Austurglugginn - 22.01.2010, Qupperneq 12
Þetta eru sko karlar
og konur í krapinu og
bjarga því sem bjargað
verður!Starfsstöðvar ÞNA:
Vopnafjörður - Kaupvangur ✆ 473 1569
Egilsstaðir - Vonarland ✆ 471 2838
Reyðarfjörður - Molinn ✆ 471 2848
Neskaupstaður - VA ✆ 477 1838
Hornafjörður - Nýheimar ✆ 470 8030
* tna@tna.is - ̨www.tna.is
Fjölmörg spennandi
námskeið í boði!
Kíktu á www.tna.is
og skráðu þig á
póstlistann okkar
Það hljóp á snærið hjá aust-
firskum björgunarsveitum í vik-
unni þegar Samfélagssjóður Alcoa í
Bandaríkjunum (Alcoa Foundation)
afhenti þeim vilyrði fyrir hundrað
þúsund bandaríkjadölum á næstu
tveimur árum, eða sem svarar um 12,5
milljónum króna. Styrkurinn verður
stofnframlag í menntunarsjóð björg-
unarsveitarmanna á Austurlandi.
Hafsteinn Viktorsson, framkvæmda-
stjóri framleiðslu hjá Alcoa Fjarðaáli,
afhenti björgunarsveitunum styrkinn
sl. mánudag og veitti Guðjón Már
Jónsson, formaður svæðisstjórnar
björgunarsveitanna á Austurlandi,
honum viðtöku í Þórðarbúð, húsi
Ársólar á Reyðarfirði. Hafsteinn
sagði við afhendinguna að framlag
samfélagssjóðsins væri viðurkenning
á ómetanlegu starfi björgunarsveit-
arfólks á Austurlandi og þakklætis-
vottur fyrir vel unnin störf. Mikilvægi
björgunarsveitanna sanni sig aftur og
aftur og gríðarlega gott starf sé unnið
innan þeirra. Guðjón Már sagði gjöf-
ina höfðinglega og kæmi sér einkar vel
til menntunarmála. ,,Þetta mun veita
okkur tækifæri til að mennta okkur
enn betur og sömuleiðis veita ung-
lingadeildunum okkar aukin tækifæri
á menntun, þær eru það afl sem kemur
til með að taka við af okkur.“
Peningarnir munu nýtast til að upp-
fylla það markmið Slysavarnarfélagsins
Landsbjargar að allir á útkallslistum
björgunarsveitanna ljúki umfangs-
miklu grunnnámi björgunarsveit-
arfólks. Allir á útkallslistum eiga
framvegis að hafa réttindi sem nefnd
eru Björgunarmaður I. Stór hluti fólks
er í dag með þessi réttindi, sem fela
í sér 9 námskeið, eða rétt um 110
klukkustundir. Námskeiðsgjald á
hvern björgunarsveitarmann er um
200 þúsund krónur og ferðakostn-
aður er þar fyrir utan. Næsta skref,
Björgunarmaður II, felur í sér frekari
sérhæfingu, svo sem þjálfun á slöngu-
báta, bíla og fleira. Um er að ræða að
lágmarki 80 klukkustunda nám og
námskeiðin sem unnt er að taka alls 20
talsins. Björgunarmaður III er svo enn
meiri sérhæfing með fagnámskeiðum
á seinni stigum og leiðir gjarnan til
leiðbeinandaréttinda.
Styrkurinn mun einnig auðvelda upp-
byggingu unglingastarfs, sem er að
sjálfsögðu vaxtarsproti björgunarsveit-
anna, unnt verður að halda viðameiri
námskeið á Austurlandi og jafnvel
senda fólk utan til að afla sér frekari
þekkingar.
Á Austurlandi starfa hartnær 600
sjálfboðaliðar í tólf björgunarsveitum.
Þar af eru 350 manns á útkallslista
dag og nótt. Í slysavarna- og ung-
lingadeildum á Austurlandi eru um
700 manns.
Samfélagssjóður Alcoa og Alcoa
Fjarðaál veittu í fyrra rúmlega 56
milljónum króna til 65 samfélags-
verkefna á Íslandi.
Alcoa Foundation veitti rúmum 12 milljónum til björgunarsveita á Austurlandi
Átak í menntun björgunarmanna
Björgunarsveitarmenn og hluti tækjaflota austf irskra björgunarsveita, sem komið hefur verið upp á mörgum árum. Myndir/SÁ
Um eitthundrað lausnir bárust Austurglugganum á jólagetraunum blaðsins.
Frestur til að skila lausnum var til 15. janúar og hafa vinningshafar nú verið
dregnir úr potti réttra úrlausna.
Vinningshafar:
Jólamyndagetraun:
Jóna Hallgrímsdóttir, Heiðmörk 1, Stöðvarfirði. Verðlaunin eru árskort fyrir
tvo, sem gildir á alla menningarviðburði á vegum Kirkju- og menningarmið-
stöðvar Fjarðabyggðar á Eskifirði.
Jólakrossgáta:
Karen Kjartansdóttir, Melgerði 13, Reyðarfirði. Verðlaunin eru gjafabréf á
veitingahúsið Tærgesen á Reyðarfirði að upphæð kr. 15.000.-
Litla jólakrossgáta:
Björn Hólm Björnsson, Kaupvangi 45, Egilsstöðum. Verðlaunin eru inneign
í Bókabúðinni Eskju, Eskifirði að andvirði kr. 5.000.-
Íþróttagetraun:
Sigrún Guðjónsdóttir, Nesbakka 14, Neskaupstað. Verðlaunin eru inneign í
veiði- og sportvöruverslunum Fjarðasporti í Neskaupstað eða Veiðiflugunni
á Reyðarfirði, að andvirði kr. 10.000.-
Austurglugginn þakkar öllum þeim fjölmörgu sem sendu inn lausnir við
getraununum, sem og þeim fyrirtækjum sem lögðu til góða vinninga.
Úrslit getrauna í Jólablaði 2009
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
M
I
32
03
6
0
3/
20
06
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is
Umboðsmenn í Fjarðabyggð
// TM Neskaupstað
Hafnarbraut 6
740 Neskaupstaður
sími 477 1735
// Sparisjóður Norðfjarðar
Búðareyri 2
730 Reyðarfjörður
sími 470 1100