Austurglugginn


Austurglugginn - 06.05.2005, Síða 10

Austurglugginn - 06.05.2005, Síða 10
10 AUSTUR • GLUGGINN Föstudagur 6. maí MENNING \.LISTIR Mikið um að vera á Skriðuklaustri Laugardaginn 7. maí kl. 14 verður opnuð á Skriðuklaustri sýning á málverkum og vatns- litamyndum af Snæfelli. Á sýningunni eru m.a. verk eftir Finn Jónsson, Guðmund frá Miðdal og Kjarval. Sýningin stendur til 22. júlí og er opin á sama tíma og hús skáldsins. Á laugardaginn verður einnig opnuð sýning á ljósmyndum eftir Sigurð Blöndal í Gallerí Klaustri. Sýningin kallast FÓLK og á henni eru 9 svart- hvítar myndir. Sú sýning stendurtil 16. júní. Sunnudaginn 8. maí kl. 14 halda Marta Guðrún Halldórs- dóttir söngkona og Snorri Örn Snorrason gítarleikari tónleika á Skriðuklaustri. Á efnisskrá eru m.a. þjóðlög, bæði íslensk og erlend. Þá hefst sumaropn- un á Skriðuklaustri um helgina og ffá 8.-27. maí verður opið alla daga kl. 12-17. Klaustur- kafFi opið á sama tíma. Önnur opnun er eftir samkomulagi og hópar alltaf velkomnir. Sjá nánar á www.skriduklaustur.is Myndir af íslenskum sveitabæjum Á fimmtudaginn, í gær, var opnuð í Safnahúsinu á Egils- stöðum ljósmyndasýningin „Hér stóð bær” í tengslum við Menningardaga að vori á Hér- aði. Um er að ræða 30 ljós- myndir af íslenskum sveita- bæjum sem ekki hafa verið borin kennsl á. Myndirnar eru hluti af sýningu sem Þjóð- minjasafnið setti upp í byrjun árs. Er leitað aðstoðar sýninga- gesta við að þekkja þá bæi sem um ræðir. Sýningin stendur í allt sumar. Ferðafélag fjarða- manna fær viður- kenningu Það var formaður Ferðafélagsins, ína Gísladóttir, sem veitti viður- kenningunni viðtöku. Ferðafélag fjarðamanna fékk föstudaginn síðastliðinn frum- kvöðulsviðurkenningu Mark- aðsstofu Austurlands fyrir framlag sitt til uppbyggingar gönguleiðaferðaþjónustu á Austurlandi. Var viðurkenn- ingin veitt á aðalfundi Mark- aðsstofunnar sem haldin var í Egilsbúð á Norðfirði. Ferðafé- lagið hefur m.a. staðið fýrir uppbyggingu gönguleiðaferða- þjónustu með merkingu gönguleiða á Fjarðabyggðar- svæðinu, útgáfu gönguleiða- korts og með því að halda úti heimasíðu. Austfirðir frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar íslands árbók 2005: Gerpir. Ein af fjölmörgum Ijósmyndum Fljörleifs i nýútkominni bók hans um Austfirði. Út er komin árbók Ferðafélags Islands en hún nefnist „Austfirðir ffá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar” og er eftir Hjörleif Guttormsson. Bókina prýða 350 litljósmyndir, allar teknar af Hjörleifi. Einnig eru í bókinni 20 gamlar svarthvít- ar ljósmyndir af mannvirkjum og merkisfólki frá fyrri tíð. Ellefu staðfræðikort eru í bók- inni, teiknuð af Guðmundi Ó. Ingvarssyni; þrjú heilsíðukort af Reyðarfirði og nágrenni, tvö af Norðfjarðarsvæðinu, tvö af Mjóa- firði og tvö af Seyðisfirði auk minni korta af Hólmanesi og Sel- ey. Guðmundur hefur einnig unn- ið eftir frumgögnum annarra, þrettán jarðfræðikort og skýringar- uppdrætti en í fréttatilkynningu segir um þau: „I þessum kortum og teikningum felast geysi miklar upplýsingar sem ekki hafa verið almenningi aðgengilegar, svo sem um berggrunninn, rof hans og aðra landmótun, myndun geislasteina, jökulmyndun og jökulleifar, að- stæður i Fáskrúðsljarðargöngum. Ömefni á staðfræðikortunum hefir bókarhöfundur ákvarðað sam- kvæmt staðþekkingu sinni og ráð- um heimamanna, og er þar margt öðru vísi en á kortum Landmæl- inga.” Landlýsing er ítarleg í bókinni og nefhir höfundur alla sveitabæi sem byggðir hafa verið á svæðinu og gerir grein fyrir þéttbýlismynd- un og atvinnusögu. Staðháttum er lýst, helstu örnefni staðsett og saga svæðisins sögð. Landlýsing nær frá Eyri í Reyðarfirði til Brimness í Seyðisfirði. I síðasta kafla bók- arinnar er ágrip af jarðfræði Aust- fjarða en Hjörleifur hefur tekið það saman úr ritgerðum jarðffæð- inga sem birst hafa undanfama hálfa öld. Þessi bók er sjötugasta og áttunda árbókin sem Ferðafélag Islands gefur út. Varið land til sölu Sífellt er leitað leiða til að auka við og bæta málverkasafn Tryggva Ólafssonar í Neskaupstað. Talsvert hefur áunnist og árlega hefur tekist að bæta við nokkrum myndum. Nú hefur verið upplýst að myndin „Varið land” sem Tryggvi málaði 1977 sé til sölu. Myndin er mjög stór eða 175 x 280 cm og kostar býsna mikla peninga. Myndin er einkennandi fyrir þetta tímabil og Tryggva finnst hún eitt af sínum bestu verkum. Safninu væri því afar mikill fengur í að klófesta þessa mynd og samið hefur verið um forkaupsrétt í mánuð eða svo. En ijármuni skortir. Hér með er leitað til velunnara safnsins og vinahóps Tryggva persónulega, til einstaklinga, fyrirtækja og stofn- ana að leggja fram einhverja fjár- muni til að hægt sé að kaupa myndina. Við höfum engar sér- stakar upphæðir í huga heldur kannski að sem flestir leggi hönd á plóginn. Hægt er að leggja fram- lög inná bók nr. 401704 í Spari- sjóð Norðfjarðar eða koma þeim til einhvers undirritaðra: Frey- steins Bjamasonar í TM í Nes- kaupstað, Guðmundar Bjarnason- ar bæjarstjóra eða Magna Krist- jánssonar. Magni Kristjánsson Þekkir einhver þessar konur? Myndin kemur úr safni á Reyðarfirði en Ijósmyndara er ekki getið. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við Dísu á Héraðsskjalasafni Austurlands. Síminn hjá henni er 471 1417.

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.