Ylfingablaðið - 01.12.1937, Page 16
16
YLFINGABLAÐIÐ
honum til allra skáta í heiminum. Eftir ávarpið
gáfum við skátaloforðið.
Þennan dag var margt fólk í kirkju. sem með
alhygli fylgdi því, sem fram fór. Og hafa margir
sagt mér að þe'ir hafi orðið mjög hrifnir af þess-
ari skátaguðsþjónustu og hafa óskað skátafélaginu
til hamingju með þennan nýja ylfingahóp, æsku
skátafélagsskaparins.
Eftir messu fylgdu ylfingarnir og skátarnir
prestinum he'im með íslenzka fánarm í þroddi
fylkingar.
Með skátakveðju.
B. h.
(Frétt frá Frank B. Mickelseu).
EITRIÐ.
(niðurlag)
Er hann kom í boðið hjá Ha.nsen, settist hann í
hægindastól úti í horni, því e’ins og hann vissi,
var boðið mjög leiðinlegt. Hann fór strax að
hugsa um nýja uppfyndingu og komst að þeirri
niðurstöðu, að það væri gaman að búa til eitur.
Hann lét heldur ekki sitja við orðin tóm, því að
strax og hann kom heim, fór ha,nn að útbúa til-
raunastofu niðri í kjallaranum, ásamt Pétri og
'Þorste'ni. Þeir söfnuðu allskonar flöskum og mixt-
úrum og röðuðu þeim upp á stórar hillur og á
hurðina settu þeir svohljóðandi miða:
Háspenna! Lífshœtta!
Hver sá, er kemur
hér inn, fœr hrœfiilegan
dauðdaga!
Dr. X.
Þarna sátu þeir löngum yfir stórum potti og
heltu mjög íbyggnir úr ýmsum flöskum í pottiun.
Eftir að hafa setið lengi þögulir, stendur Gunnar
upp og segir v'ið Pétur, að nú verði hann að fara
til kennarans og ná í hið eitraða kennarabJek.
Hann lagði af stað og eftir langa mæðu keir.ur
hann aftur. Ilann sagði, að ekki hefði þessi ferð
verið skemtmileg, því að honum hefði veizt það
svo erfitt að fá dálítið blek, því að kennarinn
vildi ekki láta hann fá það, fyrr en eftir langa
mæðu.
„En hvar er blekiðf1 sagði Gunnar.
„Það er hér,“ sagði Pétur um léið og hann tók
það upp úr vasanum.
„Þá er bezt að byrja,“ segir Gunnar. „Réttu
mér H3T2,“ sagði hann íbygginn.
Fyrst tók hann kennarablekið og helti 13 drop-
um af hinum eitraða vökva í pottinn, síðan tóku
þeir hann af og settu hann á gólfið um leið og
Gunnar sagði:
„Nú eru allar rottur dauðadæmdar.11
„Þá er að búa til iniðana,“ sagði Pétur og fóru
þe:r upp á loft til þess.
Þeir voru ekki ásáttir um, hvernig miðarnir
ættu að vera. Pétur vildi hafa myndina af kenn-
aranum hangandi á gálga, en Þorsteinn vildi hafa
hsnn með nafni Gunnars fléttað 'inn í ýmiskonar
krúsidúllur og rósaverk, en Gunnar vildi hafa það
rottuhala með ýmiskonar útflúðri, og var hann
ckki fyrr bú'nn að láta þessa uppástungu í Ijós,
fyrr en liann fór að teikna, svo að hans uppá-
scunga. varð ofan á. Er þeir komu niður í stígann
í kjallaranum, sáu þeir allan vökvann í flóði á
kjallaragólfinu. Þegar þeir komu niður, hrópaði
Gunnar upp:
„Upp með hendurnar!“
En sá, sem inni var, var löglega afsakaður, því
að liann hafði engar hendur. Það var köttur, sem
hijóp mjálmand'i úr einu horninu í annað. Eftir
stutta stund höfðu þeir komið kettinum út. Af-
leiðingarnar af mallinu sáu þeir daginn eftir, því
að þeir fundu köttinn dauðann út í garðinum.
Þeim þótti leiðinlegt að kötturinn skyldi hafa
drepist af þeirra völdum, svo að þeir tóku hann
og jörðuðu hann í garðinum. Gunnar var prestur,
Pétur grafari og Þorsteinn grátþrungin líkfylgd.
(Lauslega þýtt úr dönsku).