Ylfingablaðið - 01.12.1937, Blaðsíða 19

Ylfingablaðið - 01.12.1937, Blaðsíða 19
YLFINGABLAÐIÐ 19 raun um, að þú ert ekk'i eins snjall eins og þú háist. En mundu, að ekki er víst, að alltaf sé bjart, er þú þarft að hnýta hnút. Það getur verið, að þú liggir úti í tjaldi og stormurinn ætli að feykja þvi um dimma nótt. Það er vont að missa hesí'inn sinn, ef maður er í langferð, — gott aö geta bundið hann vel, ef þú stansar á leiðinni. Stundum siglir þú á sjónum eða vötnum. Þá þarftu að kunna að rifa seglin. Það er æði oft, sem það kemur sér vel. að kunna að hnýta trausta og góða hnúía á kaðla og reipi, í myrkri og slæmu veðri, og þér mun þykja vænt um að hafa lært það, áður en á þyrfti að halda. Það er erfitt að lýsa því í bók, hvernig hnýta skuli, ef þú hefir aldréi hnýtt hnút fyrr. Stjörnurnar. Níi er,t þú orðinn sárfætiingur, og nú getur þii unnið fyrir tveimur stjörnum. til þess að bera á peysunni þinni, til sannindamerkis um það, hve duglegur ytfingur þii ert orðinn. En gleymdu ekki ylfingaheitinu né ylfingalögunum. Varastu þann misskilning, að halda, að þú getir hætt að hugsa um þau, af því að þú haf r einhverntíma lært þau. Þú verður ætíð að muiia þau, og ekki aöeins að kunna þau utanbókar, heldur líka að rifja þau upp lyrir þér daglega og reyna að breyta eft'ir þeim. Má vera, að þér finnist erfitt það starf, sem þú jiarft að leysa af liendi, til þess að fá stjörnurnar. En það er sennilega ómaksins vert, því að þegar þú hefir fengið þær, munt 11 f'inna, að þii ert orð- inn færari í flestan sjó. Nú ætla ég að segja þér, livað þú þarft að gera, . ií þess að eignast fyrstu stjörnuna. Seinna verður þér sagt, hvað þarf til þess að fá þá síðari. Fyrsta stjarnan. Til þess að sárfætlingur geti fengið fyrstu stjörn verður hann að geta þetta : 1. Þekkja íslenzka fánann og meðferð hans. Enn- fremur Norðurlandafánana. 2. Geta hnýtt flagghnút, rétian hnút (línuhnút), hálíbragð (hestahnút), staurahnút og vita lil hvers þeir eru notaðir. 3. Geta stokkið höfrungahlaup. Geta kastað bolta 15 m. með betri hendi og 7 m. með þéirri verri. Geta liitt hring 65 cm. í þvermál, á 7 m. færi, í þrjú skipti af tíu. 4. Ganga fallega 10 m. með 3 bækur á höfðinu (gönguleikur). Stökkva yfir snúru 30 simum og sveifla snúrunni sjálfur (sippa aftur á bak). 5. Vita hvers vegna og hvernig líkamanum er hald- ið hreinum, tennur burstaðar, neglur hreinsað- ar og skornar, og vita hvers vegna anda skal gegnum nefið. Sýna viðleitni í að framfylgja þessu. 6. Þekkja á klukkuna. 7. Þekkja umferðareglur gangandi og hjólandi manna. 8. Hafa verið ylfingur í þrjá mánuði. Fáni. Allir menn í heiminum hafa fæðst af föður og móður. Eins hefir hver maður fæðst í einhverju landi. Það er failurland hans. Hann nefnir það og fósturjörð, af því að það hefir fóstraö nann og alið. Okkar land er Island, þess vegna erum við Is- lendingar. Allir, sem búa á einu landi, nefnast þjóð. Danska þjóðin eða Danir búa í Danmörku, norska þjóðin í Noregi, Svíar í Svíþjóð o. s. frv. ÞjóSirnar hafa tekið upp þann sið, að hver þeirra á sitt sér- staka merki, sem nefnt er fáni eða flagg. Fáninn á að tákna þjóðina eða landið. Þess vegna elskar liver þjóð sinn fána og viröir hann mikils. Þess vegna má aldrei nota gamla fána í þvögur eða til neins slíks. Hvenær sem fáni er óhre'inn og rifinn, á að hreinsa hann og' gera sem nýjan, eða brenna hann ella, og fá sér nýjan. Að virða fánann er að virða land sitt og þjóð og sjálfan sig. Stundum hefir þjóðunum komið illa saman. Þær hafa jafnvel barist. Hraustustu mennirnir eru her- æfð r. Þeir raða sér í fylkingar undir fána sínum og ganga á móti óvinunum. Hver hermaður horfir á þjóöarfánann, sem ber hátt við loft frernst í fylk- ingu. Þar eru beztu hermennirnir. Þeim er treyst til þess að „láta aldrei fánann falla.“ Fyrir hann hefir margur hraustur drengur gefið sinn síðasta blóðdropa. Þegar hetja lætur líf sitt fyrir ættjörð- ina, er líkið oft sveipað fánanum. Okkar fáni er ungur, aðeins síðan 1918, en þjóð- in, sem hann táknar, er meira en 1000 ára gömul. Þess vegna minnir fáninn okkar á allt, sem unnið hefir veriö fyrir land og þjóð, frá því er hún fædd- ist inn í frelsið fyrir þúsund árum.

x

Ylfingablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ylfingablaðið
https://timarit.is/publication/1697

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.