Fréttablaðið - 21.09.2022, Qupperneq 16
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur
Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is,
s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf.
Ábyrgðarmaður:
Jón Þórisson
Sölumenn:
Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Fyrir ári síðan opnaði norska hug-
búnaðarfyrirtækið Maritech útibú
á Íslandi, en aðalstöðvar fyrirtæk-
isins eru í Molde í Noregi. Maritech
kom sér fyrir í Sjávarklasanum á
Grandanum þar sem tengingin við
hafið og sjávarútveginn er frábær
og síðastliðið ár hefur starfsemin
vaxið og dafnað jafnt og þétt og
fyrirtækið eignast fjölda nýrra
viðskiptavina, ásamt því að ráða til
sín nýtt starfsfólk.
Gamalgróið fyrirtæki
í miklum vexti
„Maritech byggir á yfir 45 ára sögu
og sinnir þróun hugbúnaðarlausna
fyrir fiskiðnaðinn. Fyrirtækið
hefur alla tíð einbeitt sér að þjón-
ustu við fiskiðnaðinn og býður
lausnir fyrir alla virðiskeðjuna, frá
veiðum eða eldi til neytenda,“ segir
Konráð Olavsson, sölu- og þjón-
ustu stjóri Ma ritech á Íslandi.
„Aðferðafræði okkar snýst öll
um samvinnu og að vinna að
nýsköpun saman. Við hjálpumst
að og styðjum hvert annað, enda
teljum við að vellíðan starfsfólks
sé nauðsynlegur grundvöllur fyrir
skapandi hugsun og framleiðni.
Í Noregi hefur Maritech
markaðsráðandi stöðu og sækir
nú á ný mið. Þar ber helst að nefna
Ísland, Kanada, Bandaríkin og Síle.
Fyrirtækið vex hratt en í dag fara
70 prósent af öllum útfluttum fiski
frá Noregi í gegnum lausnir fyrir-
tækisins,“ greinir Konráð frá.
Hann segir sterka eigendur
standa að baki Maritech.
„Það gerir fyrirtækinu kleift að
fjárfesta mikið í vöruþróun og
sókn á nýja markaði. Íslenskur og
norskur fiskiðnaður er mjög tækni-
væddur og hefur verið að tölvu-
væðast í auknum mæli síðustu
misseri. Maritech sér því mikla
þörf fyrir hugbúnaðarlausnir sínar
á Íslandi.“
Allur hugbúnaður Maritech
kominn í skýið
Viðskiptahugbúnaður er í sívax-
andi mæli að færast í skýjalausnir
og segir Konráð lausnir Maritech
þar enga undantekningu.
„Hugbúnaður sem heldur utan
um vinnslu, lager, sölu og flutning
er allur kominn í skýið, sem er
einstaklega þægileg og hagkvæm
lausn fyrir iðnaðinn. Skýjalausnir
krefjast lágmarks fjárfestingar í
búnaði og eru aðgengilegar hvar og
hvenær sem er í gegnum netvafra.
Við nýtum alltaf nýjustu tækni og
það besta sem völ er á, hvort sem
það snýr að virkni eða notagildi
fyrir viðskiptavini,“ segir Konráð.
„Skýjalausnir Maritech eru
byggðar á Microsoft Azure-þjón-
ustunni, sem hámarkar möguleika
og sveigjanleika okkar, sem og
öryggi fyrir viðskiptavini.“
Byltingarkennt tæki
með nýrri tækni
Á sýningunni Iceland Fishing
Expo/Sjávarútvegi 2022 ætlar
Maritech að kynna Maritech Eye™,
nýtt tæki sem hefur um árabil
verið í þróun með Nofima (Nor-
wegian Institute of Food, Fisheries
and Aquaculture Research), Leröy
og NEO/HySpex.
„Útkoman er tæki sem nýtir nýja
ljóstækni (Spectral Light) til að sjá
inn í fisk til að meta gæði hans.
Maritech Eye™ er eina tækið sem
Maritech býður upp á, þar sem það
hefur einbeitt sér að hugbúnaðar-
þróun til þessa. Talsverð þróun er
í gangi þegar kemur að nýtingu á
þessari nýju ljóstækni og í dag er
Maritech að skanna fyrir blóði,
ormi, losi, mari, lögun, stærð,
tegund og nýjasta viðbótin er að
skanna vatnsinnihald og lit í salt-
fiski,“ útskýrir Konráð.
„Tækið er í notkun víðs vegar
í heiminum, meðal annars hjá
Mowi í Bretlandi, og prófanir eru
fyrirhugaðar á Íslandi á árinu hjá
nokkrum af stærstu framleið-
endum landsins. Maritech Eye™
getur séð gæðin innan í fiskinum
með meiri nákvæmni og marg-
falt meiri hraða en manneskja.
Þetta er mögulegt með því að nýta
þessa áðurnefndu ljóstækni, f lókin
algrím og sautján ár af vísinda-
legum rannsóknum,“ segir Konráð.
„Þessi lausn er sú eina sinnar
tegundar í heiminum og er sann-
kölluð bylting.“
Meiri skilvirkni, samkeppnis-
hæfni og sjálfbærni
Maritech Eye™ gerir fyrirtækjum
kleift að nýta auðlindir sínar betur
og auka tekjur sínar með því að
gera gæðaeftirlit, skráningu og
flokkun sjálfvirka.
„Með vandaðri skönnun er
auðvelt að nýta bestu afurðirnar
í verðmætustu vörurnar og nýta
aðrar afurðir á sem skilvirkastan
máta,“ útskýrir Konráð. „Þar sem
skönnunin fer fram á iðnaðar-
hraða er um leið hægt að minnka
eða endurskipuleggja handavinnu
og þannig auka skilvirkni í fram-
leiðslu.“
Konráð heldur áfram:
„Með því að fá hlutlausa
greiningu og skráningu á gæðum
vörunnar eykst líka samkeppnis-
hæfni framleiðsluaðila því þeir
geta sýnt fram á gæðin með
skýrum og afgerandi hætti,“ segir
Konráð og bætir við:
„Þar sem Maritech Eye™ skannar
fiskinn snemma í framleiðsluferl-
inu eykst einnig sjálfbærni fram-
leiðsluferlisins með því að minnka
sóun og auka framleiðni.“ n
Þessi
lausn
er sú eina
sinnar
tegundar í
heiminum
og er
sann-
kölluð
bylting.
Með nýrri ljós-
tækni Maritech
er nú hægt að
skanna fyrir
blóði, ormi, losi,
mari, stærð og
lögun fiska,
segir Konráð
Olavsson hjá
Maritech.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Maritech Eye™
gerir fyrirtækj-
um kleift að
nýta auðlindir
sínar betur.
MYND/AÐSEND
Mari-
tech
Eye™ getur
séð gæðin
innan í
fiskinum
með meiri
nákvæmni
og margfalt
meiri
hraða en
mann-
eskja.
2 kynningarblað A L LT 21. september 2022 MIÐVIKUDAGUR