Austurglugginn - 06.05.2005, Side 9
Föstudagur 6. maí
AUSTUR • GLUGGINN
9
Stefanía Ósk
Sveinbjörnsdóttir.
M
ATGÆÐINGUR
VIKUNNAR
'&>
Ég ætla að gefa ykkur uppskriftir af kjötsúpum, sem ég elda gjarnan
þegar margir eru í mat. Annars vegar er það þessi gamla góða og hins
vegar uppskrift af kolvetnasnauðri kjötsúpu sem er ekki síðri, bara
öðruvísi. Einnig fylgir uppskrift af gamaldags rjómatertu.
Verði ykkur að góðu!
Súgamlagóða:
Best er að nota stóran stálpott.
1 1/2 kg lambaframpartur, mesta fitan skorin af
Salt eftir smekk
1/2-1 pk súpujurtir
1/2 bolli hrísgrjón
5 gulrætur
5 kartöflur
1/2 rófa
1/4 hvítkálshaus (lítill)
3 hvítlauksgeirar, skornir smátt.
Kjötið sett í pott ásamt vatninu. Þegar suðan er komin upp er froðan
veidd vandlega af, kjötið saltað og hrísgrjónin sett út í ásamt
súpujurtunum. Soðið í 70 mínútur þá er grænmetinu, sem búið
er að skera í teninga, bætt út í og soðið áfram í u.þ.b. 20 mínútur.
Ágætt er að hreinsa kjötið af beinunum áður en súpan
er borin fram.
Svo erþað sú kolvetnasnauða:
1 1/2 kg lambaframpartur, mesta fitan skorin af.
Vatnið látið fljóta vel yfir kjötið.
Salt eftir smekk
1/2 bolli bankabygg
2 nautakjötsteningar
1 meðalstórt blað skessujurt
1 blaðlaukur
3 lengjur sellerí
3 lárviðarlauf
3 hvítlauksrif, skorin smátt
Sama aðferð og við þá hefðbundnu, passa að fleyta mjög vel
og sjóða a.m.k. í eina og hálfa klukkustund.
Hefibundín rjómaterta
í eftirrétt, eða bara með kaffinu:
6 egg
300 gr sykur
300 gr hveiti
3 tesk lyftiduft
4 mtsk heitt vatn
vanilludropar
1 dós Del Monte blandaðir ávextir og ferskir ef vill
1/2 lítri rjómi inn í tertuna og 1/4 - 1/2 lítri ofan á tertuna.
Egg og sykur þeytt í a.m.k.20 mínútur, hveiti og lyftiduft sigtað saman
og blandað varlega út í eggjahræruna.
Bæta heita vatninu út í ásamt örlitlu af vanilludropum.
Bakað í ofnskúffu sem búið er að klæða innan með bökunarpappír og
smyrja með smjörlíki, örlitlu hveiti sáldrað yfir pappírinn.
Sett inn í 180 C heitan ofn, við mestan undirhita og minni yfirhita
(neðarlega í ofni). Bakað í 40-50 mínútur.
Þegar tertan er orðin vel köld er hún skorin í tvennt. Ávöxtunum er
hellt á sigti og safinn notaðurtil að bleyta í botnunum. Gjarnan látið
bíða. Rjóminn þeyttur og blönduðum ávöxtum hrært saman við. Ef vill
er hægt að hræra út í rjómann hálfum pakka af sítrónu fromage.
Botnarnir lagðir saman. Skreyta má tertuna með ýmsum ferskum á-
vöxtum, rauðu kokteilberin eru líka alltaf vinsæl.
Ég skora á Sigurð Magnússon að koma með næstu uppskrift.
hagyrðinga
Sælt veri fólkið!
Þar sem sumarið er nú komið, að minnsta kosti
samkvæmt dagatalinu, er ekki úr vegi að hefja hag-
yrðingahorn þetta á efni er því tengist. Eftirfarandi
limrur samdi ég fyrir nokkrum árum á sumardeginum
fyrsta, en veður var þá sérlega leiðinlegt, og lítið sem
gaf þá til kynna að sumar væri á næsta leyti.
Vetur telst nú ver'að baki
mér virðist samkvæmt almanaki
en samt sem áður
ég stend þjáður
á sumardegi í éljaskaki
Því enn stríðir vetur með sín völd
og vindáttin er bæði ill og köld
og æ skal ég muna
í gaddi og bruna
þetta snjóþyngsta sumar á þessari öld
En öll él birta upp um síðir segir máltækið.
Lífsins þróttur litkar börð
lifnar fjör i dalnum
á undanhaldi er tíðin hörð
hýrnar yfir fjallasalnum
Grænka engi, teigar tún
tindar sunnu hylla
fagnar, lyftir fjallsins brún
friðsæl vorsins stilla
Á sumrin veit ég fátt betra og meira gefandi en að
ferðast um hálendi íslands og kanna undraheim ís-
lenskrar náttúru. Þegar ég kom í fyrsta sinn í Herðu-
breiðarlindir datt mér í hug þessi vísa.
Landið það á til fjöll og fljót
ljölbreytilegar myndir
hamra auðnir, hraun og grjót
og Herðubreiðarlindir
Um þjóðarfjallið Herðubreið samdi ég þetta, þegar
tók að skyggja.
I rökkrinu hlust'á hálendisseið
og ég heyri tíl mín kalla
drambsfúlla, dulræna Herðubreið
drottningu íslenskra fjalla
I sama skipti lét ég landvörðinn í Herðubreiðarlind-
um hafa þessa vísu í kveðjuskyni, sem þakklætisvott
fyrir alúðlegar móttökur.
Orða bundist ei lengur ég get
í örmum fjallsins við lindarnið
þín fegurð þitt fas mín Elísabet
mér finnst skyggja á landslagið
Góðar stundir
Hugi Guttormsson Fellaskáld
www. hugmyndir. net
Nafn: Ljósbjörg Petra María Sveinsdóttir.
Aldur: 82 ára.
Starf: Nurlari.
Búseta: Bý á Stöðvarfirði.
Fjölskylduhagir: Ekkja.
Skóstærð: 37.
Ertu með eða á móti ríkisstjórninni?
Eiginlega hvorugt.
Viltu fá léttvin og bjór í matvöruverslanir?
Nei, hreint ekki. Takk fyrir samt.
Bitlarnir, Rolling Stones eða Geirmundur?
Geirmundur að sjálfsögðu.
Hvað er rómantik i þinum huga? Tunglsljós.
Hver er höfuðstaður Austurlands?
Stöðvarfjörður, engin spurning.
Hefur þú búið erlendis? Nei.
Langar þig að búa erlendis? Nei.
Hvaða matur finnst þér bestur? Saltkjöt og baunir.
Túkall.
Stundar þú likamsrækt eða iþróttir? Ég labba mikið.
Hvort ertu heppnari í spilum eða ástum? Ástum. Ég hef
alltaf verið hundóheppin í spilum.
Trúir þú á eitthvað? Já, ég trúi á Guð og allar góðar vættir.
Hver er kynþokkafyllstur? Davíö Oddsson.
Hvaða þrjá hluti myndir þú vilja hafa með þér á eyði-
eyju? Prjóna og band en það hlýtur að vera einn og sami hlutur-
inn, vatn og gleraugun mín.
Hvernig ertu skapi farin, svona almennt séð? Ég hef aldrei
þótt geðgóð.
Áttu þér uppáhalds bók? Heima er bezt, eftir Margréti Ravn.
Hver er þinn stærsti kostur? Að ég skuli ennþá vera nógu
heilsuhraust til að geta keyrt bíl.
Hver er þinn stærsti galli? Geðvonskan.
Eitthvað að lokum? Endilega látið þið Austurgluggann ekki
deyja út. Mér finnst svo Ijómandi gott að fá hann.