Bræðrabandið - 01.02.1963, Page 4

Bræðrabandið - 01.02.1963, Page 4
Bls_, 4 ~ Bræðrabandið_~_1.2.^63 Árið 1963 verðum við að taka tíms til að vera með fjölskyldu . okkar. Á þessari öld á faðirinnannríkt, móðirin vinnur og börnin eru á götunni. Pjölskyldan boröar ekki saman, talar ekki saman og er ekki saman. Miklum peningum er varið til að rækta blóm og jurtir, sem svo visna og deyja á einum degi. Ættu menn ekki fremur að nota tíma og krafta til að ala upp böm sín, sem lifað geta um eilífð? Drottinn segir í 5.Mós,6:7:"0g þú skalt brýna þau fyrir bömum þínum og tala um þau þegar þú ert heima og þegar þú ert á ferðalagi, þegar þú legst til hvíldar og þegar þú fer á fætur.*’ Tommi og móðir hans, 1 bók sinni "Helgistund fjölskyldunnar” segir Helen K. Osv/ald frá drengnum Tomma og móður hans, Tommi kom heim úr skólanum dag nokkurn á hádegi, Um leið og hann kom inn sagði hann :"Mamma, ég talaði lengi við Jón og Oskar um trúmál. Sg vissi ekki hvernig ég ætti að svara þeim því óg þekki ekki Biblíuna vel síðan við hættum að hafa fjölskyldubænastund hér heima. Viltu hjálpa mér að finna versið urn að við veröum að endurfæðast til að koma st í himininn," Mamma var eiginlega hætt að opna Biblíuna. Hún fór ekki í kirkju nema einu sinni á ári. Hún lét Tomma fá matinn og sagði: "Gjörðu svo vel - bprðaðu þetta og hættu þessum trúmálasamræðum viö skólafélaga þína. Ég hef engann tírna til að leita í Biblíunni Síðan flýtti hún sér að girðingu nágrannans og fór að tala við konuna þar, en Tommi varð að borða einn því að pabbi hans var ekki heima. Mamma stóð úti £ garði og masaði og hló. Bráðtun varð Tommi aftur að fara £ skólann. Hann varð fyrir sárum vonbrigöum vegna þess aö mamma hans sinnti honum ekki, en veifaöi samt og lcallaði: "Bless mamma, ég kem heim strax þegar skólinn er búinn." Hún leit snöggvast við til að kalla:"Plýttu þér nú,strákur. Tommi hljóp af stað og þegar hann nálgaðist skólann varð allt £ einu sprenging £ stórri byggingu og stórt málmstykbi kom fljúgandi og lenti £ höfði Tomma, sem dó samntundis. Fáum minútum eftir að hann hafði veifað móður sinni, var liflaus likami hans lagður í líkhúsið, Hvílík sorgarsagaj Móðirin var svo önnum kafin að hún vanrækti hið mikilvægasta í lífinu. Nú hrópaði hún:"Hvers vegna tók ég ekki tíma til að finna vcrsið fyrir hann? Hvers vegna settist óg ekki niður og talaöi við hann meðan hann borðaði miðdegisverðinn sinn? Hvers vegna tók ég mér elcki tíma til að kyssa hann, þegar hann kvaddi mig áðan? Og allt síðastliðið ár hef ég ekki tekið tíma til að tala við hann eða lesa fyrir hann á kvöldin. Hvers vegna hef ég látið önnur mál taka upp tímann, sem ég átti að eyða með barninu mínu?" Með hliðsjón af því, að við erum meðlimir hins síðasta safnaðar, og sem foreldrar ábyrgir fyrir Gu. i, eyðum við þá nægum tima með bömum okkar? Guð gefi oklcur náð til þess. En við skulum líka taka tírna til þjónustu fyrir Guð. Hve miklum tíma eyddir þú á síðastliðnu ári í að vinna fyrir Guð? Segjum við:"Ég hef elcki tíma til að lesa Biblíuna með öðrum -

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.