Ylfingablaðið - 01.12.1937, Page 4

Ylfingablaðið - 01.12.1937, Page 4
4 YLFINGABLAÐIÐ ræknir og starfandi. Til ykkar kemur jólaeng- illinn og segir: Verið óhræddir. Fagnið og gleðjist. Opnið hjörtun fyrir hinni sönnu jóla- gleði, og látið ákvörðun fylgja æskugleðinni. Verið karlmannlegir, verið einbeittir, vakandi í ljóssins fylking. Þetta er ósk, sem kemur frá hjartanu, og ég vona, að hún nái til hjartans, þessi ósk, að Ylf- ingarnir megi eiga gleðileg j ól. Bj. J. Leggið rækt við Ylfingana! Þegar nýtt skátafélag er stofnað, er venju- lega, eða alltaf, byrjað á því að stofna sjálfa skátadeildina. Hins vegar er nú, að mínu viti, ekkert skáta- félag fyllilega stofnað, eða svo að traust megi kallast, fyrr en það er orðið þrefalt í röðinni, þ. e. að stofnuð hefir verið ylfingadeild, skáta- deild og R-S-deild. Ylfingarnir eru stofn félagsins og framtíð þess. Skátadeildin er sjálft bardagaliðið og kjarn- inn. R-S-deildin er hins vegar sú örugga bakvörn. Þar eru hinir þroskuðu skátar, leiðbeinendur og leiðtogar. Vegna framtíðar hvers félags ber að leggja sérstaka rækt við ylfingana. Því miður munu skátar almennt ekki gera sér þetta ljóst svo sem skyldi. Ylfingaforingjar þurfa að .vera vel starfi sínu vaxnir, þroskaðir menn, en þó jafnframt börn, sem kunna þá list að leika sér við dreng- ina. Því eitt af því, sem aðallega þarf að forðast í ylfingastarfinu, er, að það beri engan svip af barnaskóla, að þeim ólöstuðum. Að það verði ekki framhald af skólasetunni, heldur þvert á móti, hvíld frá henni. Það, sem ylfingarnir eiga að læra — sem aðallega er þó falið í þroskun lundar og mann- dáðar —, verður því að kenna sem mest í leikj- um, eða með samstarfi drengjanna, kennara- laust. Þá ber þess mjög að gæta, að gera mun á skátum og ylfingum. Litlu úlfarnir eiga sem allra minnst að koma inn á svið skátanna. Skáta- starfsemin sjálf er þeirra fyrirheit •— markið, sem keppa skal að. Svo sem kunnugt er, byggist allt skipulag ylfingastarfseminnar mjög á Skógarsögum Mowglis eftir Kipling. Mowgli, Akela og Balú eru nöfn, sem allir ylfingar kannast við. Dýrin í bók Kiplings, eða réttara sagt dyggðir þeirra, vizka og tryggð, eru fyrirmyndin, sem ekki eingöngu er keppt að, heldur reynt að komast fram úr. Þess vegna verða ylfingaforingjarnir svo að segja að kunna þessa bók. Og þangað er nægilegt efni að sækja í allar æfingar og leiki. Ég set hér frekar til gamans en gagns brot úr starfsáætlun fyrir ylfingadeild: Mánuður: Tilgangur: September. Flokksandi. Andi merkurinnar. Náttúrufræði. Október. Andi merkurinnar. Nóvember. Hagnýtar æfingar. Desember. Hjálpfýsi. Tæki: Leikir, sem ætlaðir eru eingöngu til þess að drengirnir kynn- ist hver öðrum. Frásagnir úr Skógarsögum Mowglis og aðrar dýrasögur. Dans- ar og leikir í sama stíl. Æfingar úti. Ferðalög. Frásagnir um dýr, dýraspor og jurtir. Lesið í bók náttúrunnar. Frásagnir eins og áður er getið. Söngvar, leikir, smáleikrit eða samlestur. Gáfnapróf með leikjum, og mismunandi ylfingapróf. Reyna að gera eitthvað til glaðnings fátækum meðbræðrum, innanfélags eða utan.

x

Ylfingablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ylfingablaðið
https://timarit.is/publication/1697

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.