Viljinn - 01.04.1950, Page 1
3» árg. Rvík., mars-april 1950 2. tbl.
Illlllll IIIIII tl II ir IIIIIIII Itll II U III! IIIIIII! II111» II IIIIIIIIIIIIII IIIIIIIIIIIIIIIIII III! IIIIIIIIII IIII
NÆR VÉR SAMAN SÖFNUMST
II II IIIIII IIIII! IIIIII || I! IIIIIIII I! II IIIIII
Lag: S. og L. 521
Nær vér saman söfnumst
svona stundum á,
hefjum Herrans merki
hæst á stefnuskrá.
Minnumst að vér erum
eignarlýður hans
að ferðast til hins fagra
fyrirheitna lands.
Guði þakkir gjörum,
gefum honum dýrð,
fyrir undra elsku,
ei sem verður skýrð.
Þökkum þegnar gjafir -
þökk í lengd og bráð,
að oss höndlað hefur
Herrans mikla náð.
Þökk um eilífð alla,
að oss keyptir þú,
Drottinn, þinum dreyra;
drjúpa lát hann nú
inn i hálfvolg hjörtu,
hita fyrstu glóð.
Andans helga eldi
aftur loga bjóð.
Tíminn er svo tæpur,
tökum eftir því.
Verum öll að verki
Víngarðinum í.
Fleiri, miklu fleiri,
fleiri vantar enn.
Vek til dýrra dáða,
Drottinn, þina menn.
Fylkjum oss und fánann
fararbroddi í.
Konungurinn Kristur
kallar enn á nýs
Öllum eg hef boðið -
enginn hefur tíð -
farið hús mitt fyllið
fljótt, eg ennþá bið.
Látum ljósið skina,
lýsa myrkrinu’ i,
svo að aðrar sálir
sjái til frá því,
veginn rétta velja,
veg, er lagði hann -
Sigurherrann sjálfur,
sauðinn týnda er fann.
Drottinn, veit oss djörfung,
Drottinn, gef oss ráð
aðra til að elska
inn í landiö þráð.
Full af frelstum skara
finnst hin nýja jörð. -
Að vér öll þar mætumst
er vor bænagjörð.
Steinunn Guðmundsd.