Austurglugginn - 06.05.2005, Qupperneq 4
4
AUSTUR • GLUGGINN
Föstudagur 6. maí
Austur«gluggititi
www.austurglugginn.is
Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. Umbrot & prentun: Héraðsprent. Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Jón Knútur Ásmundsson 477 1750 - 895 9982 - jonknutur@agl.is. Blaöamaður: Björgvin Valur Guðmundsson
477 1755 - 869 0117 - bvg@agl.is. Framkvaemda- og auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir 477 1571 - 866 2398
erla@austurglugginn.is.
Auglýsingasími: 477 1571 - Fax 477 1756
Skrifstofa Austurgluggans er opin 8-4 alla virka daga. Póstfang: Hafnarbraut 4, 740 Fjarðabyggð
Sími 477 1755 - 477 1750 - frett@austurglugginn.is
GREINAR
Austurglugginn birtir aðsendar greinar. Greinarnar skal senda á netfangið jonknutur@agl.is ásamt mynd
af höfundi. Austurglugginn áskilur sér rétt til að velja og hafna og stytta greinar.
Glæpur sem
ekki fyrnist
Ég er einn þeirra 14.000 sem
skrifuðu undir áskorun til Al-
þingis þess efnis að kynferðisaf-
brot gegn börnum fyrnist aldrei.
Það gerði ég vegna þess að kyn-
ferðisleg misnotkun á bömum
er samkvæmt minni siðfræði
glæpur sem á heima í flokki
með morðum og öðrum þeim
glæpum sem valda óafturkræf-
um skaða. Ég gerði þetta líka
vegna þess að um leið og ég fyr-
irlít þá kynbræður mína sem
misnota börn, skammast ég mín
fyrir þá; ég skammast mín fyrir
að vera af sama kyni og þeir.
Karlmaður misnotar barn.
Hann neyðir það eða lokkar til
holdlegs samræðis við sig,
stundum einu sinni en oft ítrek-
að. Barnið veit ekki hvernig
það á að bregðast við þessu og
oftar en ekki þegir það. Karl-
maðurinn hótar því eða reynir
að telja því trú um að þetta at-
hæfi sé eðlilegt en barnið veit
samt alltaf að svo er ekki. Alltaf
hlýtur barnið varanlegt tjón af
misnotkun, stundum likamlegt
en alltaf sálarlegt. Ef ekki
kemst upp um svívirðuna á
meðan barnið er ennþá barn,
þróar það oftast með sér sektar-
kennd yfir því sem átti sér stað
og kennir sjálfu sér um. Það
verður ófært um að eiga eðlileg
samskipti við annað fólk þegar
það kemst til vits og ára. Lífs-
gleðin er tekin frá því.
Oftast er það einhver sem
barnið þekkir og treystir sem
misnotar það. Skyldmenni eða
fjölskylduvinur. Einhver sem
treyst er fyrir barninu og barn-
inu þykir vænt um. Þeir sem
bregðast því trausti á svo sví-
virðilegan hátt, eiga aldrei að
komast hjá refsingu sé það á
nokkurn hátt mögulegt. Þeir
mega ekki sleppa vegna þess að
brotið fyrnist á einhverjum
árum. Stundum er það nefhi-
lega þannig að fórnarlambið
segir ekki frá fyrr en mörgum
árum seinna og þá er orðið of
seint að refsa þessum viður-
styggilegu kynbræðrum minum
af þvi lögin eru úr takt við al-
mennt velsæmi.
Nú heyrist að ekki séu allir
þingmenn sammála því að
breyta lögunum. Þau rök heyr-
ast að kynferðisafbrot gegn
bömum séu misalvarleg og það
þurfi að flokka þau á þann hátt.
Talað er um muninn á því að
setja getnaðarlim í innri eða ytri
kynfæri stúlkubarns. Þarna rek-
ur mig í rogastans. Mér finnst
ekki skipta máli hvað glæpa-
maðurinn nákvæmlega gerir við
barnið - það sem mér finnst
skipta máli er að sama hvaða
kynferðislegu tilburði hann hef-
ur í frammi við barn, saklaust
barn, þá gerist hann sekur um
svo gróft afbrot að það má
aldrei fyrnast. Hann hefur
brugðist traust þess sem honum
var falið að sýna umhyggju og
vernda; hann hefur skemmt
barnssálina og fyrir það á að
refsa honum undanbragðalaust.
bvg
10 islenskar plöt-
ur sem rústuðu
lifi minu
10 Á móti sól: 12 íslensk flopplög
9 Hemmi Gunn: Frískur og fjörugur
8 Buttercup: Alt á útsölu
7 Papar: Leyndarmál frægðarinnar
6 Ýmsir: Áhöfnin á halastjörnunni
5 Austfirskir staksteinar: Danshljóm-
sveit Friðjóns
4 Helgi P: Allt það góða
3 Valur og regnúlpurnar: Reykjavík
er köld coen á íslensku
2 Ýmsirvona er sumarið 2002
1 Buttercup: Meira
Hilmar Garðarsson mússíkant rek-
ur raunasögu sína í hljómplötum á
http://www.blog.central.is/trubador
Flettiskilti og hringtorg
Góðar hugmyndir eru sjaldgæfar, svo mikið er víst,
og enn sjaldgæfara er að þær verði nokkurn tíma að
veruleika. Nú er ein slík á lofti í Fjarðabyggð en á
fundi umhverfisnefndar um daginn, var „kynnt hug-
mynd að staðsetningu flettiskiltis (auglýsinga) við að-
komu að Reyðarfirði," eins og segir í fundargerðinni.
Auðvitað er þetta snilld því flettiskilti og hringtorg
munu gera Reyðarfjörð að borg, eða ígildi borgar í
það minnsta. Góðkunningi Skotsins benti á að réttast
væri að tengja þessi tvö menningarfyrirbæri og láta
standa á flettiskiltinu: „Þú ert að koma í borg með
hringtorgi."
Hreint skólp
Héraðsmenn geta nú státað sig af hreinasta skólpi
í heimi en þeir tóku nýverið upp á því að geisla-
hreinsa úr sér þvag og saur, þannig að gerlainnihald-
ið fer langt niður fyrir viðmiðunarmörk heilbrigðis-
eftirlits. Líklega þýðir þetta á mannamáli að það sem
út í Eyvindarána rennur frá skolphreinsistöðinni, sé
hæft til drykkjar. Skotið fagnar þessu af heilum hug,
því á þessum síðustu og mestu endurvinnslutímum
var svo sannarlega komið að þessu. Það er gott til
þess að vita að nú er hægt að leggjast hvar sem er á
bakka Eyvindarár og bergja á tæru og fersku vatni.
Nema einhver asni pissi beint í ána.
Peningalykt
Kunningi að sunnan sem kom í heimsókn nýverið,
sagðist ekki myndu hafa verið í vandræðum með að
útiloka nokkur þorp hefði hann verið á þeim buxun-
um að versla sér íbúð á meðan á stuttri dvöl hans
stóð. Þetta vakti
undrun því þrátt fyrir
hvatvísi okkar gátum
við ekki með nokkru
móti skilið hvernig
hægt var að útiloka
heilu þorpin fyrir há-
degi. „Jú, það er
ekkert mál. Þegar
lyktin sem mætir þér
þegar þú stígur út úr
bílnum er verri en í
skötuveislu, svo slæm
að ælan kemur upp í
háls, þá er valið ekki
erfitt," var svarið.
Erum við hætt að
taka eftir þessu?
Þjóðaratkvæðagreiðsla
um Landssímann
Vinstri -grænir hafa lagt fram
tillögu á Alþingi, að fram fari
þjóðaratkvæðagreiðsla um sölu
Símans.
Fyrirhuguð sala Landssímans er
afar umdeild í þjóðfélaginu svo
vægt sé til orða tekið. Skoðana-
kannanir hafa hvað eftir annað
sýnt að meirihluti landsmanna er
andvígur sölu Símans með grunn-
netinu. Þannig lýsti 61% svarenda
andstöðu við söluna í Gallup-
könnun í mars árið 2002. í könnun
sem Félagsvísindastofnun Háskóla
íslands gerði í febrúar 2005 kváð-
ust rúm 70% þeirra sem afstöðu
tóku andvíg sölu grunnnetsins.
Ekki var mikill munur á afstöðu
fólks eftir því hvort það var búsett
á höfuðborgarsvæðinu eða á lands-
byggðinni; 68% höfuðborgarbúa
voru andvig sölunni en 75% lands-
Að kunna ekki
réttri hendi i
rass að taka
„Um daginn tók ég viðtal við gamla
konu, hún fór að segja mér frá konu
á Austurlandi sem ekki kunni mikið
til húsverka á fyrstu árum sínum í
hjónabandinu og sagði: „Hún kunni
ekki réttri hendi í rass að taka." Þó
ég skildi hvað hún átti við fór ég að
skoða þetta orðatiltæki og komst að
því að það er ekki í bókum sem
fjalla um slíkt. Svo ég skrifaði Orða-
bók Háskólans og þar könnuðust
menn við að kunna ekki réttri hendi
í rass að taka."
Albert Eiríksson uppgötvar nýtt
máltæki. http://albert.bragur.com/
byggðarfólks. í Þjóðarpúlsi
Gallup, sem kynntur var í mars
2005, var meirihluti aðspurðra
andvígur sölu fyrirtækisins og
76% á móti því að selja grunnfjar-
skiptakerfi Simans.
Þær miklu undirtektir sem hug-
myndin um að stofna stórt almenn-
ingshlutafélag til að kaupa ráðandi
hlut í Símanum hefur fengið, und-
irstrika gremju fólks í garð ríkis-
stjórnarinnar vegna sölunnar. Ekki
verður betur séð en að fólki þyki
skömminni skárra að kaupa fyrir-
tækið af sjálfu sér en að sjá á eftir
því í hendur einkavina ríkisstjórn-
arinnar sem fengið hafa að maka
krókinn í einkavæðingu og sölu al-
mannaeigna á síðustu árum.
Síðast þegar var gerð tilraun til
að selja Símann var lögð áhersla á
það að bjóða almenningi og starfs-
fólki dágóðan hlut á viðráðanleg-
um kjörum áður en farið væri að
selja stærri hluti til ijárfesta og fyr-
irtækja. Rökin voru þau að ekki
þætti rétt að kapphlaup svokall-
aðra kjölfestufjárfesta, sem þá áttu
að bítast um 25% hlut, væri notað
til að skrúfa upp það kaupverð sem
almenningi væri boðið. Þá mót-
mælti almenningur sölu Símans og
keypti ekki hlutabréf. Nú á að fara
þá leið sem sömu mönnum þótti
ótæk fýrir fáum árum og aftur
mótmælir þjóðin og vill heldur
kaupa Símann af sjálfri sér en
fóma honum til óskyldra eins og
ríkisstjómin ætlar sér.
Samkeppnishæfni landsbyggð-
arinnar í húfi. Sala Símans yrði
stærsta einstaka einkavæðing sem
orðið hefúr í almannaþjónustu á
Islandi. Hún er að öllum líkindum
óafturkræf og setur framtið f)ax-
skiptaþjónustu á stórum svæðum
landsins í mikla óvissu. Við lands-
mönnum blasir samruni fjarskipta-
fyrirtækja og fjölmiðla hér á landi
þar sem arðsemiskrafan ein ræður
för. Hefðbundin fjarskiptaþjónusta
við almenning í hinum dreifðu
byggðum verður ekki forgangsmál
hjá slíkum samsteypum.
Mörgum spurningum er ósvarað
varðandi það hvernig fara skuli
með grunnijarskiptakerfi Simans,
svokallað grunnnet, sem ætlunin
er að selja með fyrirtækinu. Hver
trúir því að ríkið muni til lang-
frama styrkja “óarðbæra” fjar-
skiptaþjónustu í dreifbýli?
Ærnar ástæður eru til að frekari
framvinda málsins verði ráðin í
lýðræðislegri atkvæðagreiðslu
sem allir landsmenn geti tekið þátt
í. Landssíminn er að nær öllu leyti
i sameign allra landsmanna þar eð
hið opinbera fer með 98% hluta-
fjár í fyrirtækinu.
Síminn skilar milljarða króna
arði árlega. Það þætti vitlaus bóndi
sem seldi bestu mjólkurkúna úr
fjósinu. Enn er vel hægt að blása
söluna af.
Þingmenn Vinstrihreyfingarinn-
ar - græns ffamboðs hafa lagt ffam
á Alþingi tillögu um að efnt verði
til þjóðaratkvæðagreiðslu um mál-
ið og ríkisstjómin verði bundin af
niðurstöðunni. Þannig má tryggja
að vilji landsmanna komi afdrátt-
arlaust fram og ráði raunverulega
fór þegar kemur að því að ákveða
hvað gera skuli við Landssímann.
Eftir Jón Bjarnason,
alþingismann.