Austurglugginn


Austurglugginn - 22.01.2010, Síða 11

Austurglugginn - 22.01.2010, Síða 11
 Föstudagur 15. janúar AUSTUR · GLUGGINN 11 Hestamannafélagið Freyfaxi stendur fyrir Mótaröð Fellabakarís og Freyfaxa þegar nær dregur vori. Er búið að varpa fram dagsetning- unum 16. mars, 6. apríl, 27. apríl og 11. maí, en þær gætu þó breyst eitthvað. Keppt verður í fjórgangi, tölti, fimmgangi, smala og skeiði. Mótaröðin er ætluð hestamönnum af öllu Austurlandi. Þórir Guðmundsson hjá Freyfaxa segir að reiðhöllin á Iðavöllum, sem er í byggingu, ætti að vera orðin klár fyrir mótið, en hún er núna rúmlega fokheld. Eftir er að steypa eitthvað í áhorfendastæðum og setja bráða- birgðaefni á gólf. Mótaröðin verður haldin fyrir tilstyrk fyrirtækja sem leggja til fjármagn og stefnt er að peningaverðlaunum fyrir fyrstu þrjú sætin í samanlögðum greinum. ,,Við hvetjum alla sem hafa áhuga til að setja sig í samband við okkur og vonumst til að sjá sem flesta. Þetta gætu orðið góðar kvöld- stundir hjá okkur þarna í höllinni hjá hestamönnum og áhorfendum sem hafa áhuga á þessari íþrótt,“ segir Þórir, sem kveður þá Freyfaxamenn afar spennta fyrir að byrja starfið í reiðhöllinni. Ístölt Austurland er dagsett laug- ardaginn 27. febrúar nk., en nánari upplýsingar um mótið koma síðar. Hugsast getur að formleg vígsla reið- hallarinnar á Iðavöllum fari fram í tengslum við ístöltið. Fagráð í hrossarækt hefur ákveðið tímasetningar kynbótasýninga árið 2010. Alls verða sýningarnar 19 tals- ins og verður sú fyrsta á Sauðárkróki dagana 22. og 23. apríl og síðasta sýningin verður svo dagana 18. - 20. ágúst í Skagafirði/Eyjafirði. Kynbótasýning verður á Hornafirði 1.-2. júní nk. og á Héraði 3. og 4. júní. Á heimasíðu UMFÍ mátti nýlega lesa um að Umf. Austri á Eskifirði hafði haldið upp á 70 ára afmæli sitt 1. desember sl. Ekki var afmælisdag- urinn tilgreindur sérstaklega, en þess þar getið að Austramenn miði við að stofnár félagsins sé 1939. Undanfarna áratugi hefur það verið tómstundagaman mitt sem sagnfræð- ings að safna saman upplýsingum um upphaf og feril íslenskra íþrótta- og ungmennafélaga og hef ég skráð hjá mér stofndaga tæplega eitt þúsund slíkra félaga með svo nákvæmum heimildum sem unnt er. Samkvæmt mínum heimildum var Umf. Austri stofnaður 9. október 1938 og hét þá Umf. Eskifjarðar. Nafninu var breytt í Austra 27. janúar 1940. Þetta gefur að lesa í grein sem birtist í Skinfaxa, blaði UMFÍ, 2. hefti 1950. Greinin ber með sér að gjörðabækur félagsins hafa þá verið tiltækar. Hvernig á því stendur að nú er félagið talið stofnað 1939 er ekki gott að vita, en svo virð- ist að elstu gjörðabækur félagsins séu ekki til staðar. Reynsla mín við söguritun hefur kennt mér að þegar kemur að ártölum er minni manna fremur ótraust heimild og því lakari sem lengra líður frá atburðum. Ég hafði samband við forsvarsmenn Austra og vakti athygli þeirra á þess- ari heimild. Í svari formannsins kom fram að haldið hafi verið upp á afmæli félagsins samkvæmt 1939 reglunni síðustu þrjá áratugi. Honum virtist ekki kunnugt um greinina í Skinfaxa og sýndi ekki áhuga þegar ég bauðst til að útvega honum ljósrit hennar. Þar sem ég tel ekki útilokað að les- endur Austurgluggans hafi áhuga á að skoða þetta mál betur sendi ég blaðinu ljósrit af umræddri blaða- grein, ef það kynni að verða til þess að bregða frekara ljósi á þetta mál. Höfundur er sagnfræðingur og frá Vosabæjarhóli. Bréf til blaðsins Hversu gamall er Austri? Jón M. Ívarsson skrifar: Skinfaxi, 2., 1950. Umf. Austri Eskifirði, 10 ára. ,,Þann 2. jan. sl. var Umf. Austri á Eskifirði 10 ára. Að vísu er ungmennafélagsskapurinn á staðnum tæplega tveim árum eldri, því Austri var stofnaður upp úr öðru félagi, Umf. Eskifjarðar, sem stofnað var 9. okt. 1938. Aðalhvatamenn þeirrar félagsstofnunar voru tveir af kennurum barnaskólans, þeir Sigurbjörn Ketilsson, nú skólastjóri í Ytri- Njarðvík og undirritaður (Ragnar Þorsteinsson, innsk.blm.). Umf. Eskifjarðar var aldrei fjölmennt, en þó lagði það grundvöll að íþróttastarfi, keypti m.a. skíði og leigði þau félögunum gegn vægu gjaldi. Tók það einnig á dag- skrá byggingu félagsheimilis og sundlaugar, þó ekkert væri hægt að framkvæma þann stutta tíma sem það starfaði. Haustið 1939 bættust félaginu nýir starfskraftar, þar á meðal Skúli Þorsteinsson, sem þá varð skólastjóri á Eskifirði og urðu nú þáttaskil í félagsstarfinu. Hvatti Skúli til þess, að félagið gengi í U.M.F.Í., svo það gæti notið réttinda þar og ýmissa hlunninda. Á aðalfundi 12. jan. 1940 var samþykkt, að félagið gengi í U.M.F.Í. og jafnframt yrði breytt nafni félagsins og lögum til samræmis við lög U.M.F.Í. Kosin var nefnd til að undirbúa þessar breytingar á næsta fundi. Þann 27. jan. 1940 var svo haldinn síðasti fundur í Umf. Eskifjarðar. Þar kom fram sú tillaga, að hið nýja félag fengi nafnið Austri, og var það samþykkt í einu hljóði. Fyrsti formaður Umf. Austra var Skúli Þorsteinsson. Á þessum fundi var yngra fólk tekið í félagið, allt niður í 12 ára aldur. ...“ Skráð af Ragnari Þorsteinssyni. Fimm lið úr meistarflokki keppa á SVN-mótinu Síldarvinnslumótið í knattspyrnu hófst á föstudag fyrir viku. Nýstofnað Knattspyrnudómarafélag Austur- lands stendur fyrir mótinu og er leikið í Fjarðabyggðarhöllinni og á Fellavelli. Leiknir voru tveir leikir á föstudag, en þá mætti Höttur Sindra (2-2) og Fjarðabyggð mætti Hugin (1-0). Á laugardag spiluðu Huginn og Sindri (1-3) og á mið- vikudaginn var mættust Leiknir F. og Höttur. Fimm austfirsk lið úr meistara- flokki karla eru skráð í Síldarvinnsl- umótið; Fjarðabyggð, Huginn, Höttur, Leiknir og Sindri. 27. janúar kl. 19:20 Leiknir F.- Fjarðabyggð / Fjarðabyggðarhöll 29. janúar kl. 19:00 Fjarðabyggð-Sindri / Fjarðabyggðarhöll 30. janúar kl. 14:00 Höttur-Huginn / Fellavöllur 3. febrúar kl. 19:20 Fjarðabyggð-Höttur / Fjarðabyggðarhöll 5. febrúar kl. 19:00 Sindri-Leiknir F. / Fjarðabyggðarhöll 6. febrúar kl. 14:00 Leiknir F-Huginn / Fjarðabyggðarhöll Undanúrslit fara fram 12. febrúar kl. 19:00 1.-4. sæti / Fjarðabyggðarhöll og 2.-3. sæti / Fellavöllur. Úrslitaleikir mótsins fara fram 13. febrúar. Hestar Mótaröð Fellabakarís og Freyfaxa með vori Ný reiðhöll rís á Iðavöllum. Mynd/Freyfaxi. Ásta Birna Magnúsdóttir frá Djúpavogi hefur verið iðin við að efla sig í golfinu undanfarin ár. Hún yfirgaf Golfklúbbinn Keili fyrir skemmstu og æfir nú og keppir fyrir Lippstadt í Westfalen í Þýskalandi, þar sem hún stundar jafnframt nám í sjúkraþjálfun. Á vefsíðunni kylfingur.is kemur fram að Ásta náði góðum árangri á GSÍ-mótaröðinni í golfi sl. tvö ár og vann fyrsta mót sitt sumarið 2008 í Leirunni. Sama ár varð hún Íslandsmeistari í holu- keppni, hlaut þriðja sætið á Íslandsmóti í höggleik síðasta sumar og annað sætið á Íslandsmótinu í holukeppni. Golf Kylfingurinn Ásta Birna í Þýskalandi Kylfingurinn Ásta Birna Magnús- dóttir æfir og keppir í Þýskalandi í náinni framtíð. Mynd/www.kylf ingur.is.

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.