Austurglugginn


Austurglugginn - 22.08.2014, Side 5

Austurglugginn - 22.08.2014, Side 5
„Það hefur gengið vel hjá okkur á Vopnafirði og að hætti sannra íþróttamanna er oft gott að hætta leik þá hæst hann stendur og hefja leik á nýjum vettvangi,“ segir Þorsteinn. Hann er uppalinn á Sauðárkróki en faðir hans var þar héraðsdýralæknir í þrjátíu ár. Hann lærði viðskiptafræði í Háskóla Íslands, starfaði síðan fyrir fjárlaganefnd Alþingis og Fjárlaga- og hagsýslustofnun og var bæjarritari í Hafnarfirði í tólf ár áður en hann flutti sig austur. „Mér hefur þótt ákaflega gott að búa á Vopnafirði þótt ég hafi komið frá Hafnarfirði. Ég var í grunn- skóla á Sauðárkróki sem var nettur staður. Þar vissu allir allt um alla eins og gerist í litlum samfélögum og kjaftasögurnar eru snöggar að ganga. Þar lærði ég að láta þær hafa engin áhrif á mann. Ef maður er sjálfur sáttur við það sem maður gerir þá er allt í lagi. Ég hef alltaf verið dálítill sveitamaður í mér og ég er viss um að það eru ekki margir sem hafa komið á flesta bæi í Skagafirði en það gerði ég, annað hvort með föður mínum eða Landssíma- num þar sem ég vann við að þjónusta loftlínur. Ég hef alltaf haft gaman af sveitinni og verið mikill dýrakarl. Hesta hef ég átt frá því ég var átta ára og sveitin heillar mig. Mér finnst ekki vandamál að vera þar sem er svolítið sveitaumhverfi og það hefur hjálpað mér hér. Mér líður vel í fögru um- hverfi þar sem ég get labbað um í þýfinu og hlustað á náttúruna og dýrin.“ Síðasti vinnudagur Þorsteins var á fimmtudaginn í síðustu viku. Seinni part dags hélt hann í vesturátt með allt sitt hafurtask en hann hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Grundarfirði. „Maður er svo sem með fína starfsorku og vill ekki hætta störfum þannig ég fór að líta í kringum mig. Niðurstaðan varð sú að ég fékk starf á Grundarfirði.“ Nýr meirihluti K-lista félagshyggju og Betra Sig- túns var myndaður eftir sveitarstjórnarkosningarnar á Vopnafirði í vor. Sigtúnslistinn gaf það meðal annars út að hann vildi auglýsa starf sveitarstjórans. „Ég varð var við að þau framboð sem voru hér ný vildu auglýsa starf sveitarstjóra og ég fer alls ekki að sækja um starf sem ég er í en það hentaði mér heldur ekki illa að söðla um.“ Fleiri ástæður lágu að baki ákvörðun Þorsteins. „Ég tók ákvörðunina vel fyrir kosningar. Í fyrsta lagi er maður á tímamótum í aldri þar sem ég varð sextugur í byrjun árs. Ég er búinn að vera í 16 ár á Vopnafirði og þau ár hafa að mínu viti verið mjög farsæl. Þegar maður hefur verið lengi á sama stað er gott að stíga einhver skref og prófa nýja hluti. Það er líka gott fyrir Vopnafjörð að ég verði ekki lengur heldur komi nýir vendir að verkum. Hér fyrir austan er ég líka langt frá ætt- ingjum og ég fer nær þeim með því að flytja vestur.“ Ætlaði að vera í eitt kjörtímabil Margt hefur breyst á þeim árum sem Þorsteinn hefur starfað á Vopnafirði. Hann rifjar upp að þegar hann kom til starfa voru skuldir sveitarfélagsins vel yfir því 150% marki af heildartekjum sem sveitar- félögum eru nú sett mörk um í sveitarstjórnar- lögum. Greiningar hafa sýnt að sveitarfélagið er í sterkri stöðu þar sem skuldirnar eru núna um 80% af tekjum og veltufé frá rekstri með því hæsta sem gerist hjá sveitarfélögum í hlutfalli við heildartekjur, eða liðlega 20%. „Ég kom hérna árið 1998 eftir að hafa verið bæj- arritari og fjármálastjóri og þar með staðgengill bæjarstjóra í Hafnarfirði í tólf ár. Ég hafði þess vegna töluvert mikla reynslu af bæjarpólitík og vinnu við fjármál sveitarfélaga og hafði hug á að nýta þá kunnáttu. Ég sótti um á fleiri stöðum og stóð líka til boða staðan í Búðardal en valið var að koma hingað. Ég ætlaði að vera hér í eins og eitt kjörtímabil en tíminn varð heldur lengri. Mér lík- aði vel við Vopnfirðinga almennt og við vorum að vinna að skemmtilegum verkefnum, byggja skóla, leikskóla, hafnarmannvirki og margvísleg önnur verkefni, sem breytt hafa miklu til batnaðar fyrir samfélagið. Verkefnin hafa verið skemmtileg en líka erfið, eins og fjármálin sem hafa tekið á. Núna erum við þó í þeirri stöðu að við erum fjárhagslega sterkt sveitarfélag miðað við stærð. Veltuféð er gott, en það eru þeir fjármunir sem pólitíkin hefur úr að spila til að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd, fjármagna framkvæmdir og greiða afborganir lána. Við höfum lækkað skuldirnar mikið þannig að þeir peningar sem áður fóru í fjármagnskostnað nýtast nú í að byggja upp það sem tímabundið þurfti að drabba sökum mikils fjármagnskostnaðar og hárra afborgana lána. Inn í framtíðina sjáum við fyrir okkur að sveitarfélagið verði traustara og traust- ara og hafi rýmra fjármagn til þess að gera ýmsa góða hluti fyrir íbúa, fyrirtæki og félagasamtök í sveitarfélaginu. Lærdómsríkt að lenda í hremmingum Erfiðasta málið er líka það sem Þorsteinn er hvað stoltastur af. Vopnafjarðarhöfn er í dag í hópi fimm stærstu hafna landsins miðað við landaðan afla. Fyrir rúmum áratug voru hins vegar miklar hræringar í gegnum Tanga, útgerðarfélag Vopnfirðinga. Árið 2002 eignaðist Eskja tæplega helmingshlut í félaginu en heimamenn, með fulltingi hreppsins, keyptu hlut Þorsteinn Steinsson „Ljóst að ef einhver mætti í Hawaii-skyrtu á sviðið þá var verið að leika sveitarstjórann“ Þorsteinn Steinsson hafði einu sinni komið á Vopnafjörð, og þá sem ferðamaður, áður en hann réði sig þangað sem sveitarstjóra. Í síðustu viku lét hann af störfum eftir sextán ára starf. Austurglugginn leit við hjá Þorsteini og ræddi við hann um skiptin, starfið á Vopnafirði, sambýlið við Vopnfirðinga og Hawaii-skyrtusafnið. AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 22. ágúst 5 „Ég er sannfærður um að markaðsvirði fasteigna hér myndi rjúka upp þann dag sem byrjað yrði á jarðgöngum.“

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.