Bræðrabandið - 01.02.1963, Page 5
BIsa 5
Bræðrabaiidið
x
<*
• eða fara í haustsöfnun, eða fara á bænasamlcomu? Það er auðvelt
að afsaka sig. En munu þessar afsakanir standast fyrir clómi
Guðs?
Ellen Go White segir þessi alvarlegu orð:,,Ef hvert augna~
blik væri metið og notað á réttan hátt, ættum við aö hafa tíma
til alls, sem við þurfum að gera fyrir okkur sjálf eða heiminn."
Það er örugglega tími til að vinna fyrir Guð, ef við notum
tíma okkar hyggilega og veljum að vinna fyrir hann. Og svo mun
þess veröa krafist að við gerum reikningsskil tíma okkar við Guð.
A nýja árinu veröum við að eyða meiri tíma í tilbeiðslu,
Hvíldardagurinn er hámark vikunnar - þá ber okkur að ganga 1 hús
Drottins. Það var í húsi Drottins að Jesn.ja sá Drottinn (Jes,6:l)
og heyrði raust hans (8.v.)
Sálmaskáldið sagði:"Komið í forgarða hans" (Sálm.96:8)
"Komið, föllum fram og krjúpum niður." (Sálm.95:6)
Við freistumst stundum til að fara elcki í kirkju vegna
gesta, slæms veðurs, þreytu, vegna þess aö við kjósum að sofa
lengi, við höfum orðið ósátt við einhvern, eða hundrað aðrar
ástæður geta komið til. Slíkar freistingar ber að yfirvinna.
Ekkert má raska stefnumóti okkar við Guð í húsi hans.
1 Nýja Testamentinu lesum við:"Er þeir nú voru á ferð,
kom hann inn í þorp nolckurt. En kona ein að nafni Marta tók
á móti honum i hús sitt. Og hún ótti systur, er hét María; hún
settist við fætur Drottins og hlýddi á orð hans. En Marta var
önnum kafin við mikla þjónustu. Og hún geklc til hans og mælti:
Herra, hirðir þú ekki um það, að systir mín lætur mig eina ganga
um beina? Seg þú henni að hjálpa mér." Lúk,10.38-4o.
Marta átti of annríkt, en María tók tíma til að sitja við fætur
Jesú. Við verðum líka að taka tima. Aðventistar ættu ekki að
sogast inn í hringiðu þess hraða, sem auðkennir barn þessarar
aldar. Við megurn ekki leyfa annríki oð útrýma andlegum iðkunum.
Minnumst þess að Guð gaf okkur timann og að hann fylgist með því,
hvernig við notum hann. Ef við notum hann rétt, mun hann gefa
oklcur eilífðina.
Hvernig ætlar þú að verja árinu 1963? Við erum öll á leið
til hins mikla dóms. Og þar sem við verðum öll að standa frammi
fyrir hinum mikla Guði, skulum við ákveða að taka tima til að
helgast nú.
Review -
+++ ++ +++++++ ++ +++
"Hið minnsta frávik frá hinu rétta og lögmálsbundna leiðir
til aðgreiningar frá Guði og getur endað i fullkomnu fráhvarfi.
Það, sem við gerum einu sinni er okkur eiginlegra að gero aftur.
Að halda éfram á einhverri leið, hvort sem hún er rétt eða röng
er auðveldara en að taka upp nýja stefhu. Það tekur olckur minni
tíma og minni fyrirhöfn oö spilla viðhorfi okkar til Guðs en að
gróðursetja í huga olckar venjur réttlætis og sannleika. Maðurinn
á erfitt með að hætta því, sem hann hefur vanið sig á, hvort sem
áhrif þess eru góð eða ill." 4.Test,bls. 578 (E.G.W.)