Austurglugginn - 27.05.2011, Qupperneq 3
KYNNING
Fréttir frá Fjarðaáli
Umsjón: Kristborg Bóel Steindórsdóttir ritstjóri Álpappírsins, fréttabréfs starfsmanna Alcoa Fjarðaáls.
Í haust munu fyrstu 30 nemendurnir hefja
grunnnám við Stóriðjuskóla Fjarðaáls. Stór-
iðjunám er tækifæri fyrir framleiðslustarfs-
menn til að afla sér fjölbreyttrar menntunar
sem nýtist bæði í starfi og frekara námi,
auk þess að veita launahækkun.
Stóriðjuskólinn er samstarfsverkefni Fjarða-
áls, Verkmenntaskóla Austurlands og Þekk-
ingarnets Austurlands. Stéttarfélögin AFL
og RSÍ eru einnig aðilar að verkefninu.
Stuðst er við námskrá fyrir stóriðjunám frá
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Grunnnámið
er þrjár annir og framhaldsnám verður
fjórar annir. Verkmenntaskóli Austurlands
mun sjá um stóran hluta kennslunnar sem
fer að mestu leyti fram í húsakynnum Fjarða-
áls að Hrauni.
Lágmarksstarfsaldur til að sækja um skóla-
vist er þrjú ár. Kynningarefni um Stóriðju-
skóla Fjarðaáls verður gefið út um leið og
gengið hefur verið frá nýjum kjarasamningi.
Hvers vegna Stóriðjuskóli?
Störf í álveri eru flókin og krefjandi. Því
skiptir miklu máli að byggja upp þekkingu,
sjálfstraust og hæfni svo að starfsmenn og
fyrirtækið nái hámarksárangri. Markmið
stóriðjunámsins er að gera framangreint
með markvissum hætti.
Tilgangurinn með námi við Stóriðjuskólann
er jafnframt að auka starfsánægju og gera
Fjarðaál að enn eftirsóknarverðari vinnu-
stað. Náminu er einnig ætlað að auka öryggi
við vinnu, auðvelda innleiðingu breytinga og
þjálfa starfs- og samskiptahæfni.
Stóriðjuskóli Fjarðaáls er byggður á nám-
skrá um nám í stóriðju frá Fræðslumiðstöð
atvinnulífsins. Í náminu er lögð áhersla á að
nemendur læri námstækni, öflun og miðlun
upplýsinga. Hvort tveggja er mikilvæg hæfni
í nútímaþjóðfélagi og í starfi hjá stóru fyrir-
tæki. Markmið námsins er einnig að efla
sjálfstraust nemenda og lífsleikni.
Nám við Stóriðjuskóla Fjarðaáls er hægt
að fá metið til eininga á framhaldsskólastigi
ef hugur stendur til frekara náms. Námið
getur því orðið kveikjan að frekara námi
þar sem möguleikarnir eru margir. Með
því að ljúka bæði grunn- og framhaldsnámi
við Stóriðjuskólann geta nemendur fengið
allt að 48 einingar metnar upp í nám við
Verkmenntaskóla Austurlands.
Einnig verður í kjölfar námsins boðið upp
á svokallað raunfærnimat þar sem lagt
er mat á þá hæfni sem nemendur hafa
aflað sér í lífi og starfi, sem veitir frekari
möguleika á styttingu náms í iðn- eða bók-
námsgreinum. Miklir möguleikar verða því
fyrir hendi varðandi áframhaldandi nám að
Stóriðjuskóla loknum. Nemendur munu fá
ítarlega kynningu á námsmöguleikum í lok
námsins, auk persónulegrar ráðgjafar.
Nám við Stóriðjuskóla Fjarðaáls mun vænt-
anlega að auki veita talsverða launahækkun
samkvæmt nýjum kjarasamningi Fjarðaáls,
AFLs og RSÍ strax að grunnnámi loknu og
aðra hækkun að loknu framhaldsnámi. Gert
er ráð fyrir að Fjarðaál greiði fyrir helming
þess tíma sem nemar eru í skólanum, eða
að jafnaði 16 tíma á mánuði.
Fyrir hverja er stóriðjunám?
Grunnnám Stóriðjuskóla Fjarðaáls er ætlað
framleiðslustarfsmönnum Fjarðaáls, bæði
þeim sem vinna á vöktum sem og dag-
vinnufólki. Ekki er gerð krafa um ákveðna
grunnmenntun og námsmönnum er mætt
þar sem þeir eru staddir. Lágmarksstarfs-
aldur til að sækja um skólavist er þrjú ár.
Endanlegt val á nemum fer fram í samráði
við framkvæmdastjóra, en meðal annars er
tekið tillit til mætinga, hæfni og frammistöðu
í starfi.
Framhaldsnám Stóriðjuskólans verður svo
ætlað þeim sem ljúka grunnnáminu, en
einnig iðnaðarmönnum sem hafa starfað
hjá Fjarðaáli í meira en þrjú ár.
Hvernig fer kennslan fram?
Verkmenntaskóli Austurlands mun sjá um
stóran hluta kennslunnar, en kennarar skól-
ans hafa mikla reynslu af fullorðinsfræðslu.
Sérfræðingar Fjarðaáls munu kenna sér-
hæfðar greinar sem snúa að fyrirtækinu sér-
staklega. Þekkingarnet Austurlands mun svo
sjá um ýmiss konar utanumhald í tengslum
við Stóriðjuskólann, svo sem skráningar,
samskipti við nemendur og leiðbeinendur,
samræmingu í efnisgerð og fleira, auk þess
sem námsver Þekkingarnetsins og önnur
þjónusta standa nemendum til boða.
Hvað verður kennt?
Grunnnámið er 358 fimmtíu mínútna
kennslustundir sem skiptast niður á þrjár
annir. Ítarlega lýsingu á námsgreinum verður
að finna í kynningarefni um Stóriðjuskóla
Fjarðaáls. Meðal þess sem farið verður yfir
í grunnnáminu eru námstækni og samskipti,
umhverfi, heilsa og öryggi, tölvur, stærð-
fræði, efnafræði, eðlisfræði, vélfræði, fram-
leiðslustýringar, rafgreining og málmvinnsla.
Framhaldsnámið verður 462 kennslustundir
á fjórum önnum. Af námsgreinum í fram-
haldsnáminu má nefna tölvunám, vökvakerfi,
loftstýringar, rafmagnsfræði, framleiðnistýrt
viðhald, iðnstýringar, veitukerfi og umhverf-
isfræði.
Stóriðjuskóli Fjarðaáls tekur til starfa haustið 2011
Fyrstu 30 nemendurnir
hefja stóriðjunám
Skrifað var undir samninga um Stóriðjuskóla Fjarðaáls í Listasafni Tryggva Ólafssonar á Norðfirði, að loknum
ársfundi sjálfbærniverkefnisins 13. maí. Frá vinstri Olga Lísa Garðarsdóttir, skólastjóri Verkmenntsakóla
Austurlands, Stefanía Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands, Tómas Már Sigurðsson,
forstjóri Alcoa á Íslandi og Sigurður Ólafsson, fræðslustjóri Fjarðaáls.