Bræðrabandið - 01.02.1963, Side 2
Bls 2 - Bræði-’aband.ið
Erá hendi Guðs er vissulega ekkert til fyrirstöðu þvx
að nýja árið verði okkur gott og blessunarríkt. En gæði bess munu
verða í hlutfalli við það hve fús við erum til að velja vegi
Drottins og vinna verk hans.
Náð hans og blessun sé meö ylckur öllum. Þökk fyrir sam-
starf og fyrirbæn á liðnu ári. Biðjum hvert fyrir öðru, og
styrkjum hvert annað í öllu góðu.
Ykkar einlægur bróðir
Júlxus Guðmundsson
HVERH5 fiTHR H A Ð VIRJA
íhihu 1963 ?
Við lifum á öld flýtis og hraða. Tveir menn, annar
Bandaríkjamaður, hinn Japani - voru á ferð í strætisvagni í
borg á Vesturströnd Bandaríkjanna. Eitt sinn er vagninn staö-
næmdist fóru þeir úr honum og í annan vagn, sem var troðfullur.
Þá spurði Japaninn:"Hvers vegna þurfum við að skipta um vagn?
Hinn var mikið þægilegri og ekki svona yfirfullur."
"Jú, sjáöu til," svaraði Bandaríkjamaðurinn. "við spörum
tvær mínútur á þennan hátt."
"Jæja," svaraði Japaninn, "en til hvers eigum við að
nota þessar tvær mínútur?"
Til hvers eigum við að nota þessar tvær mínútur? Til
hvers eigum viö að nota allan tímann, sem við höfum sparað með
því að flýta okkur og meö stöðugum uppfinningum, sem spara okkur
tíma?
Þegar ég var drengur, stóð mamma bogin yfir þvottabalanum
og notaði bretti til að þvo fötin okkar allra, Vatnið hitaði hún
á vél, sem kynt var með kolum og spýtum og var alls ekki fljót-
virk. Eini ísskápurinn hennar var lækurinn uppi í hlíðinni. Þá
gekk pabbi allan daginn á eftir uxunum og plógnum. Hann sáði í
akrana með höndunum og sló með orfi og Ijá. Við börnin notuðum
eftirmiðdagana, þegar við vorum búin £ skólanum, til að reyta
arfa, tína ber og epli eða taka upp kartöflur, eða safna eldivið.
Þá var alltaf nógur tími, ekki einungis til vinnu, heldur
margra annarra hluta. Nógur tími til að fara í kirkju og til að
heimsækja vlni og kunningja - nógur tími til að vera góður nágranni.
En nú, jafnvel þótt við séum alltaf að spara tímann, þurfum
við alltaf að flýta okkur. Við höfum aldrei tíma til að gera allt,
sem okkur langar til - elcki einu sinni til að gera það, sem við
þurfum í rauninni endilega að gera.
Árið 1962 er nú liðið og 1963 er byrjað. Hvernig notuðum
viö liðna árið? Nutum við þess til fulls? Eða flýttumvið okkur
gegnum það? Tókum við tíma til hinna allra nauðsynlegustu hluta -
þeirra, sem hafa eilífðar gildi? Eða notuðum við tíinann að mestu
leyti í áhyggjur fyrir lífinu?
Hvað eigum við að gera á árinu 1963. Við skulum nota
tímann til þess sem mikilvægast er. Við skulum nota meiri tíma til
b ænar.