Ylfingablaðið - 01.12.1937, Blaðsíða 14

Ylfingablaðið - 01.12.1937, Blaðsíða 14
14 YLFING ABL AÐIÐ áður er getið, sungum við einu sinni, sýndum stofnun Alþingis 930 tvisvar, þar af í annað sinnið fyrir hollenzku ríkisstjórnina, og glímd- um tvisvar. í tjaldbúðum okkar höfðum við stórt tjald, þar sem almenningi var boðið inn, og var hægt að fá margar upplýsingar þar. Þar sýndum við t. d. kort, er sýndi legu landsins, landlagsmyndir og margar aðrar myndir frá íslandi. Var þetta til sýnis frá kl. 12—8 e. h. 10. ágúst var Jamboree slitið og sama dag héldum við heimleiðis um Haag, Brtissel, París (þar skoðuðum við heimssýninguna), Hannov- er, Hamborg, Kaupmannahöfn, Edinborg. Bjarni Björnsson. Ylfingar verða skátar! Sunnudaginn 17. október s.l. var skemmti- fundur haldinn fyrir félaga í skátafélaginu „Ernir“. Fundurinn var haldinn í Kaupþings- salnum í Eimskipafélagshúsinu. I sambandi við fund þennan langar mig til að minnast þess, að þar voru 20 ylfingar tekn- ir upp sem skátar, og leyfi ég mér að birta þau orð, sem ég talaði til þeirra áður en athöfnin hófst: „Kæru skátabræður og væntanlegir bræður! Við munum allir vita af hvaða ástæðu við er- um hér í kvöld, en það er vegna þess, að nú er vetrarstarf félags okkar að hefjast, og svo vegna þess, að við erum að taka á móti mörg- um nýjum meðlimum, sem í raun og veru eru þó ekki nýir, því að flestir þeirra hafa starfað allt að þremur árum sem ylfingar. Þetta mun vera, í fyrsta sinn í sögu félagsins, sem svo margir ylfingar eru teknir upp sem skátar. Vænti ég þess, að allir viðstaddir verði mér hjálplegir til að gera þessa athöfn sem hátíð- legasta og eftirminnilegasta. Ylfingar! Nú ætl- um við að kveðja okkar gömlu bræður, og skát- ar, við fögnum nýjum félögum, sem við vænt- um mikils af. Fyrir hönd ylfingasveitarinnar vil ég þakka þeim ylfingum, sem nú eru að 'fara frá okkur, fyrir alla samvinnuna, og frá mér sjálfum vil ég sérstaklega þakka ykkur fyrir, hve vel þið hafið hjálpað mér í starfi sveitar- innar, því eins og þið vitið, væri ekki hægt fyr- ir mig einan að ná hópunum saman. Að end- ingu vænti ég þess, að þið verðið jafn áhuga- samir 1 skátastarfi ykkar, eins og þið hafið ver- ið sem ylfingar, og að þið verðið ávailt viðbún- ir, þegar á ykkur er kallað til hverskonar starfa, sem ykkur bíða. Ég vil og minna ykkur á, að eftir að þið hafið unnið skátaheitið, sem er svona: „Ég lofa að gera það, sem í mínu valdi stendur, til þess að gera skyldu mína við guð og ættjörðina, — að hjálpa öðrum, — að halda skátalögin“, þá takið þið á ykkur mikla ábyrgð, sem hver og einn skáti á ávallt að halda. Minn ist ávalit fyrstu greinar skátalaganna, sem er: „Skáti segir ávallt satt og gengur aldrei á bak crða sinna“.“ Að svo mæltu voru drengirnir teknir inn sem skátar á venjulegan hátt. Gamli úlfurinn. Ég vil leyfa mér að birta nöfn drengjanna hér á eftir: Árni Waage, Geir Hallgrímsson, Gunnl. Karl Eiríksscn, Guðni Hannesson, Guðjón Jónsson, Guðm. Kristinsson, Haukur Bjarnason, Jóhann- es Ingvi Viktorsson, Jón Zophoníasson, Jón Magnússon, Jóhann Guðmundsson, Kristján E. Gunnlaugsson, Karl Gunnlaugsson, Martin Pet- ersen, Stefán Hilmarsson, Sigurður Óskarsson, Sæmundur Stefánsson, Torfi Sveinsson, Þórar- inn Sveinsson, Oddur Thorarensen.

x

Ylfingablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ylfingablaðið
https://timarit.is/publication/1697

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.