Viljinn - 01.12.1942, Page 7
- 7 -
er sá dagur kom, að eg ákvað að helga líf mitt Guði, var
sem hann hvíslaði að mér, að hann þyrfti á mér að halda í
verki sínu í Afriku.
Þá hófst mikil harótta í sél minni. Þetta kom algerlega
þversum við allar óskir mínar og áform. Frœndi minn varð
vonsvikinn og særður. Og er honum mistókst að sannfæra mig
um, að eg gæti sloppið við Afrikuferðina með því að styrkja
kristniboðið með fjérframlögum, sneri hann 'bakí við mér og
gerði mig arflausan. - Eg vann sjélfur fyrir menntun minni
og kappkostaði að öðlast alla þa menntun, sem nauðsynleg
væri fyrir starf- mitt a kristniboðsakrinum. Þegar eg lít
til baka, þakka.eg Guði fyrir þann dag, er hann gaf mér
glöggan skilning á því, hvert skyldi vera starf mitt fyrir
haiin. Að vísu er verk hans ein heild, en það skiptist þó
í margar greinar, og hann'sýndi mér glögglega í hvaða grein
starfsins eg skyldi vinna.
Eg veit ekki hvort: e"g gét útskýrt það, eg hefi reynt
að segja nokkrum vinum-mínum frá því, en svo virðist sem
þeir hafi ekki skilið mig."
"Eg veit það, hve erfitt það getur'Verið- stundum að láta
vini sína skilja sig," sagði Marta.
"Ef þú:hefðir-ekki haft áhuga fyrir kristniboðinu, héfði
eg ekki getað giftst þér," sagði hannhljóðlega - "en það
sem eg vildi segja þér var.þetta: "Þegar -eg fékk köllun t'il
að fara til Afriku, sá eg opna gröf."" :
"páll!" •
"já, mér fannst sem það væri ekki nóg, að eg væri fús'
til að fara hingað ■, lifa hér og vinna hér að velferð annarra,
eg þurfti einnig að vera fús til að'deyja hér. En mér finnst
að eg hafi unnið sigur á þessu sviðii ' Hvort sem líf mitt
é að enda hér fljótlega, eða eg á að starfa hér fyrst í
mörg ár, vil eg að þú skulir vita, að eg er fús til að taka
því, sem kann að koma."
■. Marta virtist vera óttaslegin. HÚn hafði éinnig helgað
sig kristniboðinu fyrir líf og dauða, en dauðinn sýndist
svo langt burtu.
"Eitt var það, sem’eg glímdi við lengi," sagði Páll.
"Eg hugsaði oft um verslunarhæfileikann, sem Guð hafði viss
ulega gefið mér. Hvað áttl'eg að gera við hann? Átti eg
að grafa þá talentu í jörðu? En Guð notaði einn af vinum