Austurglugginn - 06.05.2005, Qupperneq 11
Föstudagur 6. maí
AUSTUR • GLUGGINN
11
ÍÞRÓTTA í FRÉTTIR
Snjókrossið:
Fannar
íslandsmeistari
Sigursælir snjókrosskappar: Fannar annar frá vinstri.
Því miður gátum við ekki birt
myndir og úrslit úr snjókross-
keppninni á Fjarðarheiði unr þar
síðustu helgi. Við bætum úr því
og birtum hér mynd af sigurreif-
um snjókrossköppum en Aust-
firðingar gerðu góða hluti á
mótinu. Sæþór Sigursteinsson
lenti í öðru sæti í unglingaflokki
og í öðru sæti á Islandsmótinu. í
sportflokki sigraði Fannar
Magnússon og varð einnig ís-
landsmeistari og var fyrr í vetur
búinn að vinna Reykjavíkur-
mótið þannig að hann færir sig
væntanlega upp um flokk fyrir
næsta vetur. Þá endaði Steinþór
Stefánsson í þriðja sæti í pró-
flokki.
Blak - bikarúrslit kvenna:
Reykjavíkur Þróttur
hafði betur
Úrslitaleikurinn í Bikarkeppni
Blaksambands íslands var háður í
KA heimilinu á Akureyri 23. apríl.
Bein útsending var frá leiknum og
þegar best lét má áætla að allt að
600 áhorfendur hafi verið i húsinu.
Flestum eru kunnug úrslit þessa
leiks en hann fór 3 - l fyrir Þrótt R
en leikmenn Þróttar N áttu góðan
leik þó byrjunin hefði mátt vera
betri en mikill taugaóstyrkur ein-
kenndi upphaf leiksins. Eflaust
hefur það haft að segja að liðið
hefur ekki spilað leik síðan í febr-
úar, eða frá því að íslandsmótinu
lauk.
Tvær fyrstu hrinurnar voru
Þróttar R. en oft mátti ekki á milli
sjá í annarri hrinunni hvoru liðinu
hrinan félli í skaut. Þróttur N. tók
þriðju hrinuna með glæsibrag og
mátti ekki á milli sjá hvort liðið
væri Islandsmeistari. En þriðja
hrinan var Þróttar R og titillinn
þeirra. Segja má að þarna hafi far-
ið fram það besta í kvennablakinu
hér á landi. Leikurinn var spenn-
andi allan tímann, og létu áhorf-
endur, sem allir hrópuðu áfram
Þróttur, vel til sín heyra. Elma
Guðmundsdóttir, varaformaður
BLÍ og Guðrún Kristín Einarsdótt-
ir, ritari sambandsins afhentu verð-
laun að leik loknum, en hvorug
þeirra gefur kost á sér til áfram-
haldandi stjómarsetu í Blaksam-
bandinu á ársfundi þess, 7. maí
n.k.
Á annan tug liða frá
Austurlandi á Öld-
ungamótinu
Á annan tug liða frá Austurlandi
tók þátt í fjölmennasta Öldunga-
móti BLÍ, sem haldið hefur verið
til þessa. Árangur þeirra var al-
mennt góður og umfram allt var
þetta góð skemmtun. Á Öldunga-
þinginu sem haldið var á meðan á
mótinu stóð komu fram 3 umsókn-
ir um næsta mót, frá íþróttafélög-
um á Snæfellsnesi, Stjörnunni
Garðabæ og Þrótti R. Mótið hefur
verið í umsjón Þróttar R og í Snæ-
fellsbæ og er því ekki ólíklegt að
næsta mót verði í Garðabæ.
í kvennaflokki öldunga var leik-
ið í 8 deildum og 4 í karlaflokki,
auk þess sem leikið var í flokki
Ljúflinga og Öðlinga en það eru
þeir sem komnir/ar eru yfir ákveð-
inn aldur! I karlaflokki vann Hött-
ur 3. deildina og flyst því í 2. deild
að ári, Broskallar urðu í 4. sæti og
Þróttur N b í 6. sæti. í 4. deild kk.
Varð Þróttur N 3. í 7. sæti og Hug-
inn í 8. sæti.
I kvennaflokki varð Þróttur N í
2. sæti í 2. deild, Honey Bees í 3.
sæti í 3. deild, Höttur í 2. sæti í 5.
deild og Þróttur b í 6. sæti, Fjarða-
byggð varð í 7. sæti í 6. deild,
Neisti í 6. sæti í 7. deild og Hrafn-
kell Freysgoði í 4. sæti í 8 deild.
EG.
Fótboltinn:
Neisti stefnir á
betri árangur
Úr leik Neista og Einherja. Einherji verður ekki með í sumar en Neisti stefnir á að
vera fyrir ofan miðja deild.
Neisti á Djúpavogi leikur í þriðju
deildinni í sumar en í fyrra gekk
liðinu ekkert sérlega vel, þrátt fyrir
góða byrjun. Það hefur reyndar
einkennt Neista; liðið hefur oftast
byrjað vel en aldrei náð að halda
dampi heilt Islandsmót.
Óli Halldór Sigurjónsson þjálfar
Neista í sumar en hann hefur hvorki
þjálfað Iiðið né leikið með því áður.
Hvað er Neisti að gera til að undir-
búa sig fyrir sumarið, er t.d. verið
að styrkja liðið með aðfengnum
leikmönnum? „Ég veit ekki hvað
skal segja um það, ég tók við 1.
mars og Neisti hefur síðustu ár ver-
ið með þrjá júgóslava. Þeir verða
aftur þrír núna í ár,” segir Óli.
„Tveir þeirra hafa verið áður en það
kemur nýr markmaður til okkar.
Svo er Hallur Ásgrímsson genginn
til liðs við okkur.” Hallur sem er frá
Djúpavogi, hefur á undanförnum
árum leikið með liðum í efri deild-
um en er nú kominn á heimaslóðir.
Óli segist eiga erfitt með að meta
styrk Neista gagnvart öðrum liðum
í riðlinum því hann segist lítið
þekkja til þeirra en segir þó að hon-
um lítist ágætlega á þetta. Eins og
oft hefur komið fram, munu aust-
firsk lið leika í riðli með liðum að
norðan í sumar og Óli telur að það
muni breyta landslaginu talsvert;
aukin ferðalög og ný lið. „Mér líst
vel á að vera ekki alltaf að spila við
sömu liðin,” segir hann. En hvað
með fjárhagshliðina, verður ekki
úthaldið dýrara með ferðalögum
norður? „Við þurfum að fara
þrisvar sinnum þangað en svo er
ekki nema klukkutíma ferð í Egils-
staði eða á Fáskrúðsfjörð,” segir
Óli.
Það er ekki endilega markmið hjá
Neista að komast upp í aðra deild
en frarn til þessa hefur liðið aldrei
náð fimmtíu prósent árangri, heldur
oftast verið í öðru af tveimur neðstu
sætunum. „Við ætlum allavega að
ná fimmtíu prósent árangri í þetta
skipti,” segir Óli Halldór Siguqóns-
son þjálfari Neista.
Skák og Bridge:
Teflt á Skriðu-
klaustri
Hið árlega Kaaber Kaffihúsa-
skákmót UMF Þristar var haldið á
Skriðuklaustri í gær, 1. maí. Fimmt-
án skákmenn mættu til leiks og
voru tefldar sjö umferðir eftir Mon-
radkerfi í opnum flokki en verð-
launað var sérstaklega fyrir yngri
og eldri flokk þar sem skilin voru
miðuð við lok grunnskóla.
I flokki fullorðinna vann Sigurð-
ur Amarson með 6 vinninga en
hann hampaði titlinum í fjórða sinn.
I öðru sæti varð Viðar Jónsson með
5 1/2 vinning og Sverrir Gestsson
þriðji með fimm vinninga.
í unglingaflokki bar Bjami Jens
Kristinsson sigur úr býtum þriðja
árið í röð en hann náði fjórum vinn-
ingum. I 2.-5. sæti urðu jafr.ir með
þrjá vinninga Sigurður Max Jóns-
son, Ingimar Jóhannsson, Garðar
Örn Garðarsson og Sigurður Árni
Sigurbjörnsson svo þeir þurftu að
tefla um verðlaunasætin.
Sigurði Max vegnaði þar best og
hreppi annað sætið og Ingimar það
þriðja.
Emma Líf Jónsdóttir úr þriðja
bekk Haliormsstaðarskóla var eina
stelpan sem tók þátt í mótinu.
Firmakeppninni lokið
Bridgefélag Fjarðabyggðar hefur
lokið firmakeppni 2005 og í 6 efstu
sætum voru eftirtalin fyrirtæki:
1 sæti Laufskálinn Neskaupstað
198 stig Jóhanna Gísladóttir
& Vigfús Vigfússon,
2. sæti Veiðiflugan Reyðarfirði
194 stig Sigurður Freysson
& Kristján Kristjánsson,
3. sæti Atlavík Eskifirði
192 stig Halldór Gunnarsson
& Sigurður Björgvinsson
4. sæti Suðurverk Reyðarfirði
188 stig Auðbergur Jónsson
& Hafsteinn Larssen
5. sæti Á.S. bókhald Reyðarfirði
188 stig Árni Guðmundsson
& Þorbergur Hauksson
6. sæti Netag. Friðriks Vilhjálms-
sonar Nk. 186 stig Jóhanna Gísla-
dóttir & Vigfús Vigfússon.