Austurglugginn - 22.01.2010, Qupperneq 1
ISSN1670-356103. tbl. - 9. árg. - 2010 - Föstudagur 22. janúar Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði - Verð í lausasölu kr. 450
ÞÚ ERT
Á GÓÐUM
STAÐ
Eskifjörður
Reyðarfjörður
Fáskrúðsfjörður
Stöðvarfjörður
Mjóifjörður
Neskaupstaður
FJARÐABYGGÐ fjardabyggd.is
Þorri er genginn í garð og þorrablót Austfirðinga verða
nú haldin hvert á fætur öðru. Austurglugginn birtir sér-
stakar dansreglur fyrir þá herra sem hyggjast bjóða kvinnu
í dans á þorrablóti. Einnig eru birtar dagsetningar þeirra
blóta sem fyrirliggjandi eru á Austurlandi.
Nánar bls. 4.
Nú fer fram tilraun í þá átt að færa austfirskar stoð-
stofnanir, svo sem Menningarráð, Þróunarfélag og
Markaðsstofu, undir eina stofnun og stjórn. Signý
Ormarsdóttir, menningarfulltrúi Austurlands, var af
því tilefni tekin tali og innt eftir heilsufari austfirskrar
menningar. Nánar í miðopnu.
Þorri genginn í garð Listamenn nema framtíðina fyrstir allra
Fréttablað Austurlands
Ný og betri afgreiðsla
á Reyðarfirði
Landflutningar á Reyðarfirði hafa flutt
sig um set í stærra og betra húsnæði.
Er afgreiðslan opin virka daga frá
9:00-18:00.
Nýja heimilisfangið er:
Landflutningar-Samskip
Nesbraut 10 · 730 Reyðarfjörður
Sími 458 8840
landflutningar@landflutningar.is
Skráðu þig á póstlistann á síðunni og þú færð nýjustu
tilboðin send beint til þín í tölvupósti.
Skoðaðu bonus.is og nýjustu tilboðin
Dagleg stjórnun og rekstur Heilsugæslu
Fjarðabyggðar hefur verið færð til
Lilju Aðalsteinsdóttur, framkvæmda-
stjóra hjúkrunar Heilbrigðisstofnunar
Austurlands (HSA) og Valdimars
O. Hermannssonar, forstöðumanns
innkaupa og rekstrar HSA. Bæði
starfa þau á Fjórðungssjúkrahúsinu í
Neskaupstað (FSN). Breytingin var
kynnt starfsfólki HSA fyrir helgina og
á fundi yfirstjórnar HSA og bæjarráðs
Fjarðabyggðar á þriðjudagsmorgun.
Vonast er til að þetta lægi óánægju-
öldur í Fjarðabyggð vegna uppsagnar
yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar
og læknismála þar almennt.
Um er að ræða breytingu á skipu-
riti HSA, en stofnunin starfar á
tveimur aðgreindum rekstrarsvæðum.
Starfsstöðvar HSA í Fjarðabyggð,
ásamt FSN, heyra rekstrarlega undir
Lilju, sem ber ábyrgð á að rekstur
þeirra sé í samræmi við rekstraráætlun
stofnunarinnar, ásamt því að skipu-
leggja þjónustu við íbúa. Valdimar O.
Hermannson vinnur með Lilju sem
rekstrarlegur ráðgjafi og stjórnandi, auk
þess að veita forstöðu innkaupasviði
HSA ásamt skipulagi ræstinga, rekstri
þvottahúsa og mötuneyta stofnunar-
innar. Lilja yfirtekur þann rekstrarlega
þátt HSA í Fjarðabyggð sem áður var
í höndum lækningaforstjóra HSA,
Stefáns Þórarinssonar. Valdimar yfir-
tekur þau störf sem Emil Sigurjónsson,
forstöðumaður mannauðssviðs HSA,
fór með áður fyrir Heilsugæsluna í
Fjarðabyggð, nema að Emil annast fyrst
um sinn ráðningar lækna til heilsugæsl-
unnar og málefni því tengd.
Einar Rafn Haraldsson, forstjóri HSA,
segir rekstrarlegt hagræði af breyting-
unni og með þessu sé aukin heldur
reynt að koma til móts við óskir frá
Fjarðabyggð. Fyrra rekstrarskipulag
var frá árinu 2008 og stóð til að endur-
skoða það að fenginni reynslu, líkt og
nú hafi verið gert. Tilhögunin hefur
þegar tekið gildi.
Bæjarráð Fjarðabyggðar fagnar að
í nýju skipulagi HSA færist dagleg
stjórnun lækna- og hjúkrunarmála
í hendur heimamanna og hvetur
nýja stjórnendur Heilsugæslunnar í
Fjarðabyggð til að leggja allt kapp á að
sem fyrst verði fundin varanleg lausn á
mönnunarmálum. Þá leggur bæjarráð
til að íbúa- og hollvinasamtökum á
svæðinu verði haldið vel upplýstum
um gang mála.
Læknastöður Heilsugæslu Fjarða-
byggðar hafa verið mannaðar afleys-
ingalæknum viku fyrir viku að und-
anförnu, en tímaframboð er skv.
upplýsingum HSA jafnmikið eða meira
en áður var þrátt fyrir það. Auglýst er
eftir tveimur læknum til heilsugæsl-
unnar um þessar mundir.
Höggvið á heilsugæslu-
hnút í Fjarðabyggð
Yfirtaka daglegan rekstur Heilsugæslu Fjarðabyggðar: Valdimar O. Hermannsson og Lilja
Aðalsteinsdóttir starfa bæði á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Mynd/SÁ
Fréttablað Austurlands
áskriftarsími
477 1571
netfang:
auglysing@austurglugginn.is