Austurglugginn


Austurglugginn - 27.05.2011, Qupperneq 17

Austurglugginn - 27.05.2011, Qupperneq 17
 Föstudagur 27. maí AUSTUR · GLUGGINN 17 Lausn við krossgátu úr síðasta blaði: Lárétt 1 hvívetna 4 varna 7 umbrotinn 10 flotta tertan 12 auðs 13 staflar 15 netnál 16 aðfangadag 18 rúningur 20 gróðabralli 22 aftari 26 aurasál 27 smábarn 28 viðvik 29 reisluna 31 grandvar 32 sending 33 nýung 34 Una 35 kría Lóðrétt: 1 hörfa 2 vettlingi 3 tímatal 5 afundinn 6 nóbelshafa 8 orka 9 nágranni 11 risið 14 fagra 15 nærfataverslun 16 arðbær 17 fagurskyggn 19 grínaktugur 21 óðfluga 23 troðningar 24 kálfarnir 25 snúning 27 sóldögg 30 ansar Almenn skylda hvílir á vinnuveit- endum og starfsmönnum að gera ráðningarsamninga sín á milli. Um ráðningarsamninga gilda almenn ákvæði samningaréttar og þeir eru því almennt ekki formbundnir. Það þýðir að ráðningarsamningar geta bæði verið munnlegir og skriflegir. Frá þessari reglu eru þó veigamiklar undantekningar í flestum stærstu kjarasamningunum. Í kjarasamn- ingi AFLs Starfsgreinafélags, sem er stærsta stéttarfélag á Austurlandi, er ákvæði þess efnis að ef starfsmaður er ráðinn til lengri tíma en eins mánaðar og að meðaltali lengur en átta klukkustundir á viku skuli, eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að hann hefur störf, gerður skriflegur ráðningarsamningur. Sambærileg ákvæði er í mörgum öðrum kjara- samningum. Sá ráðningarsamningur sem er gerður verður að vera í sam- ræmi við kjarasamning og ákvæði í ráðningarsamningi um lakari rétt starfsmanns eru ógild samkvæmt 1. gr. laga um starfskjör launafólks nr. 55/1980. Þannig er ekki hægt að semja um hvað sem er. Fyrir utan þessa reglu kjarasamn- ingsins gefur það augaleið að hafi verið gerður skriflegur ráðningar- samningur verður öll sönnun mun auðveldari en ef það hefur ekki verið gert. Á það ekki síst við ef verið er að semja um einhver afbrigði frá kjara- samningi, t.d. hærri laun en sam- kvæmt töxtum kjarasamninga, meira orlof eða önnur fríðindi. Dómstólar hafa stundum látið vinnuveitanda bera hallann af því ef skriflegur ráðningarsamningur er ekki gerður og einhver vafi kemur upp, enda vinnuveitandinn almennt í yfirburðastöðu gagnvart starfsmanninum. Það er samt ekki einhlítt. Það sést m.a. af nýlegum dómi Héraðsdóms Austurlands frá 6. maí sl. Þar taldi starfsmaður að samið hefði verið um ákveðin mánaðar- laun en vinnuveitandi mótmælti því. Mat dómsins var að þótt lagt yrði til grundvallar að skylda hafi hvílt á vinnuveitanda á grundvelli kjarasamnings um að gera skriflegan ráðningarsamning yrði vanræksla á þeirri skyldu ekki talin leiða til þess að vinnuveitanda yrði fortakslaust gert að afsanna fullyrðingar starfs- manns um fjárhæð launakröfu sem er umfram það sem kjarasamningar kveða á um. Meira þyrfti að koma til. Starfsmanninum voru dæmd kjarasamningsbundin laun en ekki þau laun sem hann taldi sig hafa samið um. Þessi dómur staðfestir það hversu mikilvægt það er að starfs- menn gangi á eftir því að skriflegur ráðningarsamningur sé gerður eða séu a.m.k. meðvitaðir um þá áhættu sem er því samfara að gera það ekki. Önnur hlið á þessu máli sem Héraðsdómur Austurlands fjallaði um var sú að sönnunarbyrði var látin hvíla á vinnuveitandanum um önnur atriði. Hann hafði haldið fram að starfsmaðurinn hefði bara verið ráðinn í íhlaupa- starf og ætti því aðeins rétt til lægri launa, hann hafi bara verið ráðinn til reynslu, ætti ekki rétt til uppsagnarfrests o.fl. Á þessi sjónarmið var ekki fallist, en vinnuveitandinn var ekki talinn hafa fært sönnur á þau. Það sýnir að það getur líka verið mikilvægt fyrir vinnuveitendur að ganga frá skrif- legum ráðningarsamningi, telji hann sig vera að semja um slík atriði. Enda hagur beggja að hið rétta liggi fyrir. Í kjarasamningum koma fram helstu atriði sem skal taka fram í ráðningarsamningum. Auk þess má finna stöðluð form ráðningarsamninga á heimasíðu V innumálastofnunar, hafi vinnuveitandi engin samningsdrög tiltæk. Það á því að vera á allra færi að tryggja sér sönnun um umsamin ráðningarkjör með gerð ráðningar- samnings, helst um leið og gengið er frá ráðningu en aldrei síðar en við upphaf starfs. Þetta á við um ráðningu í öll störf og þ.á m. tímabundin störf eins og sumarstörf sem margir eru að hefja þessa dagana. Höfundur er hæstaréttarlögmaður á Sókn lögmannsstofu. Ráðningarsamningar Eva Dís Pálmadóttir Frjáls verslun lét vinna fyrir sig úttekt á gæðum framhaldsskóla í vetur og niðurstaðan birtist í 3. tbl. ritsins 2011. Því er ekki haldið fram að um vísindalega könnun sé að ræða heldur fyrst og fremst samantekt. Samantektin byggir á nokkrum þáttum: menntun kennara, aðsókn, fjölda nemenda í úrslitum í eftir- farandi keppnum framhaldsskól- anna: stærðfræði, eðlisfræði, efna- fræði, þýskuþraut, franskri ljóðaritun, enskri ræðulist, Gettu betur, Morfís, Íþróttavakningunni, Söngkeppninni, forritun, tækniþraut, rafvirkjun, húsasmíði og málmsuðu. Rannsakandinn líkir niðurstöðunni við tugþraut og segir að sigurveg- arinn sé ekki sá sem æfir sig mest eða bætir sig mest heldur sá sem fær flest stig. Það kemur einnig fram hjá rannsak- anda að könnun sem þessi sé og eigi að vera umdeild því mat á gæðum skóla sé í raun og veru huglægt. Hann spyr stóru spurningarinnar – er skóli sem skorar hæst í sam- ræmdri könnun endilega með bestu kennsluna eða fékk hann einfaldlega bestu nemendurna til að byrja með? Og hann segir jafnframt að það verði að hafa í huga að skólinn sem er bestur fyrir einn nemanda geti verið sá versti fyrir annan. Því miður hafa vanga- veltur rannsakandans ekki verið það sem ratað hefur í fjölmiðla, þar hefur fyrst og fremst einni saman- tektartöflu verið haldið á lofti. Austurland kemur kannski ekkert sérstaklega vel út í þeirri töflu – en við vitum það að við búum langt frá helsta keppnisstaðnum svo við höfum ekki verið að leggja sérstaka áherslu á þátttöku í keppnum með tilheyrandi kostnaði við ferðir og uppihald. En við búum við það ríkidæmi í okkar fámenna fjórðungi að þar eru starfræktir þrír mismunandi fram- haldsskólar, sem eiga það allir sam- eiginlegt að þeir leggja sérstakan metnað í að taka við öllum nem- endum og þjónusta þá af fagmennsku og dugn- aði. Almennar brautir og starfsbrautir eru starf- ræktar með það að mark- miði að kenna nemendum að finna leiðir til að ná árangri með fjölbreyttum aðferðum sem hjálpa þeim að komast framhjá hindr- unum sínum og nýta hæfni sína og getu. Fyrir vikið eru í þessum skólum frábær samsetn- ing af alls konar ungmennum sem gerir mannauðinn í skólunum enn meiri og nemendur læra tillitsemi og umburðarlyndi svona utan dagskrár. Samhliða eru í öllum þessum skólum afburða nemendur sem ná einstökum árangri á ýmsum sviðum og ljúka námi sínu á mun styttri tíma en til þess er ætlaður. Útskrifaðir nem- endur þessara skóla eru að standa sig frábærlega á ýmsum sviðum þjóðlífsins með og án frekara náms. Auðvitað getum við alltaf gert enn betur og þann metnað efast ég ekki um að framhaldsskólarnir á Austurlandi hafi. Það fólk sem stendur að framhalds- skólum á Austurlandi getur borið höfuðið hátt – það tekur við öllum sínum nemendum, finnur námsbraut við hæfi og leggur metnað sinn í að nemandinn læri mikið miðað við sínar forsendur og líði vel í skólanum – ef það eru ekki gæði – ja hvað eru þá gæði? Jónína Rós Guðmundsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar í NA - kjördæmi Hvernig metur maður gæði? Átt þú frásögn og mynd af viðburði í þínu sveitarfélagi sem þú vilt deila með lesendum? frett@austurglugginn.is Jónína Rós Guðmundsdóttir

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.