Ylfingablaðið - 01.12.1937, Qupperneq 17
YLFINGABLAÐIÐ
17
BJÖRGUN.
Það var kveld í októbermánuði, um það leyti
sem sláíurtíðin stóð sem hæst í kaupstaðnum. Jón
veitingamaður var í óðaönn að vísa gestum sínum
til rúma, og átti erfitt með að koma þeim fyrir,
því að aðsókn var mikil. Jón hafði komið gisf:-
húsi þessu á fót um haustið. Veður var h'ið versta,
lcrapahríð og hvassviðri af noröaustri. Var þá
barið að dyrum. Var þar kominn Einar frá Hólmi,
all veðurhrakinn. Einar var fornkunningi Jóns
frá því að þeir höfðu verið nágrannar í æskn.
Tók Jón því við honum tveim höndum, þótt
þröngt væri fyrir. Undir eins og Einar kom inn
í eldhús bað hann um að gefa hundinum sínum.
Vildi hann ekki fara úr eldhúsinu fyrr en því var
lokið og hann hafð'i fengið poka handa hundinum
til aS liggja á í einu eldhúshorninu. Lagði hann
svipu sína hjá honum og klappaði honum nokkr-
um sinnum, áður en hann skildi við hann. Jón
minntist þess, að Einar hafði enginn dýravinur
verið í æsku, og þóíti þetta því allkynleg aðferð
af honum. Þegar þe'ir kmou inn í stofuna, bauð
Jón honum í staupinu, en Einar þáði ekki.
„Mér þykir þú undarlegur núna, kunningi; mig'
minnir að þér þætti gott í staupinu hér fyrrurn,
en ég hefi nú verið svo lengi í burtu og veit
ekki hvaða stakkaskiptum þú hefir tekið.“
„ÞaS er nú saga að segja frá því. — Það er
satt, ég drakk um tíma, og það svo, að ef ég hefði
lialdið áfram, þá veit ég ekki, hvað um mig hefði
orðið nú.“
„Kom eitthvað sérstakt fyrir, svo að þú liættir?'
„Ef til vill ekki neitt sérstakt í þeim skilningi,
aö það hafi ekki kom'ið fyrir fleiri en mig; en
fvrir mig var það mikils virði.“
„Jæja, það væri gaman að fá að heyra það;
en gerðu svo vel, maturinn býður þín.‘
„Þú skal fá að heyra söguna mína,“ mæli Ein-
ar, þegar hann hafði hrest sig ofurlítið á matn-
um. „Það var á þorranum fyrir meira en tveim
mánuðum. Ég fór norður í Álftadal einn dag.
ÞaS er langt þangað, minnst fimm tíma lestarferð
á sumardegi. Ég lagði af stað fyrir dag, því að
ég ætlaði að ná heim um kvöldið, en gerði þó
ráð fyrir að vera þar um nóttina, til þess að kon-
an mín yrði ekki hrædd um mig, ef ég vrði seint,
á ferð. Hundurinn, sem þú sást að ég var að hag-
ræða þarna frammi, var með mér. Veit ég eldti
hvaða lán það var, því ekki var ég vanur að hafa
liund með mér að jafnaði; því að enginn dýra-
vinur var ég, éins og þú manst. Veður var mjög
gott um morguninn; hreinviðri og frost dálítið og
snjór á j öröu. Mér gekk ferðin vel norður yfir
lieið'ina og' kom í Álftadal nokkru fyrir hádegi.
Við Helgi á Hamri vorum gámlir drykkjufélagar,
Og sat ég fram undir rökkur í góðu yfirlæti. Var
ég orðinn dálít'ið kenndur, þegar ég fór þaðap.
Bauð Helgi mér oft að vera um nóttina, en ég
vildi með engu móti þiggja. Var tpngl þá í fyll-
ingu,og þótti mér sem mund'i sama hvort ég væri
á ferð að nóttu eða degi. Helgi fylgdi mér upp á
heiöahbrún, og fengum við okkur vel í staupinu
áður en við skyldum. Eklfi gaf ég því gaum, hvern-
ig veðurútlit var á heiðinni. Þegar ég var kom-
inn á miðja he'iðina, var kominn norðaustan storm-
ur. Fór þá líka að snjóa allmikið, og eflir
skamma stund va.r kominn moldbylur. Ég þramm-
aði áfram én fann að vínið truflaöi mig mjög.
Var ég þungur á mér og máttlítill. Ég sá, að
Krumm'i hljóp öðru hvoru á undan mér og kom
til mín aftur og gelti, gaf ég því lítinn gaum í
íyrsíunni, en þó fór ég ætíð í sömu átt og hann.
Hve lengi ég fylgdi Krumma þannig í leiðslu,
veit ég ekki, en það man ég síðast, að ég kom að
barði og lagðist. ég þar fyrir og sofnaöi/'
(Framh.).
Kaflar úr Ylfingabókinni.
Slysið á ísnum við Niagarafossinn.
Þegar eg var í Kanada fyrir nokkrum árum,
skeði mjög voðalegur viðburður við Niagarafoss-
inn. Þetta var um hávetur. Þrjár manneskjur, karl-
maður, kona hans og drengur seytján ára, voru að
ganga yfir ísbrú, er lá yfir ána rétt hjá Niagara-
fossinum. Allt í einu heyrðu þau brest'i í ísnum og
stykki losnuðu úr ísbrúnni. Maðurinn og konan voru
stödd á ísjaka, sem losnað haföi úr ísbrúnni, sem
þau ætluðu að ganga yfir ána á, og drengurinn