Austurglugginn


Austurglugginn - 22.08.2014, Qupperneq 11

Austurglugginn - 22.08.2014, Qupperneq 11
 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 22. ágúst 11 Ólafur Bragi Jónsson, akstursíþrótta- maður í START, Fljótsdalshéraði, varði um helgina heimsmeistara- titil sinn í torfæruakstri en mótið fór fram á Akureyri. Þá vann hann einnig fimmtu og sjöttu umferð Ís- landsmótsins sem haldin var um leið. „Þetta var mjög spennandi keppni þar sem við skiptumst á um að hafa forystuna. Þrautirnar voru oft erfiðar, sérstaklega þegar rigndi á laugardag- inn og brautirnar urðu blautar,“ segir Ólafur Bragi. Hann varð efstur í NEZ heimsbikarkeppninni með 3399 stig en Snorri Þór Árnason varð annar með 3250. Níu erlendir ökuþórar mættu til leiks í keppninni, þar af þrír í flokki Ólafs Braga sem keppir í flokki sérútbúinna bíla. Keppnin stóð í tvo daga og var um leið fimmta og sjötta umferð Íslandsmótsins í tor- færu. Ólafur Bragi var efstur eftir fyrri daginn en hann og Snorri Þór skiptust á forystunni þar til að kom að síðustu þraut dagsins, tímaþrautinni, þar sem Ólafur Bragi varð fljótari. Seinni daginn veitti Ingólfur Guð- varðarson honum harða keppni og eftir að Ólafi Braga hafði hlekkst á í næstsíðustu braut og hlotið fjölda refsistiga hafði Ingólfur yfirhöndina. Hann velti hins vegar í tímaþrautinni sem Ólafur Bragi keyrði af öryggi og tryggði sér þar með sigurinn. Ólafur Bragi vann þar með síðustu tvær umferðirnar í Íslandsmótinu sem voru þær einu sem hann tók þátt í þetta sumarið. Þá varði hann heims- bikarinn sem hann vann í Noregi í fyrra. Hann fór alls heim með fjóra bikara því ein tilþrifaverðlaun bætt- ust í safnið. Hann segist þakklátur aðstoðarmönnum sínum fyrir vinnu helgarinnar. „Ég held að ég hafi ekki tapað keppni á bílnum síðan 2010 og aðstoðarmennirnir voru búnir að græja hann þannig hann myndi þola tveggja daga álag. Ég velti á laugardaginn en snör viðbrögð þeirra hjálpuðu mér aftur af stað.“ Óvíst er þó hvort heimsmeistarinn geri atlögu að þriðja titlinum í röð. „Keppnin verður haldin erlendis á næsta ári og það hvort maður fer veltur á því hvort styrktaraðilar finnast til ferðarinnar.“ Tveir aðrir Austfirðingar, þeir Guð- laugur Sindri Helgason og Kristmundur Dagsson tóku þátt í heimsmeistara- mótinu. Kristmundur varð níundi með 2235 stig eftir helgina en Guðlaugur tíundi með 2202 stig. GG Fjarðabyggð og Leiknir eru hárs- breidd frá því að tryggja sig upp um deild en liðin eru í toppsætum ann- arrar og þriðju deildar karla í knatt- spyrnu. Fjarðabyggð mætir Gróttu um helgina í toppslag annarrar deildar. „Það verður gaman að mæta Gróttu. Það er gott próf fyrir okkur að mæta liði sem hefur gengið vel. Þarna geta menn orðið aðeins betri. Við erum að spila um toppsætið og ef menn ætla að verða eitthvað þá þurfa þeir að vinna þessa leiki,“ segir Brynjar Gestsson, þjálfari Fjarðabyggðar. Fjarðabyggð náði toppsætinu um síð- ustu helgi með 3-0 heimasigri á Njarð- vík á meðan Grótta tapaði fyrir Ægi í Þorlákshöfn. Fjarðabyggð er einnig með 11 stiga forskot á ÍR í þriðja sæti þegar fimmtán stig eru eftir í pottinum en tvö efstu liðin fara upp um deild. „Við tökum þetta skref fyrir skref og næsta verkefni er Grótta. Menn verða að standa í lappirnar og klára þetta sem fyrst áður en hópurinn tvístrast,“ segir hann en leikmenn hverfa af svæðinu þegar skólarnir byrja. „Þetta er ekki búið á meðan við eigum eftir að ná tveimur sigrum í hús.“ Huginn er svo í fjórða sæti deildarinnar eftir 4-3 tap gegn ÍR um síðustu helgi. Í þriðju deildinni er Leiknir með níu stiga forskot á Berserki, sem eru í þriðja sæti þegar fimm umferðum er ólokið. „Við tökum bara einn leik fyrir í einu en við stefnum bara á bikarinn núna. Við verðum að stefna hátt og gerum það. Markmiðið frá því ég tók við í vor hefur verið að komast í aðra deild,“ sagði Viðar Jónsson, þjálfari Leiknis, eftir 0-4 sigur á Einherja á Vopnafirði á föstudagskvöld. Leiknir spilar tvo útileiki gegn Víði í Garði og Grundarfirði um helgina en Berserkir koma austur eftir viku. Höttur er í öðru sætinu með sex stiga forskot á Berserki en hafa leikið leik meira. Einherji er í næstneðsta sæti deildarinnar með 13 stig en eiga bara fjóra leiki eftir. Framundan er erfið fallbarátta fyrir liðið sem vann fjórðu deildina í fyrra. Í fyrstu deild kvenna berst Höttur við Þrótt Reykjavík um sæti í úrslita- keppninni. Höttur spilar í borginni um helgina við ÍR og topplið KR. Höttur er eina liðið sem náð hefur stigum af KR í deildinni í sumar en Höttur vann viðureign liðanna á Egilsstöð- um fyrir tveimur vikum 3-0. Höttur þarf að vinna sína leiki og treysta á að Þrótti fatist flugið á lokasprett- inum, en Reykjavíkurliðið á eftir KR og Sindra, sem Höttur vann 3-0 um síðustu helgi. Fjarðabyggð lauk keppni í gærkvöldi með heimaleik gegn Völ- sungi en úrslit leiksins lágu ekki fyrir þegar Austurglugginn fór í prentun. GG Ólafur Bragi varði heimsmeistaratitilinn í torfæru Knattspyrna Fjarðabyggð og Leiknir hársbreidd frá því að fara upp um deild Ólafur Bragi á ferð í torfærubraut. Mynd: GG Sveinn Fannar Sæmundsson á ferðinni í vítateig Njarðvíkinga á sunnudag. Mynd: GG

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.