Austurglugginn


Austurglugginn - 22.08.2014, Síða 8

Austurglugginn - 22.08.2014, Síða 8
8 Föstudagur 22. ágúst AUSTUR · GLUGGINN Héraðshátíðin Ormsteiti var sett um síðustu helgi og stendur fram á sunnudag. Hátíðin hófst á því að Fellamenn buðu í súpu en á laugar- deginum var komið að hinni vinsælu hverfahátíð sem nær hápunkti sínum með hverfaleikunum á Vilhjálms- velli. Nokkuð færri mættu á leikana heldur en undanfarin ár enda rigndi hraustlega um kvöldið. Að þessu sinni var það bleika hverfið sem bar sigur úr býtum á leikunum en appelsínu- gula hverfið, Fellabær, var valið best skreytta hverfið. Á sama tíma fór fram gleði í Möðrudal á Fjöllum. Síðan hefur hver atburðurinn rekið annan, krakkadagur með gæludýra- sýningu var á mánudag og markaðir, íþróttamót og menningarviðburðir hafa verið á boðstólunum í vikunni. Á morgun verður miðbæjarhátíð á Egilsstöðum og hreindýraveisla um kvöldið. Ormsteiti lýkur með Fljóts- dalsdegi á sunnudag en þar kemur meðal annars hljómsveitin Valdimar fram á Skriðuklaustri og kláfferja yfir Jökulsá, milli Glúmsstaðasels og Kleifar í Norðurdal, verður vígð. Austurglugginn leit við á hverf- ahátíðinni. GG Danski sirkusinn Sirkus Baldoni heldur sýningu á Egilsstöðum næst- komandi þriðjudag. Sirkusinn kom í fyrsta sinn til landsins árið 2008 og aftur árið 2009. Sýning ársins býður upp á mörg spennandi og hröð atriði. Meðal annars má nefna jafnvægisatriði í fleiri metra hæð, fótagegl, þokkafullt loftatriði, dansatriði á stöng, „quick chance“ með dans, húllahopp, hressa trúða og margt fleira. Áhorfendur verða kynntir fyrir „Ball- ett á öxlum“ - æfingu sem hefur unnið Gulltrúðinn á hinnu virtu al- þjóðlegu sirkushátíð sem haldin er í Monte-Carlo. Leonardo, óþekka ljónið, er fastur meðlimur Sirkus Baldoni og hitta skemmtileg inngrip hans, þegar hann truflar kynningu sirkusstjórans aftur og aftur í sýningunni iðulega í mark. Dönsku trúðarnir Danilo og Danila hafa sýnt listir sínar með sirkusnum í fleiri ár og þau eru snillingar í að fá fólk til að hlæja. Þá verður sýnt atriði þar sem lista- maðurinn notar krukkur úr fínu kín- versku postulíni, stóra krukku sem hann snýr á höfðinu og fingri, eins og um sé að ræða bolta, og ennþá stærri krukku sem hann kastar upp í loft til þess að grípa hana með bakinu. Litrík hverfahátíð á Ormsteiti Sirkusinn mætir í bæinn Fjólubláa hverfið leiddi skrúðgönguna í ár. Höfðingi bleika hverfisins rann lengst í vatnsrennibrautinni. Hæsta öskrið skilaði dýrmætum stigum. Sirkusstjórinn Baldoni og óþekka ljónið Leonardo. Í stað boðhlaupskefla var notast við vatnsblöðrur sem þurfti að sprengja með því að skalla þær. Kapphlaupið um karamellurnar.

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.