Austurglugginn - 06.05.2005, Blaðsíða 2
2
AUSTUR • GLUGGINN
Föstudagur 6. maí
Helgi Seljan, útvarpsmaður.
Færðu loksins að tala eins
mikið og þig lystir?
„Nei, þátturinn er bara þrír
tímar."
Helgi Seljan, fyrrum blaðamað-
ur Austurgluggans og bæjar-
fulltrúi í Fjarðabyggð, hófstörf
hjá Talstöðinni í vikunni þar
sem hann greinir þjóðfélags-
málin ásamt Helgu Völu Helga-
dóttur og Hallgrími Thorsteins-
syni. Hann þótti tala mikið á
bæjarstjórnarfundum...
Mikil umsvif í höfnum
Fjarðabyggðar
Það er mikið um að vera í höfn-
um Fjarðabyggðar það sem af er
árinu.
Alls hafa borist á land 191.000
lestir af fiski frá áramótum.Aflinn
skiptist þannig:
Bolfiskur 9200 tonn.
Frystur fiskur 27.700 tonn.
Kolmunni 30.200 tonn.
Loðna 123.400 tonn.
Frysti fiskurinn er að stærstum
hluta loðna.
Þá hafa komur ffagtskipa aukist
mikið og frá áramótum eru þær
komur orðnar 162. Bæði Eimskip
og Samskip eru með fastar áætl-
unarsiglingar til Fjarðabyggðar og
miklir flutningar eru vegna álvers
og virkjunarframkvæmda svo og
með sjávarafurðir utan áætlunar-
siglinganna. Frá þessu er sagt á
vef Fjarðabyggðar.
Sigurður Kári Jónsson
kafari í Mjóafirði og ævin-
týramaður var hress og kát-
ur þegar Austurglugginn
náði honum á línuna fyrr í
vikunni. Hann var nýkom-
inn úr kafi og var að fá sér
kaffi og sígó þegar hann
svaraði símanum. „Já, það
er sko allt fínt að frétta héð-
an úr Mjóafirði. Ég veit að
Guðleifur vinnumaður Fúsa
á Brekku var að fá sér nýja
Lödu og svo er auðvitað
sauðburður í fullunt gangi
hérna eins og við er að búast.
Af mínum persónulegu hög-
um er kannski það helst að
frétta að ég veit ekki hvert ég
ætla í sumarfrí. Á maður að
fara á Mont Blanc eða hvað?
Þetta er svo sem ekki leiðin-
legt vandamál. Niðurstaðan
verður alltaf skemmtileg,”
sagði Sigurður kafari.
W
FRETTIR
Seyðisfjörður:
Miklar skuldbindingar
bæjarsjóðs
Seyðisfjarðarbæ og Sveitarfé-
laginu Hornafirði hefur verið
gert að semja við eftirlitsnefnd
með fjármálum sveitarfélaga
um fjárhagslegar aðgerðir og
eftirlit. Nefndin hefur það hlut-
verk að fylgjast með fjármálum
sveitarfélaga og komist hún að
„þeirri niðurstöðu að fjárhags-
staða sveitarfélags er það slæm
að það hafi ekki burði til að
Ieysa vandann án utanaðkom-
andi hjálpar er nefndinni heim-
ilt að gera samning við sveitarfé-
lag um aðgerðir, eftirlit og eftir-
fylgni er leitt gæti til lausnar á
fjárhagsvanda þess,” eins og seg-
ir í reglugerð.
Cecil Haraldsson forseti bæjar-
sjtórnar á Seyðisfirði segir sveitar-
félagið ekki vera í fjárhagskrögg-
um. „Við erum með óhagstæðan
reikning fyrir sl. ár upp á um 50
milljónir króna en þar af eru lífeyr-
isskuldbindingar upp á rúmar 20
milljónir og annað eins eru vísi-
töluuppbætur, lán og annað slíkt.
Við eru ekki í greiðslufjárkrögg-
um. Það eru skuldbindingarnar
sem einhverntíma munu falla á
okkur sem eru að setja okkur i
mínus,” sagði Cecil. Bærinn var
með hátt í 30 milljónir króna í
afskriftir í fyrra en Cecil segir
rekstrarfjárstöðuna vera í þokka-
legu lagi og hann segir bæjarsjóð
standa í skilum.
Talsverð fækkun hefur orðið á
Seyðisfirði á undanfórnum árum.
Núna búa þar 728 manns en á sjö
árum hefur íbúum fækkað um 74.
Cecil segir Seyðfirðinga ekki
verða mikið vara við uppsveifluna
hér eystra að öðru leyti en því að
iðnaðarmenn frá Seyðisfirði fari
annað til að vinna. bvg@agl.is
Ársreikningur Fjarðabyggðar:
Lakari afkoma en ráð
var fyrir gert
Ársreikningur Fjarðabyggðar
var kynntur bæjarráði í síðustu
viku. Fram kom m.a. að rekstrar-
afkoma sveitarfélagsins var 32
milljónum krónum lakari en
áætlanir höfðu gert ráð fyrir en
það skýrist af því að rekstrarút-
gjöld urðu urðu 97 milljónum
króna hærri en áætlað var. Tekj-
ur urðu 44 milljónum króna
hærri en vaxtagjöld lækkuðu um
21 milljón króna. Um 29% frá-
vik er að ræða.
Andrés Elísson bæjarfulltrúi er
óánægður með ársreikninginn og
segir að reksturinn hafi farið úr
böndunum. „Það er ekki nóg að
gera rekstraráætlanir og áætla fé i
ákveðna málaflokka eins og hol-
ræsi en síðan eru verkin ekki unn-
in. Samt er farið framúr í rekstri.
Þetta hefði átt að leiða til þess að
ekki hefði verið farið framúr áætl-
unum.” Andrés segir að á fram-
kvæmdaáætlun í fyrra og hitteð-
fyrra hafi verið gert ráð fyrir fé til
verklegra framkvæmda á Eskifirði
sem enn hafi ekki verið unnar.
Guðmundur Bjarnason bæjar-
stjóri segir reksturinn vera erfiðan
á þessum umbrotatímum en vísar
því á bug að hann hafi farið úr
böndunum. Hann segir lífeyris-
skuldbindingar og laun hafa hækk-
að mikið á síðasta ári og það sé
aðal ástæða yfirkeyrslunnar.
„Rekstrarútkoma þessa reiknings
er helmingi betri en ársins á undan
þó hún sé neikvæð. Ég hef fulla
trú á að við náum tökum á rekstr-
inum á þessu ári. Þetta bara fylgir
þessum miklu ífamkvæmdum, þú
bara ræður ekki við svona hluti,”
sagði Guðmundur. Hann segir það
hárrétt hjá Andrési að ekki hafi
tekist að klára allt sem til stóð að
framkvæma. „Menn setja upp
ákveðna verkefnaskrá og sumt
klárast og annað klárast ekki,”
sagði Guðmundur Bjamason bæj-
arstjóri í Fjarðabyggð.
bvg@agl.is
Mikil umsvif eru i Fjarðabyggð en bæjarfulltrúi gagnrýnir afkomu bæjarins I góð-
ærinu. Bæjarstjórinn segir hana helmingi betri en I fyrra.
Fljótsdalshérað:
Skólastjóri tónlistarskóla hættir
Egill Jónsson skólastjóri Tón-
listarskóla Austur-Héraðs á Egils-
stöðum hefur sagt starfi sínu lausu
en sem kunnugt er hafa verið uppi
áform um að sameina skólann öðr-
um á Fljótsdalshéraði. Egill segir
uppsögn sína m.a. tengjast þessu
því á meðan ekki sé ljóst hver
framtíðarskipan mála verði, telji
hann starfsöryggi sitt ekki nægi-
lega tryggt til að flyta upp á Hérað
með ijölskyldu sina. Egill hefur
verið í ársleyfi frá Tónskóla Nes-
kaupstaðar en hann var ráðinn til
eins árs að Tónlistarskóla Austur-
Héraðs. bvg@agl.is
Blak og fótbolti til
minningar um Önnu
Jónsdóttur
Laugardaginn 7. maí nk. verður
haldið minningarmót um Önnu
Jónsdóttur sem lést í bílslysi fyrir tíu
árum síðan. Mótið fer fram í
íþróttahúsinu í Neskaupstað frá
14:00 til 16:00 og þarmun meistara-
Anna Jónsdóttir.
flokkur KR-kvenna í fótbolta taka
upp á þeirra nýbreytni að keppa í
blaki, auk fótbolta við Þróttarkonur
af öllu stærðum og gerðum. M.a.
munu stelpur í 4. flokki kvenna í
fótbolta fá tækifæri til að spila við
KR-stúlkurnar, auk þess sem félag-
ar úr liðum sem Anna spilaði með,
bæði í blaki og fótbolta hjá Þrótti og
í fótbolta hjá KR spila í mótinu.
Anna Jónsdóttir var mikill
íþróttagarpur og spilaði blak og fót-
bolta með Þrótti og síðar fótbolta
með Knattspymufélagi Reykjavík-
ur, auk þess sem hún þjálfaði yngri
flokka í knattspyrnu hjá KR. í ár
eru liðin tíu ár síðan Anna lést í
bílslysi, 21 árs að aldri. Með þessu
móti vilja félagar Önnu, bæði hjá
Þrótti og KR minnast hennar með
skemmtilegum hætti í hennar anda.
Fjórða hreinsivirkið
tekið í notkun
I síðustu viku var nýtt fjögurra
þrepa hreinsivirki við útrásir hol-
ræsakerfis við Votahvamm á Egils-
stöðum formlega tekið í notkun.
Bólholt ehf. byggði hreinsivirkið
við Melshorn, vestan við nýja íbúð-
arhverfið við Votahvamm. Þetta er
fjórða hreinsivirkið sem Bólholt
reisir á Fljótsdalshéraði og jafn-
framt það stærsta en það er gert til
Frá opnuninni.
að anna allt að 3000 manna byggð.
Auk þessa nýja hreinsivirkis við
Votahvamm eru fyrir hreinsivirki i
Fellabæ, á Hallormsstað, við Ein-
búablá á Egilsstöðum og fyrirhugað
er að reisa það fimmta við Mána-
tröð á Egilsstöðum.
WJJIIhM
Þumalinn að
þessu sinni fær
Nemendafélag
Grunnskólans á
Reyðarfirði sem
sló í gegn með leik-
ritinu Uppreisn æru sem sýnt
var 20 apríl sl. Sigurður Ingólfs-
son leiklistarrýnir skrifaði afar
jákvæða gagnrýni um leikritið í
síðasta blaði og við bætum nú
um betur því við erum ánægðir
með leiklistarlífið á Reyðarfirði
sem er að ná áður óþekktum
hæðum. Fyrst Álagabærinn og
svo þetta. Bravó!