Austurglugginn - 13.07.2012, Qupperneq 11
Föstudagur 13. júlí AUSTUR · GLUGGINN 11
Eistnaflug
að hefjast
Þungarokkshátíðin Eistnaflug hefur verið haldin
árlega aðra helgina í júlí síðan 2005. Áttunda
hátíðin hefst í Hótel Egilsbúð í Neskaupstað
í dag og að venju kennir ýmissa grasa. Meðal
þekktustu hljómsveita í ár eru Sólstafir, Skálmöld,
Dr. Spock en sérstaka athygli vekur endurkoma
hljómsveitarinnar Botnleðju en hún hefur verið
lítið virk undanfarið. Þá vekur Austurglugginn
athygli á heimabandinu norðfirska Oni sem nýtur
þess heiðurs að taka þátt í ár en þeir spila á laugar-
dag klukkan þrjú.
Tvær útisýningar
á Eskifirði
Vinir Eskifjarðar, í samvinnu við Menningarráð
Austurlands, hafa í sumar sett upp tvær útisýningar
á Eskifirði og í nágrenni. Sýningin „Ganga um
gamlar slóðir“ samanstendur af myndverkum á 6
útisvæðum á Eskifirði. Hinsvegar er um að ræða
sýninguna „Hvalstöðin á Svínaskála“ en þetta
er úti-ljósmyndasýning og sýnir hvalstöðina og
starfsemi hennar á Svínaskála eins og hún var um
árið 1900. Á heimasíðu Fjarðabyggðar segir að við
uppsetningu sýningarinnar hafi verið grafið niður
á hvalbein, járnabrak og hleðslusteina, þannig að
búast megi við að talsvert sé um minjar frá tíma
hvalveiðanna á svæðinu.
Atvinnusýning
undirbúin
Undirbúningur atvinnulífssýningar sem fram fer
18. og 19. ágúst í Egilsstaðaskóla, er að kom-
ast á fullt skrið. Frá þessu er sagt á heimasíðu
Fljótsdalshéraðs. Þar kemur einnig fram að alls
hafi rúmlega sextíu fyrirtæki og stofnanir stað-
fest þátttöku á sýningunni. Sýningin er haldin að
frumkvæði atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs
og eru sýnendur fyrirtæki, stofnanir og einstak-
lingar í sveitarfélaginu. Markmiðið er að kynna þá
þjónustu sem í boði er í sveitarfélaginu og tengja
saman íbúa og atvinnulíf.
Hljómsveitin Dætur Satans gaf nýverið út sinn annan
hljómdisk sem ber heitið Dögun. Austurglugginn átti
stutt spjall við Magnús Helgason, gítarleikara og
aðallagahöfund hljómsveitarinnar með huggulega
nafnið.
„Stutta svarið er einfaldlega það að við eigum
svo mikið af lögum og við vildum koma því frá
okkur,“ segir Magnús
aðspurður um tilurð
nýju plötunnar en í
fyrra kom út platan
Myrk nótt sem vakti
athygli hjá tónlistarunnendum eystra. „Við erum
sífellt að semja og erum reyndar byrjaðir að vinna
að næstu plötu sem kemur út einhvern tímann á
næsta ári,“ segir hann en systkini hans í hljóm-
sveitinni eru Gunnar Ingi Árnason, Sigurður
Ingólfsson, Óðinn Gunnar Óðinsson og Þórólfur
Stefánsson.
Platan Dögun er tekin upp í Stúdíó Benmen
á Sauðárkróki en þaðan er Magnús ættaður og
reyndar Þórólfur líka. „Þessi nýja plata er miklu
meira unnin en sú fyrri,“ segir Magnús. „Við
tókum síðustu plötu meira og minna upp „læf“ en
yfir þessari nýju lágum við og unnum frá morgni
til kvölds enda Þórólfur, sem útsetti plötuna, mikill
vinnuhestur og rak okkur áfram.“
Þótt hljómsveitin sé að hluta ættuð frá Skagafirði
eru meðlimir hennar dreifðir útum allt land og
reyndar rúmlega það því einn er búsettur í Svíþjóð
hinir eru á Egilstöðum og í Reykjavík. Magnús
segir þetta ekki skapa nein vandamál önnur en þau
að það geti reynst erfitt að koma mannskapnum
saman til að spila á tónleikum. „Þegar við erum
að semja lög og vinna í útsetningum notum við
Skype og Facebook,“ segir hann en vitanlega
gagnast þessi ágætu forrit ekki við tónleikahald.
Platan Dögun með Dætrum Satans fæst m.a. í
Húsi handanna og versluninni Vík á Egilsstöðum
og í verslun Smekkleysu við Laugaveg í Reykjavík.
Vegna útkomu þriðju sólóplötu tónlistarmannsins
Jónasar Sigurðssonar, Þar sem himinn ber við haf,
hefur hann efnt til tónleikaraðar í félagsheimilinu
Fjarðarborg á Borgarfirði eystri. Fyrstu tónleik-
arnir voru 7. júlí sl. og hinir síðustu verða 28. júlí.
Því er um að ræða sex tónleika á viku í þrjár vikur
sem verður að teljast mjög gott tónleikaframboð
ef fjöldi íbúa á Borgarfirði er hafður í huga. Og
tónlistarveislunni er reyndar hvergi lokið eftir að
Jónas lýkur sér af því þá hefst hinn landsþekkta
tónlistarhátíð Bræðslan.
Nýja platan sem Jónas vinnur að í samvinnu
við Lúðrasveit Þorlákshafnar og tónlistarband
eldri borgara í bænum, Tóna og Trix, kemur út
á haustmánuðum og í tilefni af tónleikaröðinni
í Fjarðarborg hefur fyrsta smáskífa plötunnar,
Þyrnigerðið, verið gefin út.
Allir tónleikarnir hefjast klukkan 21:00. Frítt
verður inn nema á þá síðustu. Þá má geta þess að
þeir sem ekki sjá sér fært að skjótast á Borgarfjörð
geta horft á tónleika á netinu en slóðin er: ustream.
tv/channel/fjardarborg
Duglegar dætur
„Þegar við erum að semja lög og vinna í
útsetningum notum við Skype og Facebook“
Sólógjörningur Jónasar Sig á Borgarfirði eystri
Átján tónleikar á sama stað
á sama tíma í þrjár vikur
Jónas Sigurðsson, tónlistarmaður.
Dætur Satans stilla sér upp út í sveit nálægt Sauðárkróki.