Austurglugginn


Austurglugginn - 13.07.2012, Page 3

Austurglugginn - 13.07.2012, Page 3
Fréttir frá Fjarðaáli Umsjón: Kristborg Bóel Steindórsdóttir ritstjóri Álpappírsins, fréttabréfs starfsmanna Alcoa Fjarðaáls. KYNNING Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar (VHE) er orðið eitt af stærstu fyrirtækjum á Austurlandi með um 165 fasta starfsmenn, þar af 60 í tengslum við rekstur nýrrar kersmiðju Fjarðaáls. Byggingadeild VHE hefur auk þess gegnt stóru hlutverki í framkvæmdum við álverið undanfarin tvö ár. VHE hefur fjárfest í mannauði, aðstöðu og búnaði á Austurlandi til framtíðar. Uppbyggingin hefur verið hröð og fyrirtækið hefur átt alveg nóg með að þjóna Fjarðaáli, en nú ætlar VHE að leggja aukna áherslu á að nýta fjárfestinguna í þágu annarra viðskiptavina á Austurlandi. Við báðum Sigurjón Baldursson, starfsmanna- stjóra VHE á Austurlandi, að segja okkur frá starfsemi og áformum fyrirtækisins. Við spurðum hann einnig hvernig hafi gengið að manna störfin sem mörg hver kalla á mikla sérþekkingu. Þjónustusamningur um viðhald VHE á Austurlandi nýtur þess að hafa sterkt bakland í samstæðunni á suðvesturhorninu. Þar hefur VHE veitt álverunum í Straumsvík og á Grundartanga margvíslega þjónustu og einnig selt lausnir til álfyrir- tækja í öðrum löndum. Undirstaða starfseminnar á Austurlandi er þjón- ustusamningur við Alcoa Fjarðaál um viðhald á tækjum og búnaði. Viðhaldinu sinna fastir starfsmenn bæði inni í álverinu og í smiðjunum að Hrauni 5 og 10. „Viðhaldsverkefnin eru mjög fjölbreytt. VHE sinnir reglubundum viðgerðum á ýmsum búnaði í álverinu. Skautgafflaviðgerðir eru þar stórt verkefni og VHE sér einnig um viðgerðir á skautbakkalokum, kerbrjótum og möturum. Við erum með vökvaþjónustu, bæði smíði og viðgerðir á tjökkum og háþrýstislöngum. Við lagfærum handverkfæri og smíðum ný. Við útvegun einnig ýmiss konar rekstrarvörur og hluti í tæki og búnað. VHE leggur jafnframt til mannskap í viðhaldsverkefni í álverinu. Auk þess hefur fyrir- tækið útvegað framleiðslustarfsmenn á vaktir,“ segir Sigurjón. Hugsað til framtíðar „Samstarfið hefur gengið mjög vel þótt vissulega sitji menn stundum sitt hvorum megin við samninga- borðið. Alcoa Fjarðaál er góður viðskiptvinur og VHE hefur lagt sig fram um að vera góður birgir. Þjónustu- samningurinn er til tólf ára með framlengingum og sá tími er fljótur að líða. Nauðsynlegt var að hugsa lengra en þjónustusamningurinn nær, því annars væru menn alltaf að gera allt til bráðabirgða og það yrði engin framþróun. Hér var byggt rúmt til framtíðar. Þessi fjárfesting verður að vera til staðar á svæðinu og jafnvel þótt Fjarðaál endurnýi ekki þjón- ustusamninginn við VHE, þá taka bara einhverjir aðrir við og nýta húsnæðið. Viðhaldið mun ekki minnka á komandi árum. Markmið VHE er hins vegar að nýta fjárfestinguna enn betur í framtíðinni með því að auka þjónustuna við Alcoa Fjarðaál og aðra viðskiptavini á Austurlandi,“ segir Sigurjón. Kerfóðrun frá upphafi til enda „Kersmiðjureksturinn er nýr þáttur í starfseminni en við höfðum reyndar í töluverðan tíma búið okkur undir að geta sinnt honum. VHE sér um kerfóðrunina frá A til Ö. Þegar ker hefur verið tekið úr rekstri, komum við og aftengjum það og flytjum yfirbygginguna og ker- skelina í kersmiðjuna, þar sem brotið er upp úr ker- skelinni og hún hreinsuð. Kerskelin er send í viðgerð í smiðjunni okkar að Hrauni 5. Síðan fer skelin aftur í kersmiðjuna í endurfóðrun og er svo að lokum flutt inn í kerskála, tengd og búin undir ræsingu. Um 40 manns starfa hjá VHE í kersmiðjunni og 12 til 16 í skelsmiðjunni,“ segir Sigurjón. Gísli Stefánsson með for- steyptan deiglustein. Þjónusta fyrir alla á svæðinu VHE hefur átt alveg nóg með að þjóna Fjarðaáli og uppbyggingin hefur verið gríðarlega hröð. „Við höfum enn tækifæri til að auka og bæta þjónustuna og munum jafnframt leggja aukna áherslu á að nýta einnig aðstöðuna og mannauðinn í þágu annarra viðskiptavina á Austurlandi. Við rekum verslun og lager að Hrauni 5 fyrir okkur og Fjarðaál. Þar höfum við til dæmis möguleika í gegnum dótturfyrirtækið Landvélar að vera með alls konar búnað í vökvakerfi og erum með sérfræðing í tjakkaviðgerðum. Við erum líka með háþrýstis- löngur fyrir loft og vökva á lager. Sandblásturinn og sprautunin eru einnig í boði fyrir aðra viðskiptavini. Forsteyptar einingar geta hentað öðrum eins og loðnuverksmiðjum sem eru að kaupa slíka þjónustu erlendis frá í sína ofna,“ segir Sigurjón. Ágætlega gengur að manna störfin „Núna eru hérna um 165 starfsmenn, fyrir utan þá sem eru í byggingarframkvæmdunum. Það gengur ágætlega að manna störfin nema hvað hörgull er á málmiðnaðarmönnum og vélvirkjum. Starfsmanna- veltan hjá okkur er í hærri kantinum eða yfir 15%, sem er þó ekki endilega meira en búast mætti við. Óvissuþættirnir eru margir þegar fólk er kannski að flytja inn á nýtt svæði þar sem það hefur engin tengsl, þarf að finna starf fyrir maka og er að fara í vaktavinnu,“ segir Sigurjón. Um 20.000 fermetrar af húsnæði á Austurlandi Í þessari miklu uppbyggingu hefur það komið sér mjög vel að VHE er með öfluga byggingadeild og á tæpa 20.000 fermetra af iðnaðar- og íbúðarhúsnæði á Austurlandi. VHE reisti smiðjurnar á Hrauni 5 og 10 til eigin nota. Skemmurnar tvær á Hrauni 5 voru hins vegar keyptar af norska fyrirtækinu HMR sem ætlaði að veita Fjarðaáli viðhaldsþjónustu ásamt Launafli og VHE. Fjarðaál leigir skemurnar fyrir þjónustu Bram- mer. Á Hrauni 10 er einnig vöruhús sem Fjarðaál leigir meðal annars undir raflausn. Íbúðarhúsnæði getur verið stór hindrun þegar fólk er að leita að starfi og það hjálpar VHE að eiga 72 íbúðir á Austurlandi sem flestar eru leigðar starfs- mönnum. Íbúðirnar hefur VHE ýmist byggt frá grunni eða keypt í smíðum og klárað. Byggingadeild VHE hefur verið með talsverð umsvif í álverinu undanfarin tvö ár. VHE byggði við skautsmiðjuna og sá einnig um að reisa og klæða kersmiðjuna. Þegar mest var störfuðu þar um 100 manns á vegum VHE að undirverktökum meðtöldum. Verkið gekk allt samkvæmt áætlun. Framkvæmdir við nýja afriðilinn, RF - 16, hófust seinni partinn í vetur. Það er mjög krefjandi verkefni að því leyti að þarna er háspennusvæði og stöðug umferð deiglubíla með fljótandi málm, sem ekki er hægt að beina annað. Þarna hafa verið um 20 manns á vegum VHE að steypa undirstöður og eldhólf með gríðarlega miklum járnabindingum. Járnin voru að miklu leyti beygð hérna að Hrauni 5. Byggingardeild VHE hefur tekið að sér önnur stór verkefni á Austurlandi að undanförnu eins og byggingu Grunnskólans á Egilsstöðum, viðbyggingu hótels á Hallormsstað og byggingu Snæfellsstofu. Nú er unnnið við byggingu brúar yfir Ytri - Rjúkandi á Jökuldal. VHE rekur steypueiningaverksmiðju á Egilsstöðum sem keypt var af Malarvinnslunni og þar eru nokkrir starfsmenn staðsettir. VHE eykur þjónustu sína á Austurlandi Starfsmenn fyrirtækisins á svæðinu eru orðnir um 165 Verslun VHE að Hrauni 10

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.