Austurglugginn - 13.07.2012, Qupperneq 8
8 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 13. júlí
FJARÐABYGGÐ | þú ert á góðum stað fjardabyggd.is
StöðvarfjörðurFáskrúðsfjörðurReyðarfjörðurEskifjörðurNeskaupstaðurMjóifjörður
Breyting á Aðalskipulagi
Fjarðabyggðar 2007-2027
Breyting á vatnsverndarsvæði Fannardals í Norðfirði
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti 11. maí 2012 tillögu að óverulegri breytingu á
Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.
123/2010.
Breytingin felst í að mörk brunn- og grannsvæðis við vatnsból við Tandrastaði í Fannardal ná ekki eins
langt inn eftir eyrum Norðfjarðarár og áður og brunnsvæði vatnsbólsins liggur allt utan Fannardalsár.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið
sér til skipulagsfulltrúa Fjarðabyggðar.
Bæjarstjórinn í Fjarðabyggð
Í gær hófst átak í kynningu innlendrar ferða-
þjónustu er kallast Ísland er með’etta. Verkefnið
er sameiginlegt verkefni allra markaðsstofa lands-
ins, Ferðaþjónustu bænda, Höfuðborgarstofu
og Ferðamálastofu. Markmið þess er að hvetja
Íslendinga til ferðalaga innanlands og kynna
fyrir þeim „allar þær stókostlegu upplifanir
sem landið hefur upp á að bjóða,” eins og segir
í fréttatilkynningu frá aðstandendum verkefnisins.
Vefsvæði, undir merkjum átaksins, islandermed-
etta.is, hefur verið opnað og „þar gefst lands-
mönnum færi á að kynna sér allra handa ævintýri
og upplifanir á einstaklega aðgengilegan hátt,” eins
og segir í tilkynningunni. Þar segir ennfremur að
leita megi á síðunni eftir landshlutum, athöfnum
og árstíðum auk þess sem notendur síðunnar geta
sent myndir „af fjölbreyttum upplifunum sínum af
landinu.” Í tilkynningunni eru íbúar og ferðalangar
á Austurlandi sérstaklega hvattir til að taka þátt í
þessu verkefni og nýta síðuna til að fá hugmyndir
að góðu ferðalagi og til að miðla upplýsingum um
upplifanir á Austurlandi.
Átak innlendrar ferðaþjónustu hafið:
Ísland er með’etta
Lagarfljótsormurinn mætir til leiks. Upphafi verkefnisins var fagnað víða um land og í Hallormsstaðaskógi tók Bjarki Sigurðsson, Íslandsmeistari í skógarhöggi, sig til og skapaði eftirmynd
af Lagarfljótsorminum úr lerki og verður verkið til sýnis í Atlavík í sumar.