sem er verið að byggja um allan bæ og ekkert klárað enn. Síðan geta menn farið að byggja svona leikföng ef menn vilja og eiga peninga.” Jón Grétar sér ekki nauðsyn þess að byggja svona hús. „Við erum að tala annarsvegar um íþróttahús og hinsvegar tvínota hús. Þeir segjast vera að byggja íjölnota hús sem ég sé ekki að gagnist öðrum en gamalmennum á göngutúrum og strákum í fótbolta.” Hann spyr hvers vegna ekki sé byggt hefðbundið hús með aðstöðu til félagsstarfsemi og líkamsræktar. „Ég hef ekkert á móti ffamkvæmd- um en tímasetningin er röng og það er verið að byggja alltof stórt yfir litla starfsemi.” Jón Grétar gerir líka athugasemdir við kostnaðinn. „Það mun kosta 55 milljónir á ári að reka húsið, þeir eru að taka 250 -300 milljónir að láni og við getum reiknað með að afborganir og rekstur verði um 80 milljónir á ári.” Eiður Ragnarsson bæjarfúlltrúi segir að lokið verði við flestar framkvæmdir á vegum bæjarins í sumar og því eigi gagnrýni um ranga forgangsröðun ekki við rök að styðjast. „Það er líka alrangt að húsið muni ekki nýtast nema fáum því dæmin annarsstaðar af landinu sýna að þetta nýtist meira en fyrir fótbolta, t.d. frjálsar iþróttir. Þetta nýtist sem sýningarhús fyrir fjórð- unginn en önnur hús hér eru of lít- il fyrir þær. Við munum líka fá í fjórðunginn knattspyrnumót allan ársins hring en það höfum við ekki séð áður. Það hlýtur að skilja eitt- hvað eftir sig.” Um þá gagnrýni að skynsamlegra væri að byggja hefð- bundið hús, segir Eiður að alltaf megi gagnrýna þá forgangsröðun en bendir á að allir bæjarfulltrúar séu sammála um þessa fram- kvæmd. Becthel leggur um 80 milljónir króna til verksins og því er þrýstingur á Fjarðabyggð að Ijúka þvi sem fyrst. „Menn gera sér alveg grein fyrir því að þetta verður dýrt í rekstri, það er ekkert leyndarmálsagði Eiður. bvg@agl.is í lendingu Fátt er skemmtilegra en að svífa um loftin blá og virða fyrir sér landslagið; jökla, fjöll, ár og dali. Þessi flugvél sem hér sést lenda á Egilsstaðaflugvelli, var að koma frá Reykjavík hlaðin farþegum og varningi. Eflaust hafa einhverjir andað léttar þegar fast land var undir fótum, þvi þótt flestir hafi gaman af þessum ferðamáta, eru þeir til sem líða vítiskvalir uppi í háloftunum. Góðar viðtökur Ellefú aðilar skráðu sig fyrir íbúðum á kynningarfundi sem haldinn var nýverið á Reyðarfirði um fyrirhugað fjölbýlishús fyrir eldri borgara. Til stendur að næsta blokk sem reist verður á Reyðar- firði, verði innréttuð með þarfir eldra fólks í huga en alls verða 28 íbúðir í húsinu. Þeir sem að þessu standa, segja viðtökur hafa verið framar vonum en fjölmenni var á fundinum og búist er við fleiri skráningum á næstunni. 65.000 tonn frá áramótum Tekið hefur verið á móti 65 þús- und tonnum af hráefni ffá áramót- um hjá fiskimjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðs- firði. Þar af hefur verið tekið á móti 42.000 tonnum af loðnu og 23.000 tonnum af kolmunna. Þessum áfanga var náð í síðustu viku og héldu starfsmenn verk- smiðjunnar upp á hann með tertu- veislu fyrir gesti og gangandi. Minnkandi atvinnuleysi Atvinnuleysi á Austurlandi var með minna móti sl. þriðjudag en þá voru 105 skráðir án atvinnu hjá Vinnumálastofnun. Að vanda voru fleiri konur en karlar án at- vinnu en þær voru 70 á móti 35 körlum. Alls voru 3.894 skráðir atvinnulausir á landinu þennan dag, 1.648 karlar og 2.246 konur. Sjáumst í Bénus á E?ilsstöðum Ódýrastir um allt land! Afgreiðslutími í Bénus é Egilsstöðum 4> ™ 1 * LU > Mánudag til fimmtudags < 12.00 til 18.30 íéiíiœut] ffi IbriiðlI Hj Föstudag 10.00 til 19.30 Laugardag 10.00 til 18.00 Sunnudag 12.00 til 18.00

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.