Austurglugginn


Austurglugginn - 17.11.2005, Blaðsíða 7

Austurglugginn - 17.11.2005, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. nóvember AUSTUR • GLUGGINN 7 Austurglugginn heldur nú áfram að birta greinaflokkinn „Gengið umhverfis löginn", eftir Braga Björgvinsson á Víðilæk, eftir nokkurt hlé sem kom til afýmsum ástæðum og ekki verða tilgreindar hér. Gangan umhverfis Löginn var farin í átta áföngum á sínum tíma. Nú munu birtast í blaðinu fram að jólum frásagnir af áföngum fimm til átta. Frásagnir af fyrstu fjórum áföngum göngunnar birtust í blaðinu árið 2003. Fyrsta ganga í 7. tölublaði 20. febrúar, önnur ganga í 9. tölublaði 6. mars og þriðja og fjórða ganga í 13. tölublaði 3. apríl. SigAð GENGIÐ UMHVERFIS LÖGINN Skjögrastaöir - Hallormsstaður Þór Þorfinnsson skógarvörður og fararstjóri treður slóð i snjóinn. Síðan er gengur hópurinn i sporaslóð. Mynd Kristinn Þorsteinsson ■'V Ferðalangarnir snæddu nesti á urðarhrygg skammt neðan við Halakletta. Mynd Cuðmundur Ingvi Jóhannsson Steinboginn yfir Klifá rétt neðan við brúna. Mynd Kristinn Þorsteinsson Menningarminjar við Tittlingasel (eða Tittlingssel) skoðaðar. Mynd Pétur Etísson Fimmta ganga 27. október 2002. Þátttakendur 11 og leiðsögumaður Þór Þorfinnsson skógarvörður. Gengið var frá Skjögrastöðum út að Hússtjórnarskólanum á Hall- ormsstað. Veðrið var gott til gönguferða, þótt ekki væri nærri eins hlýtt og í fyrri ferðum. Fólkið safnaðist saman á ásnum rétt framan við Klifána, sem kemur ofan úr Hraungarðinum og fellur þarna í klettagili, bratt ofan í Fljótið. Á Klifánni er myndarlegur steinbogi rétt fyrir neðan þjóðveg- inn, einn af sárafáum, sem enn eru við lýði. Af þessum mikla kletta- höfða þarna í Ásunum er frábært útsýni til Fljótsdalsins og Snæfells, hins ókrýnda buðlungs austfirskra fjalla. Þarna kom til móts við okkur Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar, og sagði frá verkefni á vegum félagsins Ormsskrínið, sem ætlað er að halda á lofti merki og heiðri Lagarfljótsormsins, eins hins mesta undurs íslands. Er ætlunin að láta gera upplýsingaskilti um Orminn og staðsetja m.a. á þessum skemmtilega útsýnisstað. Skammt innan við Klifána niður undir Fljóti er allstór og mjög vöxtulegur skógarlundur, aðallega af lerki, eru hæstu tré orðin 8-9 metra há, sem gróðursett var í árið 1980 til minningar um hinn mæta skólamann Þórarinn Þórarinsson skólastjóra á Eiðum, en hann var ættaður frá Valþjófsstað, þar sem faðir hans var lengi prestur. Niður ffá þessum skógarlundi gengur dálít- ill tangi út í Fljótið, Jónshraunstangi nefndur, en þar lagðist báturinn Lagarfljótsormurinn stundum að landi á fyrri tíð, þá hann flutti fólk og vörur er fara áttu á austurbyggð. Stundum mun þó báturinn hafa lagst upp í Buðlungavallavíkina. Eftir að hafa hlýtt á erindi Skúla Björns, sem hélt til síns heima, var ekið inn og upp hjá Skjögrastöð- um, hvar nú eru tættur einar, örskammt austan Gilsárgilsins, sem þarna er mjög djúpt klettagil ákaflega fagurt. Skjögrastaðir, sem eru í ríflega 200 metra hæð yfir sjó, fóru í eyði 1932, en íbúðarhúsið brann þar í nóvember 1931. Á Skjögrastöðum bjó lengi skáldmælt fólk fyrir og eftir aldamótin 1900 og þaðan er hið góðkunna skáld Þorsteinn Valdemarsson ættaður. Leið okkar lá nú drjúgan spöl út og upp frá Skjögrastöðum, upp svo- kallaða línuslóð, sem gerð var vegna lagningar byggðalínu, raf- línu, sem liggur þarna út og upp fjall og síðan austur um Rembu til Skriðdals. Dálítill snjór var þarna uppi í hlíðinni en kom lítt að sök, Þór fararstjóri þrammaði á undan og markaði slóð, stansaði þó annað veifið og fræddi fótgangendur. Línuslóðin er gengin drjúga leið, þá er sveigt út og niður að skógar- mörkum. Þar í jaðrinum eru tættur miklar, Tittlingasel (Sveitir og jarðir), ég hef ætíð heyrt það nefnt Tittlings- sel. Þar var búið á öldum áður, þó í eyði 1756 en byggðist aftur um miðja 19. öld, eftir það beitarhús frá Hallormsstað. “Inn frá Titt- lingaseli er Tungusel (Miðsel öðru nafni), þar var búið nokkur ár á 19. öld” (Sveitir og jarðir). Við höfum gengið langt fyrir ofan garð á Sólheimum en þar byggðu Sigurður Guttormsson og Arnþrúð- ur Gunnlaugsdóttir sér nýbýli 1948, löngu aflagt sem slíkt, en eft- ir stendur gott íbúðarhús. Hét þar áður Geitagerði. í fjallinu hér fyrir ofan er mikið urðarframhlaup, heita þar Kerlingarbotnar. Þar eru nær árviss híbýli lágfótu. Út frá selinu er gengið eftir afar skemmtilegum stígum með margs- konar fögrum trjágróðri á bæði lönd, út að þjóðvegi ofan við Mörk- ina, þá út og upp að Hússtjórnar- skólanum, þar sem glæsimeyjar tóku á móti okkur og efndu til veislu. Eftir að hafa etið og drukk- ið til óbóta, vorum við leidd um þetta hið virðulega skólahús, m.a. um vefstofuna, en það áleit ég skemmtilegan lærdómsvinnustað. Staðfesti ein ungmeyjan það. Þar með lauk 5. göngu og fá allir kærar þakkir, sem við sögu komu á einn eða annan hátt. Bragi Björgvinsson Víðilæk

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.