Austurglugginn - 22.01.2010, Side 5
Föstudagur 15. janúar AUSTUR · GLUGGINN 5
FAAS, félag áhugafólks og aðstand-
enda Alzheimerssjúkra og fólks með
aðra skylda sjúkdóma heldur opinn
fund í fundarsal Sjúkrahússins á
Seyðisfirði laugardaginn 30. janúar
2010 kl. 14.00.
FAAS sem eru landsamtök, voru
stofnað 1985 og fagna því 25 ára
starfsafmæli sínu á næsta ári. Markmið
félagsins eru m.a. að gæta hagsmuna
skjólstæðinga sinna, efla samvinnu
og samheldni aðstandenda m.a. með
fræðslufundum og útgáfustarfsemi
og að auka skilning stjórnvalda, heil-
brigðisstétta og almennings á þeim
vanda sem þessir einstaklingar og
aðstandendur þeirra eiga við að etja.
FAAS vill vinna að eflingu fræðslu- og
upplýsingastarfs á landsbyggðinni og
er fundurinn á Seyðisfirði þáttur í því.
Stefnt er að stofnun aðildardeildar á
Austurlandi og verður sú hugmynd
kynnt á fundinum. Stefna FAAS er
að koma á skipulögðum tengslum
við félagið um land allt og var haf-
ist handa við þetta á síðasta ári. Nú
þegar hafa nokkrir aðilar á Akureyri
og á Sauðárkróki tekið að sér að
annast þessi tengsl og er unnið að
samsvarandi aðildardeildum víðar
um landið.
Á fundinum á Seyðisfirði gerir Svava
Aradóttir, framkvæmdastjóri FAAS,
grein fyrir starfsemi félagsins og
kynnir hugmyndir um tengslanet
FAAS við landsbyggðina, auk þess
sem hún flytur erindið „Af hverju
lætur hún mamma svona.“ Erindi
hennar fjallar um heilabilunarsjúk-
dóma, einkenni þeirra og hvernig
hægt er að halda góðum og gefandi
samskiptum við fólk með sjúkdóm-
ana.
Sigrún Ólafsdóttir kynnir starfsemi
heilabilunardeildarinnar á Seyðisfirði,
sem hóf starfsemi árið 1998.
Tveir aðstandendur kynna sjónarmið
sín, Steinunn Ásmundsdóttir flytur
erindi sem hún nefnir „Móðir og
dóttir - hlutverkaskipti“ og Sigrún
Elíasdóttir segir frá reynslu sinni í frá-
sögn sem hún kallar „Ég hef sögu að
segja“ og fjallar um upplifun hennar af
því þegar amma hennar fékk heilabil-
unarsjúkdóm.
Mikilvægt er að standa vörð um þá
þjónustu sem veitt er á svæðinu og
hvetja til áframhaldandi þróunar á ráð-
gjöf, fræðslu og þjónustuúrræðum.
FAAS hvetur aðstandendur, starf-
menn og aðra áhugasama til að mæta
og taka þátt í umræðum um málefni
fólks með heilabilun og aðstandenda
þeirra.
Opinn fræðslu- og
umræðufundur um heilabilun
Sjóvá · Miðvangi 1 · 700 Egilsstöðum
Opið 8:30 - 16:30 alla virka daga.
TRYGGINGAR/ÖRYGGI
// TM Neskaupstað
Hafnarbraut 6
740 Neskaupstaður
sími 477 1735
// Sparisjóður Norðfjarðar
Búðareyri 2
730 Reyðarfjörður
sími 470 1100
VIÐHALD
S: 8947333
Miðási 9 • Egilsstaðir
Sími: 470-1600
INNANSTOKKS
B R Ú N Á S
innré t t ingar
Miðás 7 · sími 471 3002
Opið virka daga 10:00 - 18:00
Laugardaga 13:00 - 17:00
MARKAÐUR
FLUTNINGAR
Greining getur yfirleitt farið fram á Austurlandi
Sigrún Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri Sjúkrahússins á Seyðisfirði, svarar
nokkrum spurningum sem brunnið gætu á aðstandendum heilabilaðra á
Austurlandi:
Þegar einstaklingur, eða aðstandendur, taka eftir því að minni er að hraka, hvert
getur fólk snúið sér með slík áhyggjuefni? Best er að snúa sér til heimilislæknis
viðkomandi. Greining á sjúkdómnum getur í flestum tilvikum farið fram á
Austurlandi.
Hvert er ferlið, eftir að einstaklingur hefur verið greindur með heilabilun? - Hvað er
í boði í heilbrigðiskerfinu á Austurlandi? Til að byrja með stuðningur og aðstoð
heima, við einstaklinginn og ættingja hans. Er frá heilsugæslustöð t.d. í formi
heimahjúkrunar og frá félagsþjónustu sveitarfélagsins, t.d. í formi liðveislu
og heimilisaðstoðar. Þessi aðstoð getur verið mismunandi eftir heilsugæslu-
stöðvum og sveitarfélögum. Sums staðar er boðið upp á dagþjálfun, síðan
hvíldarinnlagnir og pláss á hjúkrunarheimili eða sjúkradeild. Heilabilaðir eru
á öllum deildum/hjúkrunarheimilum á Austurlandi. En ef einstaklingurinn
þarf vistun á lokaðri deild þá er heilabilunardeildin (Norðurhlíð) á Seyðisfirði
eina sérhæfða deildin á Austurlandi.
Hversu margir vistmenn eru á heilabilunardeild Sjúkrahússins á Seyðisfirði og
hver er að jafnaði bið eftir plássi þar? Gert er ráð fyrir að 11 einstaklingar geti
dvalið á heilabilunardeild á Seyðisfirði. Biðlistinn er breytilegur en oftast við-
ráðanlegur. Gera má ráð fyrir að hann sé að jafnaði 3-6 mánuðir.
Mikilsverðar upplýsingar má fá á vefnum www.alzheimer.is.
Austfirsk
póstkort 2010
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs
efnir til póstkortasamkeppni fyrir árið 2010.
Auglýst er eftir myndskreytingum sem tengjast austfirskri
menningu, listum, landslagi eða þjóðsögum.
Skilyrði er að listamaðurinn sé búsettur á Austurlandi.
Alls verða 4 myndverk valin.
Þau myndverk sem valin verða af valnefnd munu verða eign
Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og mun Menningar-
miðstöðin sjá um tæknilega útfærslu fyrir prentun. Vinningshafar
fá að launum 50.000 kr. hver auk þess sem nöfn þeirra munu
berast víða um lönd þar sem póstkortin verða höfð til sölu fyrir
heimamenn, ferðamenn og gesti fjórðungsins.
Skilafrestur er til 19. febrúar og gildir póststimpill.
Verk skal vera merkt með leyninafni, rétt nafn listamanns skal
fylgja með í lokuðu umslagi.
Verk skal senda til: Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs,
Sláturhúsinu á Egilsstöðum, Kaupvangi 7, 700 Egilsstöðum
merkt “PÓSTKORTASAMKEPPNI”
Allar nánari upplýsingar veitir Ingunn Þráinsdóttir hjá Menningarmiðstöð
Fljótsdalshéraðs í síma 899 5715 eða netfang: mmf@egilsstadir.is
http://mmf.egilsstadir.is
Komdu í heimsókn á:
? Þitt?
Samfylking, VG og Óháðir saman
með Héraðslista
Samfylkingin á Fljótsdalshéraði
samþykkti á almennum félagsfundi
seint á síðasta ári að bjóða fram undir
merkjum Héraðslista ásamt VG ef vilji
væri fyrir því meðal Vinstri grænna.
Vinstri hreyfingin–grænt framboð
ræddi framboðshugmyndir á félags-
fundi sínum og var ákveðið að fara
í viðræður um sameiginlegt fram-
boð undir merkjum Héraðslista.
Fulltrúar úr stjórn Héraðslista fund-
uðu á dögunum með fulltrúum
óháðra til að kanna hvort óháðir vilja
áfram styðja Héraðslista. Þeir vilja
halda óbreyttu fyrirkomulagi. Nú
er í gangi málefnavinna og skoðun á
samsetningu framboðslista, þ.e. próf-
kjör, uppstilling eða forval.
Úr fundargerð bæjarmálafundar Héraðslistans,
Egilsstöðum, 8. desember 2009.
Ákæra vegna kannabisræktunar
Þingfest var í vikunni í Héraðsdómi
Austurlands ákæra á fjóra menn
vegna brots á fíkniefnalögum. Þeir
eru ákærðir fyrir að rækta 16 kanna-
bisplöntur á Karlsstöðum í Berufirði
í fyrravor og að setja upp ræktunar-
aðstöðu fyrir allt að 600 kannabis-
plöntur þar að auki. Þess er krafist
að mennirnir verði dæmdir til refs-
ingar og greiðslu alls sakakostnaðar
en einnig að munir sem lögreglan
lagði hald á í vor, og taldir eru upp
í 69 liðum í ákærunni, verði gerðir
upptækir.