Austurglugginn


Austurglugginn - 17.11.2005, Blaðsíða 12

Austurglugginn - 17.11.2005, Blaðsíða 12
Austur*gluggmn Fímmtudagur 17. nóv. 2005 rt) 477 1750 Austur^gluggitm Heimasíða Hitaveitu Egilsstaða og Fella www.hef.is Áskrlft og auglýsingar f 477 1571 // Fréttfr 477 1750 Um hundrað krakkar mættu í ýmiss konar búningum á hrekkjavökudiskótek á Hallormsstað. Mynd: GG Síðbúin hrekkja vaka Ríflega 100 krakkar af Fljótsdals- héraði og Borgarfirði í 7. - 10. bekk mættu síðastliðið föstudags- kvöld á siðbúið hrekkjavöku- diskótek í íþróttahúsinu á Hall- ormsstað. Diskótekið átti upphaf- lega að fara fram hálfúm mánuði fyrr en var frestað á sínum tíma vegna óhagstæðrar veðurspár. Krakkamir mættu uppáklæddir í ógnvænlega búninga að amerískri fyrirmynd og voru veitt verðlaun fyrir frumlegasta búninginn, þann hryllilegasta, virðulegasta og flottasta. Diskótekið gekk í flesta staði óaðfinnanlega, um tónlist sá skífuþeytirinn ívar Pétur Kjartans- son en einnig spilaði rokkhljóm- sveitin Without Balls tvö lög við gríðarlega góðar undirtektir, en hljómsveitina skipa íjórar stúlkur úr 9. og 10. bekk Hallormsstaðar- skóla. GG Buslugangur Þátttakendur á námskeiði i ungbarnasundi. Mynd: Óðinn Gunnar Óðinsson Stefanía Freysteinsdóttir, sundkenn- ari í Neskaupstað, hefur í tíu ár stað- ið fyrir námskeiðum í ungbama- sundi og hefúr eitt slíkt verið í gangi að undanförnu. Á námskeiðinu að þessu sinni em tíu böm á aldrinum 3ja - 7 mánaða, fjögur koma frá Eg- ilsstöðum en sex ffá Neskaupstað. Stefanía segist kenna að meðaltali þrjú 12 tíma námskeið yfir veturinn og þá sé kennt tvisvar í viku. Fram- haldsnámskeið em síðan vikulega frá nóvember og fram i maí. „Þau böm sem byrja strax á haustin em í langflestum tilfellum hjá mér allan veturinn og fram á vor,” segir Stef- anía og heldur áífam: „Fólk kemur af öllu Austurlandi, ekki bara úr Fjarðabyggð. Konur frá Egilsstöð- um em duglegastar að koma, fyrir utan Norðfirðingana. Einnig hafa konur komið frá Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Ein kona lfá Borgar- firði Eystra kom í alla tímana tólf með son sinn fyrir tveimur árum.” Ungbarnasund virðist njóta vax- andi vinsælda hérlendis sem hreyfiþjálfun fyrir ungabörn. „Ungbarnasund er hreyfiþjálfun í vatni þar sem meðal annars er farið í margs konar leiki og sungið. For- eldrum gefst tækifæri til að efla til- finningatengsl sín við barnið, þar sem það fær óskipta athygli. Ungbarnasund er líka forvarnar- starf til að gera barnið sjálfbjarga í vatninu, það lærir smám saman að bera virðingu fyrir vatninu. Börn fæðast með mörg ósjálfráð við- brögð sem hverfa fyrstu mánuðina. Eitt þeirra er svokallað köfnunar- viðbragð þar sem barnið bregst við ákveðnu áreiti, svo sem blæstri, eða vatnsgusu, í andlitið með því að loka fyrir öndunarveginn. Við það áreiti gefst tækfærit til að láta það kafa. Til að geta viðhaldið þessu viðbragði er nauðsynlegt að byrja sundið fyrir sex mánaða ald- ur,” segir Stefanía. „Börn þurfa mismikla aðlögun i ungbarnasundi og er það því mikil- vægt að foreldrar hugsi alltaf fyrst og síðast um þarfir barnsins. Líði barni illa er ósköp notalegt að draga sig afsíðis í lauginn og gefa því að drekka.” GG TM-Öryggi Sameinaðu allar tryggingar á fyrir fjölskylduna einfaldan og hagkvæman hátt. www.tmhf.is I ÖRYGGI 1962-2002 Austfjarðaleið 477 1713 □ VAKA 6005111917 I H&V r Verslið þar sem úrvaUð er... ...aUt í einni ferð Samkaup lúrval EGILSSTÖÐUM Opió mánud. - föstud. 9-19 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 h Samkaup íúrvai EGILSSTÖÐUM A INNANLANDS er... öflugasta flutninganetið á l’slandi. Við höfum sameinað áætlunarflutninga Flytjanda, gámaatetur Eimskips og svæðisskrifstofur um land allt í eitt heildstætt flutningakerfi. Við bjóðum daglegar ferðir og öfluga dreifingarþjónustu bæði fyrir fjölskyldur og fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum og erum leiðandi í flutningum á kældum og frystum afurðum. EIMSKIP INNANLANDS Klettagarðar 15 104Reykjavík Sími 525 7700 Fax 525 7709 www.eimskip.is

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.