Austurglugginn


Austurglugginn - 13.07.2012, Síða 2

Austurglugginn - 13.07.2012, Síða 2
2 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 13. júlí Tjörvi hættur Tjörvi Hrafnkelsson, bæjarfulltrúi af L-lista í Fljótsdalshéraði, er hættur í bæjarstjórn vegna aukinna verkefna í öðru starfi. Á bloggsíðu sinni, tjorvi.blog. is, útskýrir hann ástæður sínar og þar kemur fram að verkefni á öðrum vettvangi hafi undið upp á sig en Tjörvi er m.a. einn for- ystumanna Austurnets. Á blogg- síðunni segir: „Það er mín skoðun að bæjar- fulltrúi sem ætlar að standa sig í sínu hlutverki þurfi að hafa til ráð- stöfunar að lágmarki 40 klukku- stundir í mánuði ef hann ætlar að stunda hlutverk sittaf metnaði. Það er ljóst að það er erfitt fyrir mig að búa þann tíma til miðað við  verkefnastöðu.“ Tjörvi hefur sinnt starfi bæjar- fulltrúa í fimmtán mánuði og segir þessa ákvörðun erfiða: „Ég vona samt að það fólk sem ég hef unnið með í bæjarmálunum og þeir sem kusu mig til að sinna þessu hlutverki, hafi skilning á þessari ákvörðun minni.“ Mikil vinna á Vopnafirði Vinnslan á síld og makríl er komin í gang af fullum krafti á Vopnafirði. Um 2.700 tonn af fiski hafa borist að landi frá því að veiðar hófust um sl. mánaðamót og nú vinna hátt í 150 manns við vinnslu á aflanum í uppsjávarfrystihúsi HB Granda á staðnum. Að sögn vinnslu- stjóra HB Granda hefur aflinn verið ferskur en þó nokkuð af átu. Hlutfall síldar í aflanum er um 60 prósent. Síldin er flökuð og síðan fryst. Smærri makríllinn er haus- skorinn og slógdregin en sá stærri heilfrystur. Sáralítið af heilum fiski hefur farið í bræðslu. Austurglugginn er á facebook Stjórn Austurbrúar hefur gengið frá samkomulagi um starfslok við Þorkel J. Pálsson, framkvæmdastjóra Aust- urbrúar. Þorkell tók til starfa í byrjun apríl á þessu ári og vann með verk- efnisstjórninni að stofnun Aust- urbrúar. Stofnfundur Austurbrúar var haldinn þann 8. maí sl. að við- staddri ríkisstjórninni en stofnunin tók svo formlega til starfa þann 1. júní sl. Í tilkynningu frá stjórn Austur- brúar segir að samkomulag hafi orðið um starfslok Þorkels að loknum reynslutíma en hann er fjórir mánuðir samkvæmt ráðningarsamningi. Stjórnin tekur það fram að Þorkell hafi unnið störf sín „af kostgæfni og reyndist þekking hans og reynsla mikilvæg við að setja á stofn nýja sameinaða stoðstofnun.“ Austurglugginn greindi frá því í lok júní að óróleiki væri innan stofnunarinnar. Greint var frá því að mörgum þætti vinnan við skipu- lagningu og uppbyggingu Aust- urbrúar ganga of hægt og að kurr væri meðal starfsmanna Austurbrúar og sveitarstjórnarmanna á Austur- landi. Blaðið sagði þá frá því að síðla júnímánaðar hafi hluti starfs- manna Austurbrúar sent stjórninni yfirlýsingu þar sem áhyggjum var lýst yfir innri vinnu stofnunarinnar og upplýsingaflæðið gagnrýnt. Stjórnin brást við með því að boða strax til fundar eftir að bréfið barst. Óánægjan virtist einkum beinast að framkvæmdastjóra stofnunarinnar, Þorkeli Pálssyni. Samkvæmt heimildum Austur- gluggans fékk Þorkell ákveðinn frest til að vinna úr þeim óróleika sem upp var kominn en svo virðist sem það hafi ekki gengið eftir. „Með stofnun Austurbrúar var starfsemi fimm stoðstofnana á Austurlandi sameinuð í eina stofnun með eina stjórn og framkvæmda- stjóra auk fimmtán manna fagráðs. Slíkum breytingum fylgja jafnan flókin úrlausnarefni, ekki síst í starfs- mannamálum. Stjórn Austurbrúar leggur áherslu á að viðhalda fullum trúnaði og trausti allra starfsmanna og hagsmunaaðila er tengjast stofn- uninni og mun sjá til þess að samein- ingin skili tilætluðum árangri. Flest hefur gengið eftir áætlun síðustu mánuði og stofnsetning Austurbrúar er afstaðin undir stjórn fráfarandi framkvæmdastjóra. Það var hins vegar mat stjórnar að nýjan stjórn- anda þyrfti til að leiða stofnunina í næstu skrefum“ segir í tilkynningu stjórnar. Að lokum segir í tilkynningunni að áfram verði „unnið af fullum krafti að uppbyggingu Austurbrúar og mun stjórn og starfsfólk skipta með sér verkum og ábyrgð þangað til aftur hefur verið ráðið í starf fram- kvæmdastjóra. Stjórn Austurbrúar þakkar Þorkeli fyrir hans aðkomu að upphafi Austurbrúar og tekur skýrt fram að starfslok hans eru gerð í fullu samkomulagi við hann og af þeim verða engir eftirmálar“. -RS- „Þessi próf eru komin til að vera. Það er alveg ljóst,“ segir Hjörtur Magnason, héraðsdýralæknir á Austurlandi og prófdómari í skot- prófum sem nýverið var ákveðið að hreindýraveiðimenn þyrftu að þreyta. Prófið er skilyrði þess að menn fái að skjóta hreindýr. Fyrstu prófin fóru fram fyrir stuttu og féll um þriðjungur veiðimanna og þar af vissi Hjörtur um sjö eftirlits- menn sem féllu. „Þetta þýðir ekki endilega að menn séu lélegar skyttur,“ segir Hjörtur. „Menn mæta einfald- lega ekki vel undirbúnir í þessi próf og gæta ekki að því að byssurnar séu í lagi. Það breytir ekki því að svona fara menn væntanlega á veiðar og maður sér það í hreindýraverkun- arstöðinni að menn skjóta dýrin í lappir, afturenda, í kvið, í kjálka og svo framvegis. “ Ætlast er til þess að veiðimaður geti hitt hring sem er fjórtán sm í þvermál á hundrað metra færi. Hringurinn er kyrr og skyttan not- ast við tvífót. „Ef maður getur ekki hitt við þessar aðstæður þá á maður ekki að fara á veiðar,“ segir Hjörtur og bætir við að víða erlendis, t.d. í Svíþjóð séu kröfurnar miklu meiri. „Þá þarftu að geta skotið elg sem er á fimmtíu km hraða,“ segir hann. „Ef þú getur það ekki þá færðu ekki að veiða.“ Hann segir ennfremur ein- staklega dapurlegt að eftirlitsmenn skuli falla á þessu prófi. „Þetta eru mennirnir sem eiga að grípa inn í þegar skot veiðimanns misheppnast og ljúka verkinu.“ Þeir munu þó ekki missa leyfin sín nema þeir falli þrisvar sinnum á prófinu. Hjörtur segir útkomuna á próf- inu sýna að meiri fagmennsku sé þörf meðal veiðimanna og segist eiga erfitt með að skilja hvers vegna svona margir falli á prófinu. „Manni blöskrar trassaskapurinn,“ segir hann. Þriðjungur veiðimanna féll á skotprófi: „Manni blöskrar trassaskapurinn“ -segir prófdómarinn Þorkell J. Pálsson, fráfarandi framkvæmda- stjóri Austurbrúar. Samið um starfslok fram- kvæmdastjóra Austurbrúar

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.