Ylfingablaðið - 01.12.1937, Side 3
YILFINGAJÖl
eítir Bjarna Jónsson vígslubiskup.
Lesið jólaguðspjallið: Lúk. 2. 1.—14.
„Heims um ból helg eru jól“. Þannig verður
nú sungið um allt land. En þetta jólalag hljóm-
ar í mörgum löndum. Ef hlustað er í útvarp
um jólin, þá má heyra þetta lag frá hinum
ýmsu löndum. Þetta lag er nær því 120 ára
gamalt.
Það var rétt fyrir jólin 1818, að prestur einn
suður í Tyrol bjó til jólavers, og skólakennar-
inn í þorpinu bjó til lag við sálminn. Þá var
þetta lag fyrst sungið. Nú heyrist það um all-
an heim, og líka hér á Islandi.
En jólasagan er miklu eldri. Hún gerðist á
hinum fyrstu jólum, er margt fólk var á ferð,
og það var svo erfitt að fá gistingu, að fátæk
kona varð að vera úti í fjárhúsi, og þar fædd-
ist um nóttina frelsari heimsins.
Staðurinn, þar sem Jesús fæddist, þekkist.
Menn vita, hvar sá staður er. Þar er fögur
kirkja, elzta kirkja heimsins. I þeirri kirkju
verður haldin jólaguðsþjónusta, og bæði þar
og í kirkjunni okkar hér heima verður sögð
sama jólasaga.
En þessi saga segir frá hirðum, sem voru
um nóttina úti á víðavangi. Þar voru ungir
menn, sem voru vanir kulda og næturmyrkri.
Þessu ættu Ylfingar að veita eftirtekt. Þetta
voru ekki menn, sem sátu reykjandi inni í heit-
um húsum. Þetta voru röskir menn, sem hertu
líkama sinn.
Til þessara manna komu jólin. í kring um
þessa tápmiklu, starfandi menn ljómaði dýrð-
arbirta. Þeir hlustuðu í heilagri næturkyrrð,
úti í kirkju náttúrunnar, á hina fyrstu jóla-
ræðu og heyrðu hinn fyrsta jólasálm.
Hvað var sagt við þá? „Verið. óhræddir“.
Þrekmiklir, veðurbarnir menn hlustuðu á þessi
gleðitíðindi: „Yður er í dag frelsari fæddur“.
Þetta var gjöf handa þeim. Þeir tóku íagnandi
á móti jólagjöfinni. Þessir menn, sem trúir í
starfi sínu voru í útilegu um dimma nótt, voru
hinir fyrstu, sem hlustuðu á himneskan boð-
skap jólanna.
En nú er hinn sami boðskapur fluttur. Nú
er sagt við Ylfingana: „Verið óhræddir, ég flyt
yður mikinn fögnuð. Yður er í dag frelsari
fæddur“. Þessi jólagjöf er handa ungum, va’k-
andi mönnum. Þessi gjöf er handa þeim nú í
dag.
Hirðarnir tóku á móti þessari gleðifregn.
Þeir sögðu: „Förum nú rakleitt og sjáum þetta
barn“. Þetta voru menn, sem tóku ákvörðun.
Þeir voru ekki hikandi. Þeir voru karlmannleg-
ir, einbeittir og glaðir.
Ég óska þess, að þannig haldi Ylfingar jól.
Ég óska lesendum þessa blaðs gleðilegra jóla.
Farið að eins og hirðarnir. Verið trúir, skyldu-