Austurglugginn


Austurglugginn - 22.03.2013, Side 4

Austurglugginn - 22.03.2013, Side 4
4 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 22. mars Hjalli BÚÐAREYRI 7, 730 REYÐARFJÖRÐUR Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Ragnar Sigurðsson • frett@austurglugginn.is • Fréttasími: 477 1750 Auglýsingastjóri og þjónusta við áskrifendur: Guðmundur Y Hraunfjörð • 477 1571 & 891 6484 - auglysing@austurglugginn.is Fréttaritari í Neskaupstað: Áslaug Lárusdóttir s. 695 8498 - aslaugl@gmail.com • Fréttaritari á Vopnafirði: Bjarki Björgólfsson s. 865 7471 - fagri15@simnet.is. Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. • Umbrot og prentun: Héraðsprent. KVEÐJA E ftir um þriggja ára ritstjórnartíð hjá Austur- glugganum hef ég ákveðið að hverfa af þessum vettvangi Eðlilega er litið um öxl á þeim tímapunkti. Þegar ég hóf störf hér og settist að á Austurlandi get ég ekki sagt að ég hafi verið sérstaklega vel að mér um austfirsk málefni. Með tíð og tíma kom ég mér inn í samfélagið með aðstoð heimamanna og dyggra lesenda Austurgluggans sem voru duglegir við að koma með ábendingar um fréttatengd efni. Ritstjórnartíð mín hefur verið skemmtilegt ferða- lag og ég er afskaplega þakklátur fyrir það tækifæri sem mér var veitt með því að gera mig að ritstjóra blaðsins. Þannig hef ég náð að kynnast Austurlandi og Austfirðingum sem er ekki leiðinlegt hlutskipti enda hafa Austfirðingar tekið mér vel og mér fannst ég velkominn í austfirskt samfélag allan tíman. Stighækkandi rekstrarkostnaður sem að mestu má rekja til reglulegra póstburðarhækkana hefur auðvitað haft sín áhrif á blaðið. Austurglugginn hefur nú í þónokkur ár barist við hækkandi rekstr- arkostnað á sama tíma og það berst við að halda áskriftarfjöldanum uppi. Undanfarin ár hefur blaðið mætt þessum hækkunum með hagræðingu í rekstri. Gagnvart síðustu tröllvöxnu hækkunum Póstsins hefur blaðið því miður engin önnur úrræði en þau að hækka áskriftargjald blaðsins sem hefur verið það lægsta á landinu í nokkur ár en blaðið hefur barist gegn því að láta rekstrarhækkanir blaðsins skila sér í hækkandi áskriftarverði. Ég vona að lesendur blaðsins sýni þessum hækkunum skilning og taki nýjum ritstjóra fagnandi sem eflaust mun færa blaðinu nýja og ferska strauma. Að lokum vil ég þakka ykkur öllum fyrir það tækifæri að fá að flytja Austfirðingum fréttir og umfjallanir í þann tíma sem ég hef gegnt rit- stjórnarstarfinu. Ég verð einnig að þakka Hjalla skopmyndateiknara, Glúmi vísnaspekingi, öllum lausapennum, starfsfólki Héraðsprents, dyggum lesendum sem voru óhræddir við að hringja og segja sínar skoðanir og öllum Austfirðingum fyrir að hafa umborið mig í þennan tíma. Kær kveðja Ragnar Sigurðsson fráfarandi ritstjóri Þegar þetta er ritað gengur mikið á í fjölmiðlum um ástand lífríkis í Lagarfljóti. Sérfræðingar í nátt- úruvísindum og landeigendur við Lagarfljót fara mikinn og fárast yfir ástandinu. Sem skiljanlegt er. En þetta vissu þeir þó fyrir. Líka þeir sem stóðu fyrir framkvæmdum við Kárahnjúka. Eiginlega er þetta gömul frétt. Hins vegar er ástæðan fyrir framkvæmdum þessum greinilega öllum gleymd. Hvernig stóð nú á því að Lagarfljótið var drepið? Það skyldu þó ekki hafa verið góðar og gildar ástæður fyrir því? Jú, málið var að af Austurlandi hafði staðið veru- legur fólksflótti næstu tvo eða þrjá áratugi áður en ákveðið var að ráðast í virkjun og nýtingu orkunnar í fjórðungnum. Hvort sem mönnum líkaði betur eða ver var þetta eini sýnilegi valkosturinn ef átti að snúa þróuninni við, eða a.m.k. hægja á henni. Og þó að fáir elski álver, hefur þetta á Reyðarfirði boðið upp á ca 1000 störf á Austurlandi. Tekjustigið hefur líka hækkað. En fórnarkostnaðurinn er líka mikill og Lagarfljótsdauðinn er bara partur af honum. Snúum tímahjólinu til baka og ákveðum að virkja ekki við Kárahnjúka. við skulum hafna uppbygg- ingu stóriðju á Austurlandi. Hvað sjáum við þá? Örugglega áframhaldandi fólksfækkun, værum líklega langt innan við 10.000 hræður á Múlasýslusvæðinu núna. Ef til vill 8000. Eða bara 5000 manns. Og hvað hefðu þeir, sem áfram vildu hokra að sínu hér fyrir austan, upp úr sér. Sjálfsagt talsvert minna en nú gerist. Ég er ekki að segja að áfram hefði verið gott að búa á Austurlandi, a.m.k. fyrir sérvitringa sem eru svosem ekkert að eltast við hámarkstekjur. Persónulega hefði ég alveg verið tilbúinn að velja þann kost, þó að verkefni fyrir bókarablækur hefðu verið af skornum skammti og kaupið lágt. Það er ekkert sem segir að á Austurlandi þurfi endilega að búa margt fólk. En þá hefðu sveitarstjórnarmenn heldur betur þurft að klóra sér í skallanum við að halda hér opinberu þjónustustigi á nútímavísu. Þessi „ef og hefði“ umræða hefur reyndar ekki mikið upp á sig, en allt í lagi að halda áfram. Sumir telja að önnur tækifæri hefðu birst, ef þessu hefði verið sleppt. Örugglega hefðum við fundið upp á einhverju sniðugu. Ég tel þó óvíst að það hefði hjálpað. Þeir fyrir sunnan hefðu líka vorkennt okkur einhver ósköp, svo mikið sem á því er að græða. Málið er að við sitjum uppi með Kárahnjúkavirkjun, dautt Lagarfljót, þurra Jökulsá á Dal, álver við Reyðarfjörð, hrikaleg raflínumöstur o.m.fl. Ekkert af þessu kemur á óvart. Ef ekki hefði komið til framkvæmda hefðum við haft a. lifandi Lagarfljót, b. óspilltan efsta hluta Jökuldals, c. grugguga Jökulsá, d. ótruflað útsýni til fjallanna í Reyðarfirði, Skriðdal og í Fljótsdal, e. ósnortið land ofan brúna í Fljótsdal utan vegar- slóða hér og þar, f. ónotað land á Reyðarfjarðarströnd. Hefðu þessi hlunnindi gefið okkur önnur og glæst- ari tækifæri? Þungir þankar Dauði Lagarfljóts – fórn á altari framfara Sigurjón Bjarnason skrifar: Ert þú með fréttaskot? Senda má fréttaskot, ábendingar og athugasemdir á netfangið frett@austurglugginn. is, einnig má hringja í fréttasíma Austurgluggans 477-1750.

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.