Austurglugginn - 22.03.2013, Page 15
Föstudagur 22. mars AUSTUR · GLUGGINN 15
Þúsundir íslenskra heimila eru í
herkví. Þau berjast við stökkbreyttar
skuldir, ofsköttun vinstri stjórnar,
fátækleg tækifæri á vinnumarkaði
og jafnvel atvinnuleysi. Út úr þessari
herkví verður að brjótast, enda verður
með því lagður grunnur að aukinni
hagsæld hér á landi.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt
fram raunhæfar tillögur til að bæta
skuldsettum heimilum þá stökk-
breytingu sem varð á húsnæðis-
lánum. Nái tillögurnar fram að ganga
munu heimilin fá afslátt af tekjuskatti
vegna afborgana af íbúðalánum. Þessi
leiðrétting á að ganga til lækkunar á
höfuðstóli húsnæðislána og léttir á
greiðslubyrði heimila. Einnig viljum
við sjálfstæðismenn að fjölskyldur
geti notað framlag í séreignasparnað
til að greiða inn á höfuðstól lána og
njóti til þess skattfrelsis. Þannig geta
launamenn nýtt ígildi allt að 4% launa
til að greiða niður höfuðstól lána.
Lausn á skuldavanda heimilanna
er eitt af forgangsverkefnum nýrrar
ríkisstjórnar á fyrstu mánuðum nýs
kjörtímabils. Sjálfstæðisflokkurinn er
með raunhæfar og skynsamlegar til-
lögur til lausnar, en um leið er litið til
framtíðar. Þannig leggja sjálfstæðis-
menn áherslu á að hvetja til aukins
sparnaðar á sama tíma og fólki er auð-
veldað að eignast eigið húsnæði með
skattaafslætti á móti reglubundnum
sparnaði til íbúðakaupa.
Engar
útfærðar tillögur
Flokksþing annarra stjórnmálaflokka
hafa ekki komið fram með neinar
útfærðar tillögur til lausnar á vanda
heimilanna. Samfylking og vinstri
græn hafa fyrir löngu sagt að ekkert
væri frekar unnt að gera í þessum
efnum. Flokksþing framsóknar-
manna ályktaði ,,að stökkbreytt
verðtryggð húsnæðislán verði leið-
rétt“ án þess að segja hvernig. Fram-
sóknarmenn vilja svo fela starfshópi
að útfæra hugmyndir um afnám verð-
tryggingar neytendalána.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð
lagt áherslu á að almenningur hafi
raunverulegt valfrelsi í eigin málum.
Þetta á ekki síst við þegar kemur að
fjármögnun eigin íbúðarhúsnæðis.
Íbúðalánamarkaðinn verður að end-
urskipuleggja þannig að heimilum
standi til boða óverð-
tryggð lán með föstum
sanngjörnum vöxtum til
langs tíma. En um leið
á þeim, sem þess óska
og telja hag sínum betur
borið, að standa til boða
verðtryggð langtímalán.
Markmiðið er að
okkur Íslendingum
standi til boða sambærileg lán og
þekkjast hjá nágrannaþjóðum okkar.
Markviss og
tímasett áætlun
Við sjálfstæðismenn höfum lýst því
yfir að það sé forgangsverkefni nýrrar
ríkisstjórnar á fyrsta starfsári að ganga
frá markvissri og tímasettri áætlun
um að verðtryggð húsnæðis- og neyt-
endalán verði ekki almenn regla líkt
og verið hefur. Efnahagslegur stöðug-
leiki er nauðsynleg forsenda þess að
breytingar af þessu tagi geti náð fram
að ganga.
Landsfundur Sjálfstæðisflokks-
ins í febrúar síðastliðnum ályktaði
að nauðsynlegt sé að endurskoða þá
þætti sem lagðir eru til grundvallar
vísitöluhækkunar lána og
sníða af þá vankanta sem
valdið hafa fjölmörgum
heimilum vandkvæðum.
Forsenda
fyrir auknum
hagvexti
Lausn á skuldavanda og
uppstokkun á íbúðalánamarkaði er
mikilvæg forsenda fyrir auknum
hagvexti og framtíðaruppbygg-
ingu íslensks þjóðfélags. Framtíðar-
skipan húsnæðis- og neytendalána
þarf að taka mið af ríkjandi neyt-
endaverndarreglum innan EES sem
Ísland hefur þegar lögleitt. Tryggja
verður virka samkeppni á lánamark-
aði vegna húsnæðiskaupa sem getur
leitt til þess að vextir og gjaldtaka
lánastofnana verði með svipuðum
hætti og í nágrannalöndum okkar.
Mikilvægt er að afnema stimpilgjald
til að auka samkeppni á fjármála-
markaði og jafnræði milli neytenda
og fjármálastofnana.
Höfundur skipar 1. sæti
á framboðslista Sjálfstæðisflokksins
í Norðausturkjördæmi
Undanfarnar vikur hefur margt verið
skrafað og skeggrætt um almenn-
ingssamgöngur á Austurlandi þó
aðallega í Fjarðabyggð
undanfarnar vikur.
Þessi umræða hefur átt
sér stað í kjölfar ákvarðana
um breytingu á gjaldskrá
þar sem bæði uppbygg-
ing og aðferðarfræði við
gjaldheimtu hefur verið
endurskoðuð.
Bæjar- og nefndar-
fulltrúar Fjarðalistans
hafa þó mest haft sig í frammi varð-
andi þetta mál og gagnrýnt það mög
harkalega fyrst og fremst á þeirri for-
sendu að allir íbúar Fjarðabyggðar
eigi að sitja við sama borð þegar
kemur að gjaldtöku fyrir almenn-
ingssamgöngur, þ.e. að greiða sama
gjald óháð því hvaðan er komið
eða hvert er verið að fara innan
sveitarfélagsins.
En um hvað snýst málið í raun?
Hverjar eru hinar bláköldu stað-
reyndir málsins?
Farin var sú leið við endurskoðun
á gjaldskrá að nota svipað kerfi og
strætó hefur tileinkað sér í akstri
um hinar dreifðari byggðir, en hún
fellst í því að svæðum er skipt niður
í þrep og fyrir hvert þrep er ákveðin
krónutala. Síðan ferðast farþeginn
1, 2 eða fleiri þrep (eða gjaldsvæði)
og borgar eftir því. Með þessu kerfi
er nokkuð auðvelt að
setja upp gjaldskrá sem
er gegnsæ og einföld og
í raun borga allir sama
verð, sama hvar þeir eru
í sveit settir fyrir hvert
gjaldsvæði.
Verð á stökum ferðum
breytist mest, en það má
færa fyrir því sterk rök að
núverandi gjaldskrá sé
mjög ósanngjörn, og hvetji fólk ekki
til að nota þennan ferðamáta, til að
mynda þá kostar samkvæmt núver-
andi gjaldskrá litlar 3000 krónur fyrir
svo stuttan legg sem Eskifjörður –
Reyðarfjörður og litlar líkur á því
að einhver nýti sér það nema í neyð
þegar þessi stutti spotti er þannig
verðlagður, það er margfalt ódýrara
og þægilegra að nota einkabílinn sé
hann til staðar.
Stakar ferðir milli Stöðvarfjarðar
og Reyðarfjarðar lækka líka og því
hefur einmitt verið haldið á lofti að
þetta bitni mest á „jaðarbyggðum
sem þurfi að sækja þjónustu inn að
miðjunni“, en þegar málið er skoðað
í þaula má sjá að uppbygging gjald-
skrárinnar er mun markvissar og
sanngjarnari eftir breytingu en fyrir.
Í meðfylgjandi töflum (með fyrir-
vara um villur) má sjá hver áhrifin eru
lið fyrir lið, og það má benda á það til
viðbótar að nú fá þeir sem kaupa kort
til lengri tíma einnig meiri aflsátt,
eða allt að 30% fyrir 12 mánaða kort
og möguleiki að fá greiðslum dreift
á mánuði. Hvorki auka aflsáttur né
dreifing greiðslna var í boði áður.
Það má einnig benda á að nú
er eitt gjald fyrir eldri borgara og
öryrkja, sama hvaðan þeir koma og
hvert þeir eru að fara og það gjald
er lágt. Unglingar ferðast frítt fram
að 16 ára aldri og íþróttaaksturinn
verður eftir sem áður niðurgreiddur
og gjaldi fyrir framhaldsskólanema
er stillt í hóf.
Gagnrýni á þessar breytingar
hafa verið eins og segir í upphafi
nokkuð miklar og hefur snúist um
að allir greiði sama gjald hvaðan og
hvert sem er. Það er í sjálfu fallegt
og göfugt markmið og má vel vera
að það sér hægt á einhverjum tíma-
punkti að uppfylla þá sýn, en núna
er það ekki hægt nema tilkomi meiri
framlög úr sjóðum sveitarfélagsins
eða annarra sem leggja fé í kerfið.
Lítið bar hinsvegar á hugmyndum
eða vangaveltum af hálfu gagn-
rýnenda, heldur var mikið talað um
hversu ómögulegar og ósanngjarnar
breytingarnar væru og að þetta ætti
að gera einhvernvegin öðruvísi og í
mínum huga á gagnrýni að felast í
öðru og meira en bara slíku, það á að
rýna til gagns.
Einnig má velta því fyrir sér
hversu sanngjarnt það sé að sama
gjald sé fyrir ferð frá Neskaupsstað til
Stöðvarfjarðar eða milli Eskifjarðar
og Reyðarfjarðar svo að við berum
saman lengsta og stysta legginn í
þessum samgöngum en annar þeirra
er 85km á meðan hinn er 15km.
Hvað er sanngjarnt við sama gjald
fyrir þessa tvo leggi?
Kerfi sem þessi eiga að vera í stöð-
ugri endurskoðun, bæði vegna gjald-
töku og einnig vegna ferða og fjölda
þeirra. Það hlýtur að vera markmið
okkar allra að byggja hér upp kerfi
sem veitir góða þjónustu á hófstilltu
verði, en það er ekki gert á einni
nóttu né án breytinga með reglulegu
millibili. Að lokum vil ég hvetja alla
til að kynna sér tímatöflur og mögu-
leikana sem þetta kerfi býður uppá
og nýta sér það til ferðalaga innan
sem utan sveitarfélagsins.
Góðar stundir
Eiður Ragnarsson,
Varabæjarfulltrúi Framsóknar-
flokksins í Fjarðabyggð
Eiður Ragnarsson
Af almenningssamgöngum
í Fjarðabyggð og víðar
Verjum heimilin – tryggjum fjárhagsle gt öryggi
Kristján Þór Júlíusson