Ylfingablaðið - 01.12.1937, Page 13

Ylfingablaðið - 01.12.1937, Page 13
YLFINGABLAÐIÐ 13 tíma. Strax á öðrum degi eftir að við komum, voru skátahópar að koma, og eftir 4 daga var allt þakið cjöldum. Þessari miklu tjaldborg var skipt í 9 hverfi (sub-comps), og fengum við tjaldstæði í 9. hverfi. Strax eftir að við komum, var hafizt handa með að reisa tjöldin, girða svæði, koma fyrir eidstó og reisa hliðið, sem var eitt mesta verkið. Hliðið var tvær hringmyndaðar súlur, sem þaktar voru að utan með rauðu hraungrýti, og leit það þá út eins og hraunstöplar, var þverslá með stöfunum ÍSLAND á milli stólpanna, tveim líkönum af fólkum sitt hvoru megin við nafnið. Strax og hliðið var fullgert, vakti það mikla athygli, og það hefir óefað verið eitt frumleg- asta hliðið, sem þarna var. Laugardaginn 31. júlí var svo mótið opnað. Fyrst gengu allir skátarnir undir þjóðfánanum og heilsuðu Hollandsdrottningu og Baden Po- well. Þegar því var lokið, var gefið merki, og 28 þúsundir skáta stormuðu upp að stúkunni, þar sem Baden Powell var, og hylltu foringjann, og það var eins og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Loksins komst kyrrð á, og drottningin flutti opnunarávarp sitt og Baden Powell ræðu á eftir. Um kvöldið, daginn sem mótið var opnað, var alþjóðaleikhúsið opnað, með söng okkar íslend- inganna. — Næstu daga á eftir, eða á meðan á mótinu stóð, var daglega mismunandi dagskrá. Einn daginn var lafði Baden Powell hyllt af kvenskátum, en hún er alheimsforingi þeirra, þá var sérstakur ylfingadagur, sem hollenzku ylfingarnir heimsóttu mótið á, og einn daginn var mót sjóskáta o. s. Jfcv. Auk þess voru dag- lega sýningar á sýningarsvæðinu. í leikhúsinu voru daglega 3 sýningar. Fyrir utan það, sem við sungum við opnunina, sem

x

Ylfingablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ylfingablaðið
https://timarit.is/publication/1697

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.