Austurglugginn


Austurglugginn - 13.07.2012, Qupperneq 6

Austurglugginn - 13.07.2012, Qupperneq 6
6 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 13. júlí Sumarhátíð ÚÍA var haldin um síðustu helgi og að sögn aðstandenda gekk hún vel. Veðrið lék við þátttakendur og urðu menn að sögn heim- ildarmanns Austurgluggans „heltannaðir í áhorfendabrekkunni“. Vegna þátttökuleysis var knattspyrnumótið fellt niður. Þeim mun fleiri horfðu á frjálsíþróttamótið þar sem þátttaka var mjög góð en um tvö hundruð keppendur voru skráðir til leiks. Engin alvarleg vandamál komu upp og segir Gunnar Gunnarsson, formaður ÚÍA, að framkvæmd mótsins hafi gengið vonum framar. „Við erum með gríðarlega vel þjálfaða sjálf- boðaliða eftir Unglingalandsmótið í fyrra. Sundmótið tók til dæmis miklu skemmri tíma en við héldum því menn voru bara svo mikið með þetta,“ segir Gunnar. Eins og myndirnar sýna var keppt í hinum ýmsu greinum og augljóst að íþróttastarf á Austurlandi er í miklum blóma um þessar mundir. Gunnar tók myndirnar, nema annað sé tekið fram, og gaf Austurglugganum leyfi til að nota þær. Keppni í strandblaki sem var í Bjarnadal á sunnudeginum. Mynd: Sigríður Þrúður Þórarinsdóttir. Neistamenn voru framarlega í sundinu og unnu stigabikarinn enn eitt árið. Þeirra keppandi tók forustuna strax í byrjun í sínum riðli í bringusundi. Frá keppni í boðhlaupi Sex lið mættu til keppni í boccia. Úti á Nesi hafði betur gegn Viljanum eftir æsilegan úrslitaleik.

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.