Austurglugginn


Austurglugginn - 07.01.2021, Blaðsíða 7

Austurglugginn - 07.01.2021, Blaðsíða 7
 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 7. janúar 9. desember miðvikudagur Veðurstofan varar við vatnavöxtum vegna hlýinda og rigninga á Austurlandi. 3. desember sunnudagur Veðurstofan varar við skriðuhættu á Austfjörðum vegna úrkomu. 14. desember mánudagur Fréttir berast af minni skriðum á Austurlandi. Spýja fellur í Ljósá á Eskifirði. 15. desember þriðjudagur 14:55 Tilkynnt um skriðuföll ofan Botnahlíðar. Rýmingar hefjast. 15:11 Óvissustigi lýst vegna skriðhættu á Austfjörðum. 15:33 Skriða fellur úr Nautaklauf niður á gamla Austurveg. Um 19:00 Stór skriða fellur ofan Botnahlíðar inn í Dagmálalæk. Hættustigi lýst á Seyðisfirði vegna skriðuhættu. 16. desember miðvikudagur Rólegt en um 21:30 fellur lítil skriða milli tveggja rýmdra húsa við Botnahlíð. 18. desember föstudagur Um 3:00 Önnur skriða fellur úr Nautaklauf niður á Austurveg og hrífur með sér húsið Breiðablik. Fleiri hús rýmd og óviðkomandi umferð um bæinn bönnuð. Nokkuð stór skriða fellur milli Engjabakka og Högnastaða utan Eskifjarðar og lokar veginum. 14:55 Stór aurskriða fellur á Seyðisfjörð á utanverðan kaupstaðinn og eyðileggur 11 hús. 15:09 Rýmt frá Hafnargötu og út fjörðinn. 15:49 Öllum á Seyðisfirði skipað að gefa sig fram í Herðubreið. Þar er þeim tilkynnt um að bærinn verði rýmdur. Fjöldahjálparstöð í Grunnskólanum á Egilsstöðum opnuð og gert klárt til að taka á móti um 600 Seyðfirðingum í Egilsstaði. 18:02 Rúmlega 160 íbúar á Eskifirði þurfa að yfirgefa heimili sín eftir að sprungur finnast í veginum upp í Oddskarð, rétt ofan byggðarinnar. 19. desember laugardagur Árla morguns fellur lítil skriða innan við Búðará í Seyðisfirði. Aðstæður kannaðar í birtingu með flygildum eftir stóru skriðuna. Vegurinn yfir Fjarðarheiði lokaður fyrir umferð annarra en viðbragðsaðila og bærinn tómur. Rigningum linnir. 20. desember sunnudagur 15:17 Rýmingu aflétt á Seyðisfirði, norðan Fjarðarár og svæðum við hana að austanverðu. 15:22 Rýmingu aflétt á Eskifirði. 21. desember mánudagur Íbúafundur haldinn um skriðurnar á Seyðisfirði þar sem fram kemur að skriðan sé sú stærsta sem fallið hafi á þéttbýli á Íslandi. 22. desember þriðjudagur 10:00 Fjórir ráðherrar úr ríkisstjórninni heimsækja Seyðisfjörð ásamt fylgdarliði. Ráðstafanir gerðar til að hefta að brak fjúki af skriðusvæðinu. 18:00 Íbúafundur um stöðuna á Eskifirði. Eftirlitsmenn lýsa því að þeir hafi séð sprungurnar stækka. Engar nýjar hreyfingar síðan og vöktun aukin verulega. 21:34 Rýmingu aflétt af húsum neðan Múlavegar á Seyðisfirði. 23. desember miðvikudagur Tilkynnt að rýmingu verði ekki aflétt frekar á Seyðisfirði fyrr en 27. desember. Peningaskápur með mikilvægustu skjölum Tækniminjasafnsins finnst. 24. desember fimmtudagur Hópur Seyðfirðinga kemur saman til jólakvöldverðar í Herðubreið. 25. desember föstudagur Tilkynnt að ákvörðun um rýmingu á Seyðisfirði sé frestað til 28. desember. 28. desember mánudagur Ekki hægt að hefja hreinsunarstarf vegna ófærðar á Fjarðarheiði. 12:11 Óvissustigi vegna skriðuhættu á Austfjörðum aflýst 17:29 Rýmingu aflétt af Múlavegi á Seyðisfirði. Hættustig áfram í gildi. 29. desember þriðjudagur Hópar björgunarsveita koma austur til aðstoðar við verðmætabjörgun og tiltekt. Hreinsunarstarf byrjar. 19:48 Rýmingu aflétt af Botnahlíð og út undir Fossgötu. 30. desember miðvikudagur Annar íbúafundur haldinn fyrir Seyðfirðinga. Skýrt frá næstu aðgerðum og stærð skriðunnar sem bar með sér um 65.000 rúmmetra af efni. 31. desember fimmtudagur 21:00 Seyðfirðingar safnast saman við Lónið og kveikja á kertum frekar en flugeldum við áramót. 3. janúar sunnudagur Ekki hægt að vinna í stóru skriðunni vegna hlýinda en lokið við að grófhreinsa Austurveg í staðinn. 4. janúar mánudagur Á ný byrjað að moka úr stóru skriðunni. Íbúafundum með húseigendum á svæðum sem enn sæta rýmingum. Þeim tilkynnt að vonast sé til að hægt verði að aflétta rýmingum en varla í vikunni. 5. janúar þriðjudagur Reikningur opnaður til styrktar íbúum Seyðisfjarðar. Reikningsnúmer: 0175-05-070230 Kennitala: 530505-0570. Tímalína skriðufallanna og tengdra atburða

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.