Austurglugginn


Austurglugginn - 06.05.2005, Qupperneq 12

Austurglugginn - 06.05.2005, Qupperneq 12
f/ff, Heimasíða Hitaveitu Egilsstaða og Fella Ai icti 1 r A nln Leyfðu okkur að þjóna þér JffiHEF www.hef.is AUSTUr #2IU22ITITI Fostudagur 6. mai 2005 ® 477 1750 Ferðaskrifstofa Austurlands Sími 471 2000 - www.fatravel.is BAKTALtÐ - FlNNUR TORf I CUNNARSSON - Skrýtið Ég tel mig tiltölulega skynsaman í hugsun og nokkuð vel upplýstan hvað margt varðar. Ég hef þó nýlega lært að sætta mig við að ég skil ekki allt og mun aldrei gera það. Ég mun til dæmis aldrei nokkurn tíman skilja eðlisfræði eða sérkennilegan hugs- unarhátt kvenna. Þessi dæmi eru reyndar skiljanlega óskiljanleg þar sem um stórkostlega flókna hluti er að ræða. Það eru þó til mýmörg dæmi í hversdagsleikanum sem alla jafna ekki er spáð í og eru með öllu óskiljanleg ef rýnt er nógu fast í og af nægum áhuga. Hér eru nokkur dæmi: * Innanbæjarslúður. Að japla á því hver sé með hverjum, af hverju og annað tengt náunganum, botna ég ekki í hvað er áhugavert við. Hvern- ig væri að rýna i eigin barm og hætta að reyna að upphefja sjálfan sig með gagnrýni á aðra? * Fermingar. Það eru allir búnir að viðurkenna að hafa gert þetta fyrir gjafirnar. Af hverju að halda þessum rándýra skrípaleik áfram? * Dans. Það dansar enginn edrú eða óbrjálaður. Þarf ekki að segja meira. * Hádegisleikfimi Stöðvar tvö. Byrjar rétt eftir hádegismat og stendur yfir í tíu mínútur. í fyrsta lagi, hver hreyf- ir sig í 10 mínútur? 1 öðru lagi, hver hreyfir sig í hádeginu með magann fullan af mat? í þriðja lagi, hver hreyfir sig fyrir framan sjónvarpið? Með því vitlausasta sem fyrirfinnst í sjónvarpsdagskránni og hefur vit- leysan staðið yfir í mörg ár. * Reykingar. Tennur og fingur gulna, andremma eykst, föt og allt nálægt reykingamanni angar af viðbjóði, hrukkumyndun hefst fyrr en ella, út- hald minnkar, fyrir utan að þessi iðja dregur viðkomandi og alla nálægt honum til dauða. En hey, þetta er svo gott. * Jeppaeign almennings. Það er ófært á íslandi kannski þrjá daga á ári í versta falli. Er það næg ástæða til að versla óþolandi fyrirferðamikla jeppa sem menga meira en aðrar, minni bifreiðar og eru mun dýrari í bæði upphafskostnaði og rekstri? * Fegurðarsamkeppnir. Ég trúi ekki að við karlmennirnir höfum komist upp með þetta fram á 21. öldina. Það sem er ennþá ótrúlegra er að kvenfólk virðist enn vilja taka þátt í þessu. Það er verið að keppa í feg- urð. Finnst engum þetta skrítið nema mér? * Trú. Þótt erfitt sé að mæla það þá bendir allt til þess að hún drepi fleiri en hún bjargar. Fyrir utan, auðvitað, að um er að ræða djúpan heilaþvott ungbarna sem endist oftast alla þeirra ævi, nema þau berjist gegn honum með röksemdahugsun. Listinn getur haldið áfram endalaust enda spái ég í öll möguleg smáatriði hversdagsleikans. Ég læt þó staðar numið hérna þar sem listinn nægir til að ég verði tekinn í gegn af öllum hópum samfélagsins þegar ég sný aftur austur í sumar. Austfirskar kvenhetjur: Lindudúkkur Birnudúkkur? Á málþingi um ferðaþjónustu á Austurlandi í síðustu viku kom margt merkilegt fram en þó fátt eins áhugavert og hugmynd Signýjar Ormarsdóttur ffamkvæmdastjóra Menningarráðs Aust- urlands um að kynna fyrir ferðamönnum á Austurlandi aust- firskar kvenhetjur. í erindi sínu nefndi Signý sér- staklega til sögunnar Lindu Péturs- dóttur sem aldrei hefur tapað feg- urðarsamkeppni og Birnu Þórðar- dóttur sem sumir segja að sé mun öflugri stjórnarandstaða en sú sem slappar af á Alþingi. Signý segir að hugmyndin hafi kviknað nokkrum augnablikum áður en hún hélt erindið. „Mitt hlut- verk er meðal annars að hrista upp í fólki í þessum bransa og svona hugmynd átti að gera það,” segir Signý. „Þetta er ekki búið að útfæra nákvæmlega enda ætlunin fyrst og fremst að vekja athygli á því að oft leitum við langt yfir skammt að hugmyndum. Erindið mitt fjallaði um menningartengda ferðaþjón- ustu og þegar menn hugsa um þannig ferðaþjónustu dettur mönn- um helst í hug persónur úr Islend- ingasögunum en helstu kvenhetjur Islands þurfa ekki endilega að vera Hallgerður langbrók eða Auður djúpúðga. Þær geta líka verið Linda P. og Birna Þórðar,” segir Signý en Linda er eins og allir vita ættuð frá Vopnafirði og Bima er fædd og alin upp á Borgarfirði eystra. Signý segir að um ævi þessara kvenskörunga megi skapa heilmik- ið ævintýri. „Ég þekki til Bimu og veit hvemig áhrif hún hefur þegar hún talar. Fólk tekur eftir því sem hún segir og ég er viss um að marg- ir hefðu áhuga á því heyra hana segja frá æskuárum sínum á Borg- arfirði. Þá hefur hún þurft að liða fyrir skoðanir sínar og staðið uppi atvinnulaus vegna þeirra. Líf þeirra beggja er ævintýri líkast.” „En hvemig er hægt að útfæra þetta. Á að gera vaxmyndir af þess- um konum?” „Það væri hægt að gera dúkkur en við eigum ekki að byggja eitt- hvað vaxmyndasafn. Við eigum ífekar að reyna að vinna með þessa ímynd þannig að fólk tengi þessar kvenhetjur við Austfirði rétt eins og fólk er byrjað að tengja víkinga við Hafnaríjörð. Aðalatriðið er að kvenhetjurnar eru vannýtt auðlind sem við verðum að virkja. Áhuga- samt fólk má gjarnan stela þessari hugmynd og koma henni í fram- kvæmd,” segir Signý sem segist að- spurð ekki vera austfirsk kven- hetja. Austfirskar kvenhetjur: Birna og Linda. Signý Ormarsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarráðs Austurlands, vill að við flöggum kvenhetjum Austurlands. Fjölgun í Samfylkingunni Hálftvíburabræðurnir Jón Sigurðsson (44) og Sigurður Pálsson (líka 44) frá Efri Frostastöðum á Hnefilsdal hafa ákveðið að bjóða sig fram til varafor- manns í Samfylkingunni. Þessi ákvörðun var ekki með öllu átaka- laus því bræðurnir hafa fram til þessa verið bendlaðir við Sjálfstæðisflokk- inn en slógu þó til þegar þeim var boðið að ganga i Samfylkinguna og sagt að þar stæðu þeim allar dyr opnar, aðrar en að baðherbergi Stef- áns Jóns Hafstein (19). Jón segist styðja Össur (35) en Sigurður á þá ósk heitasta að verða Ingibjargar (21) maður. Framboð þeirra bræðra hef- ur vissulega reynt á samheldni fjöl- skyldunnar en móðir (93) þeirra læsti þá úti þegar hún frétti af uppátæk- inu og feður (93,54) þeirra slógust. Jón og Siggi eru liðtækir gitarleikarar og hafa oft komið fram á Djasshátið Egilsstaða. Þeir eru nú að æfa atriði fyrir landsfund flokksins sem verður í lok þessa mánaðar. Bræðurnir byggja atriðið á reynslu sem þeir fengu á ver- tíð i Sandgerði 1979 og nefnist það „Salt i sárin." Nú er svo komið að í Samfylkingunni eru fleiri Sjálfstæðismenn en Sam- fylkingarmenn og sagði Sleipur Áls- son (15) kosningastjóri að þetta væri jákvæð þróun. „Ég meina, þetta er gott pi ar maður. Algjört meistara- stykki. Spindoktorarnir hjá Fram- sóknarflokknum eru grænir af öf- und, þeim hefði aldrei dottið þetta í hug," sagði Sleipur. Einnig hefur meðalaldur félagsmanna í Samfylk- ingunni lækkað talsvert en hann er nú 11,5 ár. „Þetta bara sýnir hvað ungt fólk er orðið pólitískt þenkjandi maður. Krakkarnir eru hættir að spá í tövluleiki og farnir að hugsa um stjórnmál, er það ekki bara jákvætt," sagði Sleipur um leið og nefið á hon- um lengdist um 5 sentimetra. TM-Öryggi Sameinaöu allar tryggingar á fyrir fjölskylduna einfaldan og hagkvæman hátt. www.tmhf.is \ ÖRYGGI Versliö þar sem úrvalió er... ...allt í einni feró Samkaup íúrvaL EGILSSTÖÐUM Opió mdnud. - föstud. 9-19 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 Samkaup fúrx/al EGILSSTÖÐUM Á INNANLANDS er... öflugasta flutninganetið á íslandi. Við höfum sameinað áætlunarflutninga Flytjanda, gámaakstur Eimskips og svæðisskrifstofur um land allt i eitt heildstætt flutningakerfi. Við bjóðum daglegar ferðir og öfluga dreifingarþjónustu bæði fyrir fjölskyldur og fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum og erum leiðandi í flutningum á kældum og frystum afurðum. EIMSKIP INNANLANDS Kiettagarðar 15 lOAReykjavlk Slmi 525 7700 Fax 525 7709 www.eimskip.is

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.