Viljinn - 01.11.1937, Qupperneq 2
- 2 -
"V I L J I N N"
Það gleður mig ávallt þegar eg sé að hinir ungu hafa
með höndum ráðagerðir, sem geta leitt til blessunar fyrir
aðra. Og nú þegar ungmennafélagið í Reylcjavík ræðst í
svo stórt verkefni að gefa út blað, þá vona eg og trúi því,
að það sé og verði málgagn alls félagsins vilja, og að hann
mætti alltaf vera í samrærai við Guðs vilja.
Það eru fáir menn í heiminum, sem í rauninni skilja
hugtakið "vilji". Margir álíta, að • þegar maður er viss
um að maður hefur rétt fyrir sér, þá é maður aldrei að láta
undan, þá á maður að sýna vilja sinn. Lðrir álíta að það
komi ekki öðrum við hvað maður sjálfur vill. Arilji maður
skemmta sér að heimsins hætti, þá gerir maður það sem mað-
ur sjélfur vill.
Hvers vegna skyldi nú Guð hafa gefið okkur frjálsan
vilja, viljann til að velja eða hafna? Af þeirri einföldu
ástæðu, að hann vill að við séum hamingjusamar manneskjur.
Hin mesta hamingja er í því fólgin að nota vilja sinn og
nota hann rétt. Það stuðlar ekki að hamingju að berja vilja
sinn í gegn, ef hann á einnhvern hátt getur gert öðrum tjón.
Það skapar ekki sanna hamingju að vilja það sem eðli synd-
arinnar stefnir til, afleiðingar þess konar vilja geta oft
orðið hræðilegar- Það gerir heldur engan hamingjusaman að
einbeita vilja sinum þvert á móti skoðunum annara um sama
hlutinn, það kalla menn þrjózku, og það meö réttu. Það er
þrennt sem hinn rétti vilji á að byggjast á og sýna sig í:
FYRSTA: Að Guð og hans nafn heiðrist með honum. Annað:
Að aðrir njóti góðs af honum. Þriðja: Að maðurinn sjálfur
göfgist.
Þegar þú gefur loforð öðrum til gagns, þó láttu vilja
þinn vera svo afgerandi, að þú haldir loforð þitt, jafnvel
þó þú sjálfur hafir ekki hagnað af því- Þegar þú segir
"NEI" við einhverja freistingu, sem mun leiða þig afvega,
þá beittu vilja þínum þannig, að þitt NEI þýði NEI og ekkert
annað. Það mun ef til vill hafa þann árangur að frelsa
sjálfan þig og aðra. Tilji okkar má ekki stjórnast af reiði-
girni eða löngun til að þrátta. Eitt af því besta, sem Guð
hefur gefið okkur er viljinn. Látum viljan stjjórnast af
brosi fremur en reiðilegu andliti. Láttu vilja þinn nota